Dagblaðið - 23.07.1979, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 23.07.1979, Blaðsíða 2
DAGBLADIÐ. MÁNUDAGUR 23, JÚLÍ 1979. FRIÐUM HVALINN Bjarni hringdi: íslendingar ættu að breyta um stefnu í hvalveiðimálum og sam- þykkja að alfriða hvalinn. Það væri okkur til sóma. Mér frnnst það einhvern veginn Raddir lesenda lýsa siðferðilegum tvískinnungi þegar við stöndum að því að banna hvalveiðar frá verksmiðjuskipum, en greiðum atkvæði með hvalveiðum frá hvalstöðvum í landi. Hver er. munurinn? Er ekki hvalurinn drepinn í bæði skiptin? Hitt væri okkur meira sæmandi, að friða hvalinn algjörlega. Við íslendingar ættum að friða hvalinn, segir Bjarni. <J|K. ’Hafið þið heyrt um hjónin sem máluðu htísiö sitt með HRAUNl fýrif 12 árum, os ætla nú að endurmála það í sumar bara til að breyta um lit.” Sögurnar um ágæti þessarar sendnu akrýlmálningar, HRAUN-málningarinnar frá Málningu h/f magnast meö árunum,og hróður hennar eykst með hverju árinu, sem líður. Nú, eftir að HRAUN hefur staðið af sér íslenska veðráttu í rúmlega 10 ár, er enn ekki vitað um hinn raunverulegá endingartíma þess, sé það notað rétt í upphafi. Þess vegna gerir þú góð kaup, þegar þú velur HRAUN á húsið. HRAUN málning'f 10% BENSINSPARNAÐUR samsvarar 31 krónu pr. lítra. Allir sem fást við stilUngar bílvéla vita, að bensíneyðslan eykst um 10—25% milU kveikjustilUnga. Eftir isetningu LUMENITION kveikjunnar losna bíleig- endur algjörlega við þá eyðsluaukningu, sem sUtnar platín- ur valda, því í þeim búnaði er ekkert, sem sUtnar eða breytist. Meö LUMENITION vinnur véUn alltaf eins og kveikjan væri nýstillt. LUMENITION fylgir 3ja ára ábyrgð. Verð miðað við gengi 20.7. '79: KR. 46.000.- HABERG h( SIMI: 84788. Deildar meiningar eru um þátttöku i tveggja minútna miastoppi samstarfsnefndar ökumanna á fimmtudaginn. Ætli það megi ekki segja að þátttaka hafi verið mun minni en aðstandendur vonuðust til. DB-mynd Bj. Bj. LfTlL ÞÁTTTAKA í BÍLAST0PPI Bílstjóri hringdi: stóðfyrir. sama: að lítil þátttaka hafi verið í Ég er ekki sammála þessum Sveini Ég var einmitt að aka á fjöl- bílastoppinu. Oddgeirssyni sem segir í viðtali við farinni umferðargötu á þessum tíma Mér er sagt að á tveimur eða DB á föstudaginn að mikil þátttaka og biiarnir stoppuðu sko ekki þar. Ég þremur götum haft bílar stoppað. hafí verið i bílastoppinu sem svo- hef rætt við marga bílstjóra og gang- Kallast það „mikið stopp”? Það kölluð samstarfsnefnd ökumanna andi vegfarendur og þeir segja það finnst mér ekki réttnefni. Upplýsingaskilti um ferðir Akraborgarinnar vantar Páll Kristinsson hringdi: Af hverju er ekki skilti við Akra- nesvegamótin þar sem hægt er að finna upplýsingar um ferðir Akra- borgarinnar? Þetta væri til mikilla þæginda fyrir vegfarendur. Ég vil biðja DB að koma þeirri á- skorun á framfæri við rétt yfirvöld að slíku skilti verði komið upp. Akraborgin er vinsælt flutningaskip. En ferðirnar mætti auglýsa betur. Óhreinn guf ubaðsskápur Sigrún Sveinsdóttir hringdi: Ég fór i gufubað í Laugardals- lauginni á föstudagsmorgunn. Aðgangur kostar 600 kr. Þegar ég leit inn í skápinn minn sá ég að hann var rykugur og óhreinn. Ég fór í af- greiðsluna og kvartaði. Þar var mér illa tekið. Yfirmaður þarna sagði mér að snauta burt því ég væri sikvart- andi. Því spyr ég: Hefur maður ekki leyfi til að kvarta yfir svona hlutum? Er hægt að bjóða fólki svona óhreinindi? LEYFÐIKJARTAN SKIPA- KAUP í EIGIN KJÖRDÆMI? Togarajaxl hringdi: Sú ákvörðun Kjartans Jóhanns- sonar, sjávarútvegsráðherra, að stöðva togarakaup til Akraness og Norðfjarðar, orkar tvímælis. Enda virðast allir sem vit hafa á sjávarút- vegsmálum fordæma hana. Mér finnst ástæða til að vekja at- hygli á ummælum Sverris Hermanns- sonar, alþingismanns, í Morgun- blaðinu á föstudaginn. Hann segir þar m.a.: ,,En ég satt að segja átta mig ekki á þeirri pólitík að banna mönnum að selja mjög gamalt skip, éins og Barða á Ncskaupstað, fyrir nýlegt skip því andvirði Barða upp í þessi skipakaup er alveg fundið fé. Barðinn er orðinn tólf ára gamalt skip og rándýrt i rekstri.” Sverrir segir einnig í sama blaði að ákvörðun Kjartans sé undarleg þegar haft er í huga að hann hafi samþykkt að keypt væru tvö skip í eigið kjördæmi fyrir stuttu. Ef þetta er rétt þá er það reginhneyksli. Ráðherra lætur eigið kjördæmi sitja fyrir togarakaupum, en stöðvar þau í öðrum. Ég og fleiri heimta skýringar. Ákvörðun Kjartans Jóhannssonar, að stöðva togarakaup til Akraness og Nes- kaupstaðar, hefur mælzt misjafnlega fyrir.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.