Dagblaðið - 23.07.1979, Blaðsíða 21

Dagblaðið - 23.07.1979, Blaðsíða 21
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 23. JÚLÍ 1979. .... 21 Eftir leikár: MANNUF A SVIÐI í fyrrgetinni leikhúsferð til New York í vor fannst mér ekki ófyrir- synju að reyna til að sjá einhverja ögn af amerísku músíkali. Er ekki Broadway höfuðból og ættaróðal músíkalsins? Og eru ekki fordómar manns um amerísk músíköl einmitt einn af þeim rótgrónu hleypidómum um Ameríku sem vert er að láta reyna á — og uppræta hjá sér ef þeir ekki sannprófast? Það get ég ímyndað mér að fleiri túristar á Manhattan hafi fyrstu dag- ana svipaða sögu að segja og undir- ritaður að maður kemur í þann stóra stað með alls konar fyrirframhug- myndir um borgina og borgar- braginn, ekki bara heimsborgina miklu sem augað tekur ekki út yfir ofan úr þeim háu turnum, heldur líka lifið í borginni, fólkið, umferðina, viðmót í verslunum og veitinga- stöðum, götum og torgum, allt það sem að ferðamanni snýr nokkra daga í nýjum stað. Þetta á auðvitað jafnt við um aðrar borgir sem maður kemur til í fyrsta sinn, hvort heldur er Kaupmannahöfn eða Parísarborg — nemaeinatt held ég að fyrirframhug- myndir manna um New York, Ameríku og ameríkana, séu tor- tryggnari, neikvæðari, fjandsamlegri en um mörg önnur lönd og þjóðir. Nema þvi sé alveg öfugt farið og manni miklist fyrirfram hvaðeina sem sé að sjá og heyra? En svo reynast allar hugmyndirnar rangar þegar til kemur og hefst varla undan að leiðrétta þær meðan staðið er við. Um að gera að koma aftur, fara víðar, vera lengur, sjá meira kynnast! Eða svo fór að minnsta kosti í vor. Og það sýndi sig svo sem að hug- myndir manns um músíköl eins og þær hafa alist við bíómyndir, sjón- varpið, músíkalsýningar Þjóðleik- hússins voru dálítið villandi, vægt sagt. Þótt ég efist svo sem ekki um hitt að á Broadway megi lika finna sýningar til að staðfesta alla hina fyrri reynslu, hvort sem mönnum þykir hún góð eða vond, af þessari leiklistargrein, eins og svo mörgum öðrum. Var ekki hið skelfilega „smash-hit” Þjóðleikhússins í allan endilangan vetur.Á samatíma að ári, líka kynjað og upprunnið af Broadway? Þrjú músíköl En sem sé: músíköl. Dæmalaust fannst mér mikið til um Eubie „musical show” um tónlist eftir Eubie Black. En Eubie þessi Black er karl á tíræðisaldri og hefur víst alla ævina verið í „show business”, ég las i leikskránni að hann hafði samið fyrsta „svarta músíkal” sem sýnt var á Broadway, það var árið 1921. Þar með voru tendruð vonarljós fyrir alla svarta listamenn í Ameríku ser.i aldrei síðan hefur verið meinaður aðgangur að leiksviði á Broadway eins og áður var, sagði þar. En Eubie varð fyrir mig eins og vitrun af því hvað Broadway-músíkal í rauninni er — hin smitandi tónlist og yfir- burða leikni, fimi og tækni sýning- arinnar. Líklega marklaust að reyna að lýsa því. En það er að vísu nokkuð annað en ballettskólinn, Þjóðleikhús- skórinn, og okkar elskulega leik- skólafólk megnar á okkar heima- mannlegu músikal-sýningum, að þeim annars öldungis ólöstuðum. önnur sýning var í þessum svifum að fá verðlaun sem ársins besta músíkal á Broadway: Sweeney Todd, „musical thriller" eftir Stephen Sondheim og Hugh Wheeler. Þaðvar nú ekki síður ánægjuleg leikhúsferð og eftirminnileg dramatísk reynsla. Sagan er að stofni til melódrama frá viktóríutímanum og segir frá einum skelfilegum mannamyrði sem býst um sem rakari á Fleet Street í Lundúnaborg og sendir síðan norður og niður og selur i pylsu alla þá