Dagblaðið - 31.03.1978, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 31.03.1978, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 31. MARZ 1978. 13 List og ómenning myndi tákna hrun menningar okkar. Bent er á hrun Rómaveldis. (Líka má benda á Sódómu og Gómorru, sem Biblían greinir frá). Talað er um, að Danir drekki nú beiskan bikar af- leiðinga klápibylgjunnar i siðferðis- legri upplausn, og við ættum að gæta þess að falla ekki í sömu gryfju. Kjallarinn IngjaldurTómasson Mér er í fersku minni gömul mynd i guðsorðabók, sem til var á heimili foreldra minna. Hún var af hinum vonda (djöflinum), þar sem hann er að sá illgresi í akurinn á jarðlíkani. Sá vondi er þarna hinn ferlegasti, allur loðinn með horn, klaufir og langan hala og kastaði illgresissáðinu úr sáð- poka eins og sáðmenn notuðu áður fyrr. Slæmt að þessi mynd er nú senni- lkega hvergi til, gaman hefði verið að birta hana með þessari grein, því að i þeirri mynd hefðu niðurrifsöfl þjóðar- innar svo sannarlega séð sjálf sig í spegli. Myndin var óumdeilanlegt listaverk. í útvarpsmessu 26. febrúar sl. sagði presturinn söguafkonuálndlandi sem kom að eiturnöðru, sem búin var að vefja sig utan um barn hennar. Hún hefði getað bjargað barninu, en af því að naðran var talin heilög, lét hún hana óáreitta kremja barnið til bana. Presturinn likti þessu við allan þann skaðlega óhroða, sem fjölmiðlar, sér- staklega sjónvarp, flyttu inn á heimili með þeim hryllilegu afleiðingum sem svo að segja daglega blasa við augum. Biskup íslands komst svo hnyttilega að orðið í stórmerkri nýársræðu um þetta mikla þjóðarvandamál, að það væri eins og flóðlýst svikaglæra, sem erfitt væri að varast. Þetta skilja allir sem alizt hafa upp i sveit á Islandi. Ég vil þakka prestinum, sem kom fram í sjónvarpsþætti um klám á Kvikmyndahátíð, fyrir ágæta frammistöðu. Hann sagði eitthvað á þá leið, að rithöfundurinn og ríkis- saksóknari væru jafnsekir, annar fyrir klámmyndahátíð, en hinn ásamt kvik- myndaeftirliti léti það óátalið, þótt kvikmyndahús og sjónvarp sýndu stöðugt hinar sóðalegustu klám- myndir. Þá var engu líkara en Heródes og Pílatus yrðu skyndilega vinir og það var sannarlega ekki óeðlilegt, því bæði forystumenn Kvikmyndahátðar og yfirvöld standa beinlínis að því að troða inn í þjóðina öllum þeim versta hroða, sem ómannleg niðurrifsónátt- úra getur upp hugsað. Nokkrir æðstu menn þjóðarinnar létu birta myndir af sér með pomp og prakt við opnun Kvikmyndahátíðar. Hver kostaði hátiðina og hvemig stóðu reikningarnir að henni lokinni? Fleygt er þrjátíu milljónum i kvik- myndagerðarmenn. Það þykir nú tæpast lengur umtalsvert, þótt ráða- menn þjóðarinnar hlaupi með milljónatugpfj'.rhæðir úr galtómum sameignarsjéðl þjóðarinnar til ýmissa vægast sagt vafasamra stofnana. Ævintýrið Nýju fötin keisarans greinir frá því, þegar allt fyrirfólkið þorði ekki annað en dást að klæðun- um, hvað þau væru vel sniðin og mynstrin dásamlega fögur, og þegar hæst stóð hátíðin og aðdáun fólksins, kom þarna aö litið barn og hrópaði að keisarinn væri í engu. Þá loksins þorði fólkið að viðurkenna sannleikann, þvi að allir vissu, að litið barn segir ekki ósatt. Þessi saga er nú nákvæmlega að gerast hér, hvað viðkemur alls konar ómenningu, sem nú veður uppi, og fáir viröast sjá eða þora að viðurkenna þennan ömurlega sannleika, sem lýst hefur verið að nokkru í þessari grein. Samtök skólabama hafa unnið gegn reykingum með ýmsum ráðum og bent á skaðsemi þeirra. Allir kannast við sönglagið og hina engilfögru barns- rödd um reykingabölið. Allir þjóðhollir menn þurfa að styðja sam- tök ungs fólks, sem nú er farið að skilja hið mikla hættuástand þjóðarinnar. Ég trúi því,að unga fólkið myndi aldamótakynslóð, sem reisi þjóðina upp úr hinum djúpa ó- menningaröldudal, sem hún er nú stödd í, eins og svo glæsilega átti sér stað um síðustu aldamót. Ingjaldur Tómasson, verkamaður. Til sölu SCOUT ÁRG. '74 8 cyl. beinskiptur. Til sýnis hjá Bifreiðastillingunni, Smiðjuvegi 38 Kópavogi Sími 76400 Blaðburöarböm óskast: TJARNARGA TA, SUÐURGA TA, VESTURGATA, TÚNGATA, RÁNARGATA, HRINGBRAUT. Uppl.ís/ma27022. MMBÍAÐW Þinn bíll 15. apríl n.k., - sértq Hlnn heppni áskrifandi Dagblaðsins. Verðmæti er 4.4 miljónir króna. Gerstu áskrifandi að Dagblaðinu strax í dag. Áskriftarsími 27022. Opiö til 10 í kvöld. 7i BIABIÐ Chevrolet Nova Custom'78 Styrkið og fegríð líkamann Ný 4ra vikna námskeið hefjast 3. apríl. Frúarleikfimi — mýkjandi og styrkjandi. Megrunarleikfimi — vigtun — mæling — hollráð. Sértímar fyrir konur sem vilja léttast um 15 kg. eða meira. Innritun og upplýsingar alla virka daga kl. 13-22 ísíma 83295. Sturtur — Ijós — gufuböð^— kaffi — nudd. Júdódeild Armanns Armúla 32 GERUM LEIÐ ALMENNINGSVAGNA GREIÐARI Þann 1. apríl koma til framkvæmda reglur um akstur almenningsvagna frá biðstöð. Þá verður sett merki á afturrúðu vagna sem aka í þéttbýli. Merkið er áminning um aö hleypa vagninum inn í umferðina aftur. Sýnið tillitssemi, hægið á eða stöðvið bifreiðina á meðan vagninn yfirgefur biðstöðina. Það munar aðeins sekúndum. Hleypið vagninum inná! UMFERÐARRÁÐ —

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.