Dagblaðið - 31.03.1978, Blaðsíða 25

Dagblaðið - 31.03.1978, Blaðsíða 25
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 31. MARZ 1978. 29 MEÐHJÓLUNDIRIL Nú dansa bandarískir unglingar með svo sem fjörutíu kílómetra hraða á klukkustund á diskótekunum. Þetta hljómar einkennilega en svo er það nú samt. Nýjasta æðið er sem sagt aö mæta í diskódansinn á hjólaskautum. Hvort diskótekið okkar, Hollywood eóa Óðal, skyldi nú verða á undan að koma upp skautagólfi fyrir gesti sína? — Myndirnar eru úr skautadiskótek- um í Chicago og Brooklyn. Almenningsskautahallir viðs vegar um Bandaríkin eru búnar að koma sér upp hljómflutningstækjum og fleiru sem ómissandi þykir í diskótekum. Og svo rembast allir við að halda takti i nýjustu diskólögunum, — á skautum að sjálfsögðu. Þeir sem reynt hafa eru stórhrifnir og margir hafa náð mikilli leikni í skautadiskói. Að sjálfsögðu eru fæstir jafnleiknir og keppendur á ólympíuleikum og sumir satt að segja harla stirðbusa- legir. Þess vegna reyndist nauðsyn að ráða sérstaka gólfverði til að bjarga þeim sem verður fótaskortur. Einn gólfvörðurinn, sem starfar í Disco Wheels hjólaskautadiskótekinu í Chicago, segist hafa bjargað fjölda manns, - aðallega stúlkum ..Það er nú ekki mikið um beinbrot á dans- gólfinu,” segir hann, „en rófubeinið er anzi aumt á mörgum þegar þeir fara heim.” ÚrNEWSWEEK BillyCarterívanda: Sakaðurumóeðli- legan gróða af bensfnstöð sinni Billy bróðir Jimmy Carters Banda- ríkjaforseta vekur stöðugt athygli fyrir óvenjulegar fjáraflaaðgerðir. Þykir sumum hann færa sér helzt til mikið i nyt forsetatign bróður síns. Bræðurnir Billy og Jimmy Carter Bandarikjaforseti ræðast við á hnetu- býlinu sem lengi hefur verið i eigu fjöl- skyldunnar en er nú verið að selja. Nýjustu fregnir af honum eru þær að nú sé hann önnum kafinn við að hrinda þeim ásökunum að hann hafi á sínum tíma fengið bensín með óeðli- lega hagstæðum kjörum til að selja á bensínstöð sinni í Georgíu. Á þetta að hafa gerzt árin 1973 og 1974 þegar orkukreppan stóð yfir og Jimmy bróðir hans — núverandi for- seti — var ríkisstjóri í Georgíu. Tveir öldungadeildarþingmenn í ríkinu hafa farið fram á það viö Griffin Bell, dómsmálaráðherra þess, að hann skipi sérstaka rannsóknar- dómara til að kanna málið. Billy Carter sagði sjálfur i viðtali við dagblað vestra að hann hefði fengið svo mikið bensín á hagstæðum kjörum einfaldlega vegna þess að ekki hefði verið um að ræða aðra bensinstöð nærri og hann því orðið að sjá nágrönnunum og viðskiptavinum sín- um fyrir nægu eldsneyti á bifreiðar þeirra. Forsetabróðirinn var spurður hvort samkeppnisaðilarnir hefðu einnig get- að notið hinna góðu kjara við sin bensínkaup. Honum varð ekki svarafátt fremur en fyrri daginn og benti á að í Plains i Georgiu hefðu ekki verið neinir keppi- nautar á þessu sviði. t. n' .... Söluhörn vantarí eftir- talin hverfi í Reykjavík: Hverfi 30 a. Hverfi 30 V Kleppsvegur Hverfi 1. Seltjarnarnes Lindarbraut Vallarbraut Miðbraut Melabraut að Bakkav. Skólabraut að Bakkav. Unnarbraut Bakkavör ásamt bæjum í kring. Laugarás Laugalandið Múlavegur Engjavegur Holtavegur Dyngjuvegur Sunnuvegur Hverfi 31 Kleppsspítalinn Holtav. frá Langholtsvegi Vikan Efstasund að Holtav. Skipasund að Holtav. Sæviðarsund að Holtav. Hverfi 32. Álfheimar Hverfi 2. Látraströnd Fornaströnd Selrtrönd Skólabraut rest Melabraut rest Suðurbraut ásamt bæjum í kring. Uppl. í síma 36720. ÍM.AND 1 Þórskaffi sunnudaginn 2.apríl kl. 19-1.00. Matur Kvikmynd Ásadans Randver Danssýning Bingó Uppákoma Þeir matargestir sem koma fyrir kl. 20.00 uerða sjálfkrafa þátttakendur í ferðahappdrœtti og fá ókeypis lystauka. Borðapantanir í síma 2 33 33 kl. 16-19 daglega. Pantið snemma því siðast varhúsfyllir! AUSTURSTRÆTI 12 SÍMI 27077 AW % LANDSÝN SKÓLAVÖRÐUSTÍG 16 SÍMI 28899 iSamvinnu- feróir _

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.