sem hætta sér undir hnífinn hjá honum. Hann er auðvitað, maðurinn, að hefna þeirra átakanlegu harma, sem á hann lögðust i æskunni og gjalda rauðan belg fyrir gráan gerspilltum höfðingjum, sem rændu konu hans og barni og ráku sjálfan hann blá- saklausan í þrælkun til Ástralíu. Þessi voðasaga, slungin og hrífandi tónlistin, paródisk og satírisk efnis- tök og vitaskuld þrautþjálfuð og ög- uð leik- og sýningartækni veittu aftur nýja sýn til þess sem músíkal-leikhús í rauninni megnar. Þriðja músikal var að sínum hætti ekki síður lærdómsrikt, það var sýnt á „svartri leiklistarhátíð er yfir stóð í Lincoln Centre í maímánuði: Second Thoughts eftir Lamar Alford, flutt af The Richard Allen Center for Culture and Art, sem að sögn sérhæfir sig í svörtum músíkölum. Einhvern veginn hafði mér aldrei hugsast að músikalið gæti líka verið einlægnislegt og al- vörugefið leikform, samið að raunsæisstíl og stefnu, — en hér var komin einföld og kannski dálítið barnsleg þroskasaga svartrar sálar, sjálfsagt höfundarins sjálfs og gæti efnisins vegna og efnistakanna verið eftir Birgi Sigurðsson eða annan íslenskan nýraunsæismann. Leik- urinn greinir, eins og sjónvarpið okkar jafnan tekur til orða, frá litlum negrastrák, uppvexti hans í svartri „slömm” og æsku á Kennedy-árum, uns hann er orðinn uppkominn maður og músíkalskáld og hefur unn- ið sér fram i leikhúsi. Það er þá sem karl fær eftirþanka, finnur hve fram- inn er holur og tómur, rennur upp fyrir honum það Ijós að list sinni beri honum að verja í þágu sinna svörtu bræðra og systra, þaðan senv skáldgáfa hans er runnin. Þetta var leikur sem vel má kalla hugnæman, ásjáleg og áheyrileg sýning fyrir alla muni, skemmtilegust kannski fyrir ögn stílfærðar, háðskar og ádeilnar smámyndir úr hversdagslifi í „slömminni”, lýsingu dagsdagslegs veruleika. Haltur ríður hrossi Eftir þessa reynslu og lærdóma var næstum átakanlegt, ef það hefði ekki verið svo skoplegt sem raun bar vitni, að sjá í Þjóðleikhúsinu nýjustu músíkalsýningu þess, Prinsessuna á bauninni. Það er nú búið að skamma þann vesalings leik og sýningu svo mikið að ekki er á bæt- andi. Enda er kannski sitthvað umhugsunarvert um Prinsessuna annað en akkúrat sýningin sjálf: annað eins hefur nú skeð eins og mis- ráðið verkefni mistakist i Þjóðleik- húsinu. Hitt held ég að sé óheyrt að músíkalsýning falli eins kylliflöt og þessi gerði, 10 sýningar, 3000 áhorf- endur las ég einhversstaðar. Hvernig skyldi nú standa á því? Einhvern veginn fannst mér ófullnægjandi sú skýring sem brátt mátti sjá i Þjóðviljanum, að enn ein kreppa, síðust og mest væri upp komin í auðvaldsheiminum. Væri kannski nær að tala um breyttan smekk og tíðaranda, allt aðra hug- myndatísku en fyrir tuttugu árum þegar þessi klúri og klunnalegi sam- setningar hefur kannski ein- hversstaðar þótt sniðugur. Raunar má vel hugsa sér íburðarmikla, létta og leikandi sýningu Prinsessunnar ef nægri atorku, fé og úthaldi væri til hennar varið. Hér var einkum um að ræða einhvers konar tilraun til íburðar, að vísu, bæði málhalta og handarvana. í blöðum var á dögunum eitthvað verið að ýfast út af tilkostnaði við Prinsessuna, og kom á daginn að enginn vissi gerla hvernig færa skyldi þá reikninga. Enginn virðist heldur vita hvernig og hvers vegna og til hvers akkúrat þetta verkefni hefur valist handa Þjóðleikhúsinu — eins og sé ekki allt fullt af brúklegum músíkölum í heiminum, ef endilega þarf að vera músíkal á vorin, sem vel má vera fyrir mér. Veit ég vel