Dagblaðið - 23.07.1979, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 23.07.1979, Blaðsíða 1
p i i i i i i i i i A 5. ÁRG. — MÁNUDAGUR 23. JÚLÍ 1979— 165. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚI.A 12. AUGLÝSINGAR OG AFGRKIÐSLA ÞVERHOLTI 1 l.— AÐALSÍMl 27027 Frani&dsia íslenzks bensíns er raunhæfur möguleiki —15-20% dýrara en núverandi inn- flutningsverö á bensíni? -sjábls.22 íslenzkt bensin? Nei, af og frá að það geti staðizt, hugsa liklega flestir. Enda hefur viðtekin venja verið sú i oliuframleiðslurikjum að bora el'tir oliunni á landi eða sjó. Og fátt bendir til þess að á íslandi eða við strendur (slands sc að tlnna oliuauðlindir til að framleiða úr islenzkt bcnsin. En Bragi Árnason, prófessor i efnafræði, talar um íslenzka bcnsinframleiðslu hreint cins og sjálfsagðan hlut. Til þess þarf að virkja vatnsföll til raforku- framleiðslu, grafa mó úr mýrlendi og/cða flytja inn kol. í viðtali við DB segir Bragi m.a. að ef reist væri á íslandi verksmiðja sem fullnægði um hclniingi cldsncytisþarfar þjóðarinnar þá mæ'tti framleiða háoktan bensin á vcrði sem er um 15—20% hærra cn núvcrandi inn- flutningsverðbensins. ,,Ég er ekki i minnsta vafa um að með þeirri tækniþekkingu scm fyrir hendi cr cr hægt að framleiða eldsneyti á íslandi sem fullnægir eftirspum i landinu. Jafnvel er út- flutningur á eldsncyti héðan mögulegur,” segir Bragi Árnason. Sjá nánar á bls. 22. -ARH. Hjóna með tvö börn á skemmti- ferðabáti leitað — Fóru að þvíer bezt er vitað áleiðis til Ólafsvíkur ígærmorgun Skemmtisiglingabáts sem á cru hjón með tvö börn er nú ákaft leitað. Ekki hefur til hans spurzt síðan i gærmorgun að siglt var frá Reykjavík að þvi er talið er áleiðis til Ólafsvíkur og síðan í Breiðafjarðareyjar. Sagði Jóhannes Briem hjá SVFÍ i morgun að enn hefði ekki náðst i neinn sem vissi um nákvæma ferðaáætlun bátsins, sem ber nafnið Sæljón. Ætlaði eigandi bátsins að vera búinn að hringja heim, en sú hringing hefur ekki komið. Báturinn hefur 60 hestafla vél og sigling til Ólafsvikur ætti ekki að taka nema4—5 tíma. Rjómalogn hefur verið á þessum slóðum allan tímann og gæti því báturinn verið hvar sem er. í bátnum er CB-talstöð, svo hann á að geta látið til sin heyra. Búið er að hafa samband við allar hafnir á leiðinni til Ólafsvíkur án árangurs. Gæzluvélin hefur flogið yfir siglingaleiðina en hefur ekki orðið neins vör ennþá. Skip og bátar á þess- um slóðum hafa ekkert séð. Sæljón er nýuppgerður bátur og er í fyrstu för eftir þá standsetningu. Eig- andi hans er ættaður að vestan og stundaði þar áður sjó en býr nú i Kópa- vogi. Margir sportsiglingabátar eru nú á Breiðafirði en enginn her r, svo vitað sé, heyrt eða séð til Sæljón . en 'á. ASl. Lífskjör og lýðræði daglegs Iffs — Sjá kjallaragrein Sigurðar Líndal ^ ábls.ll Enginn nálgast Húsavíkur- af rolr i A — sjá ökuleikniskeppni BFÖ mremo 0gDBábis.5 Sól fyrir sunnan, kalt fyrir norðan Samaveðri spáðáfram „Við búmst við svipuðu veðri, að minnsta kosti í dag og á morgun,” sagði Gunnar Hvammdal veður- fræðingur í morgun. „Það er nóg af lægðum til en þær virðast ekki stefna hingað í bili. Svo áfram verður léttskýjað á Suðvestur- og Vesturlandi en aftur á nióti skýjað og jafnvel þokuloft á Norðaustur- og Austurlandi. Áfram verður kalt fyrir norðaustan. Það breytist ekki fyrr en við fáurn virkilega djúpa lægð með nógu af heitu lofti. En slik lægð myndi fyrst og fremst þýða mikla rigningu á Suðvesturlandi. Og ekki fer að hlýna fyrir norðan fyrr en fer að rigna hér,” sagði Gunnar. Helgarveðrið á suðvesturhorninu var með eindæmum gott. Sólin skein í heiði allan laugardaginn og á sunnu- daginn frá klukkan þrjú. Enda var umferð mjög mikil út fyrir Rcykjavik og hvarvetna í borginni lá fólk í sólbaði. Árangurinn mátti sjá i gær- kvöld þegar sólbrún andlit og jafnvel sólbrennd, blöstu við hvert sem litið var. Þó ljótt sc að segja það Norðlendinga vegna vonast liklega meirihluti landsmanna cftir sama veðri miklu lengur. -DS. Ralf krossá Kjalarnesi: Formaðurinn sigraði ónnur rall-kross keppni Bif- reiðaíþróttaklúbbs Reykjavíkur fór fram i landi Móa á Kjalarnesi í blið- skaparveðrí á laugardaginn. Sigurvcg' i keppninnar varð Árni Árnason, ormaður klúbbsins. Hann ók Volkswagen og bezti tími háns var 5.08 mínútur. Annar varð Hjörtur B. Jónsson á Fíat 128. Bczti timi hans var 6.46 minútur. Þriðji í röðinni varð Rúnar Hauksson á Volkswagen. Bezti tími hans var 7.28 mín. Keppni þessi gefur stig til fslands- meistaramótsi rall-krossi. -GM.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.