að þjóðleikhússtjóri og þjóðleikhúsráð ráða og bera líka ábyrð á verkefna- vali Þjóðleikhússins. En hvað gengur leikhússtjóra og leikhúsráði til með Prinsessunni, hvaða gagn og gleði héldu þeir að hún gerði áhöfn og á- horfendum leiksins, til hvers i ó- sköpunum var verið að setja þessi ósköp upp? Allt þetta væri vissulega gagnlegt ef Þjóðleikhúsið vildi upplýsa góðfúsa áhorfendur sína um, og hlýtur líka að vera leikhúsinu sjálfu alveg meinlaust. Af svörunum mætti væntanlega ráða hugmyndir leikhúsmanna sjálfra um hlutverk og tilgang leikhússins, menningarpólitik eins og hún birtist í verki. Til þess eru líka mistök að læra af þeim. Það er nú ekki að sjá, hvað sem reikningshaldi líður, að Prinsessan á bauninni hafi riðið á slig afkomu Þjóðleikhússins í vetur. Að minnsta kosti var þess getið í nýlegum blaða- fréttum um starfsemi leikhússins að aðsókn hefði í vetur verið svipuð og undanfarin ár, um það bil 120.000 manns, að mig minnir. Áður en menn fara að mikla fyrir sér þessa leikhús- sókn í seinni tíð má vel rifja upp að allra fyrstu starfsár Þjóðleikhússins var aðsóknin líka um það bil 100.000 manns á ári, eða jafnmikil og hún hefur aftur orðið á allra síðustu árum. Hvað um það: með normalli músíkal-aðsókn að Prinsessunni Guðmundar Steinssonar og sópaði strax að sér athygli og aðsókn. Nýstárlegasta sýning leikhússins í vetur. spænska leikritið um Goya, féll aftur á móti niður eftir fáeinar sýningar. Velgengni og vinsældir islenskra leikrita á undanförnum árum eru stundum höfð til að að halda fram þeirri skoðun að leikhúsin ættu að réttu lagi að helga sig alfarið islensk- um leikverkum og sýningum en skeyta sem minnst um annað — síðast minnir mig að ég sæi þessu haldið fram í Helgarpóstinum nýja í vor einhvern tima. Þetta er auðvitað firra sem orðum væri ekki eyðandi að ef henni væri ekki svo oli haldið á lofti. Þvert á móti er þaö eitthvert brýnasta verkefni leikhus anna að fást við erlendar leikbók- menntir samtímans og klassísk leik- húsverk samfara innlendum verk- efnum gömlum og nýjum. Fyrir aðeins fáum árum voru leikhúsin i Reykjavík einatt eins og gluggi út til umheims með sýningum sínum á nýjum og nýstárlegum samtímaleikj- um — meðan aðrar erlendar sam- tímabókmenntir sem máli skipta áttu og eiga varla nokkurn aðgang að bókamarkaði hér á landi. Það er auðvitað brýnt að þetta verkefni sé ekki afrækt þótt íslenskar leikbók- menntir ryðji sér til aukins rúms í leikhúsunum, en svo vel má það vera, hugsa ég, að Stundarfriður 'verði talinn marka einhvers konar tímamót í sögu samtímaleikritunar, er að því kemur að hún verði sögð. Ekki leikur vafi á því, í fyrsta lagi, að sinn fræga sigur á gagnrýnendum og Leiklist ÓLAFUR JÓN3SON hefði leikhúsið líklega slegið i vetur öll aðsóknarmet. Úr Iðnó hefur enn engin slík starfsskýrsla verið birt, svo ég hafi séð. En ætli hafi svo sem orðið neitt aðsóknarhrun, þar þótt miður hafi gengið en nokkur undan- farin ár þegar leikhúsið hefur siglt sem hæstan byr á velgengni nokkurra nýrra íslenzkra leikrita? Nýtt raunsæi? Hinu margumrædda nýja blóma- skeiði íslenskrar leikritunar, samfara vaxandi almennum leiklistaráhuga á síðustu árum á Þjóðleikhúsið líka að þakka velgengni sína í vetur. Síðasta leikrit Jökuls Jakobssonar gekk þar fullum fetum allt leikárið og |undir vor kom Stundarfriður öðrum áhorfendum vann leikurinn fyrst og fremst út á sjaldgæfa hag- virka og útsjónarsama meðferð verksins á sviðinu. Efni og aðferð stil og stefnu. Stundarfrið má vel kenna við „nýtt raunsæi” eins og svo margt annað, bæði í skáldsagnagerð og leikritun i seinni tíð. Bæði rithátt- ur leiksins og leikmátinn á sýning- unni stefna efninu í snið hins ýtrasta natúralisma, vill sýna áhorfandanum sjálfan sig í spegli. En raunsæi eða nátúralismi Stundarfriðar, er „smá- sær” ef svo má segja,, bæði rithátt- ur og leikstíll stefnir að nákvæmri endurspeglun veruleika í smáatriðum sínum, en klipping og samskeyting efnisatriðanna færir efnið í stílinn og út í öfgar í samhengi leiks og sýningar í heild. Hitt er í öðru lagi eftirtektarvert um Stundarfrið að samtiðarlýsing leiksins, gagnrýni og ádeila hans á nútíðarlíf og lifshætti, frekar en sjálfar manngerðirnar í leiknum, er öll á siðferðislegum rökum reist. Öndvert hinni tækni- og kaupvæddu nútíð, ósælli, og strangt tekið ban- vænni, er haldið fram hugmynd um miklu einfaldari, frjórri, lífvænni mannlífshætti, óbrengluð lífsgildi fyrri daga, fjölskyldu- og þar með samfélagshátta. Slík og þvílík nostalgía, vegsömun fornra dyggða og gilda, oftast í gömlu góðu sveit- inni, er vitanlega alkunn fyrir í alls konar bókmenntum, háum sem Iágum, og kannski til þessa órofa þáttur þeirrar raunsæishefðar sem ráðið hefur bæði skáldsagna- og leik- ritagerð okkar um ár og aldur. Er ekki orðin þörf fyrir „raunsæi” sem dýpra ristir, tekur okkar eigin samtið og samtíma veruleika, þar með hugmyndir sjálfra okkar um hann, til djúptækari rannsóknar en felst eða falist getur í þessum hefð- bundna harmagrát um lífsháskann af öllum okkar lífsgæðum? Nýir vendir Einhver kann að hafa átt von slíkra eða þvílíkra vinnubragða í okkar nýjasta leikhúsi: Alþýðuleikhúsinu sunnandeild sem í vetur hefur starfað við góða aðsókn og orðstír í Lindarbæ. En ekki rættist nein slík von af fyrsta innlenda verkefni leik- hússins sem nú mun um það bil út- gengið. Hér skal ekki aukið orði við fyrri umsögn um Blómarósir Ólafs Hauks Símonarsonar sem mér virtist i meginatriðum misheppnað verk. En Alþýðuleikhúsið sjálft er einkar athyglisvert fyrirtæki. Og fjarska finnst mér þesslegt að „sunnandeild” þess sé í eðli sínu óskylt leikhús hinu upprunalega Alþýðuleikhúsi á Akur- eyri sem aldrei óx upp úr barnsskón- um. Leikhúsið nýja í Lindarbæ kann fyrst og fremst að eiga að verða starfsvettvangur fyrir unga skóla- gengna leikara sem enn fá ekki inni i eða rúmast ekki í Þjóðleikhúsinu eða Iðnó. Það er sjálfsagt góðra gjalda vert að reka á þann máta gróðrarstíu fyrir okkar reglulegu leikhússtofnan- ir. En slík starfsemi felur ekki af sjálfsdáðum í sér þau nývirki, nýstefnu í leiklist sem Alþýðuleik- húsið í orði kveðnu vill framfylgja. Að svo komnu er samt enn of snemmt að meta í hvora áttina Alþýðuleikhúsið stefnir í sinni núverandi mynd. Af því að í vor kom til nokkurrar umræðu um leiklist í útvarpi og sjónvarpi má líka ntinna á hitt að einnig þessar stofnanir þurfa á nýjum leikurum, nýstefru og nývirkjum að halua i a lista.rr ilum sinum. F.ngin ástæðaer 1 aö reka tvarps- g sjón- varpslei' .. g þcir væru i.nn i dag útibú fra „gomlu Iðnó” — eða réttara sagt frá þeirri rótgrónu leik- hússtofnun sem þar er upprunnin en i dag ræður Þjóðleikhúsinu og brátt hinu tilkomandi Borgarleikhúsi. Toppurinn Jrá Finnlandi f • 26 • 60% BJARTAR/ MYND EKTA VIDUR: PALFSAiui 50ÁRA • SENDUM UM ALLT LANDIÐ ► rt/T. *"' MYND MLLKOMIN ÞJÚA/USTA SERSTAKT KYNNINGARVERÐ VERÐ: 578.800.- STAOGR.: 556.648. BUÐIN SKIPHOLT119. SÍMI29800

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.