Dagblaðið - 23.07.1979, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 23.07.1979, Blaðsíða 12
12 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 23. JÚLÍ 1979. Framtíðarstörf Verzlunar- og þjónustufyrirtæki í Reykjavík ósk- ar eftir að ráða í eftirtalin störf: Skrifstofustarf — háifan daginn Við leitum eftir duglegri og ábyggilegri stúlku með góða reynslu í alhliða skrifstofustörfum. Viðkomandi þarf að geta unnið algerlega sjálfstætt. Starfið felst m.a. í undirbúningi bókhalds til tölvuvinnslu, toll og verðútreikningum, vélritun og telexsendingum. Laun samkvæmt samkomulagi. Afgreiðsla — símavarzla Okkur vantar van.i manneskjutil afgreiðslustarfa,sem jafn- framt gæti annazt símavörzlu og fleira tilfallandi, frá kl. 9—6 virka daea. Umsækjendur hafi samband við auglýsingaþjónustu Dag- blaðsins, í síma 27022. . TILSÖLU ROVER 3500 Þetta er happdrættisvinningur. Okeyrður. Allar nánari upplýsingar hjá HÚSOGEIGNIR BANKASTRÆTI6 - SIMI28611 gerirsvefn- pokann FRA BLAFELDI léttan, fyrirferöarlítinn og dúnhlýjan. Aðeins 1,9 kg. FÆSTiÖLLUM SPORTVÖRUVERZLUNUM DÚNVATT (HOLLOFIL) Byltingin í íran —athugasemdir við f réttaf lutning Það er alltaf ánægjulegt að verða vitni að því hversu staðfastlega Morgunblaðið útbreiðir málstað rétt- lætis og sannleika t heimi hér. Lengi hef ég undirritaður verið þess fýsandi að vekja máls á þeirri meðferð sem heimsmálin fá hjá Mbl. Einkum er mér ofarlega i huga „umræða” um byltinguna í íran, sem er dæmigerð fyrir Mbl. íran er fjarlægt land og þjóðhættir þar okkur íslendingum framandi. Flestir munu þó hafa kannast við það, að þar ríkti um skeið keisari nokkur, Reza Pahlavi að nafni. Mbl. skýrði reglulega frá þeim auðnu- manni, aðallega í dálkinum Fólk í fréttum, og birti jafnan mynd af fjölskyldu hans með. Var þess getið hversu mörg börn þau hjónakorn ættu, hve gömul þau væru og tekið fram ef þau ættu við einhverja erfið- leika að stríða, veikindi eða þess háttar. Ef eitthvað markvert gerðist fór það ekki framhjá Mbl. og séð var til þess að fslendingar væru nokkuð upplýstir um fjölskyldu þessa. Hins vegar fór minna fyrir umfjöll- un um þjóðfélagsástand í íran almennt, en það gerði líka ekkert til þar eð samkvæmt hugmyndafræði Mbl. skiptir mestu að greina frá athöfnum einstaklinga. Þá er fram- vinda sögunnar útskýrð. Þess vegna brugðust margir ókvæða við þegar Mbl. neyddist til þess að beina athyglinni frá friðsæl- um faðmi fjölskyldulifs keisarans að götuuppreisnum og ofbeldi í riki hans. í byrjun árs 1978 fóru að berast frásagnir af mótmælagöngum sem farnar voru í borginni Qum til þess að lýsa yfir andstöðu við ummæli keisarapressunnar um Ayatollah Khomeini, yfirklerk sjííta- trúflokksins, sem flestir íbúa írans tilheyra. Þess var getið að nokkrir hefðu fallið í átökum við lögreglu. Keisaranum lukkaðist þó blessunar- lega að sýna rumpulýð þeim sem svo dólgslega lét að frekari framhleypni yrði ekkiliðin. Að svo komnu virtist allt falla í ljúfa löð aftur og hin ypparlega keisarafjölskylda upphóf dagdrauma sína þar sem frá var horfið. En áður 40 dagar voru úti bárust fregnir af uppreisn í Tabriz, og það sem gerði frásagnir öllu tregafyllri fyrir viðkvæma sál keisarans var að herinn í plássinu neitaði að skjóta á fólk það sem reis upp gegn veldi keisarans. í tvo daga ríkti mikið óvissuástand, en að lokum tókst að bæla uppreisnina niður og féllu nokkur hundruð manna. Fréttir af þessu tagi bárust reglu- lega frá íran á liðnu ári og urðu lýsingarnar æ skelfilegri efdr því sem á leið. Þeir sem voru þeirrar gæfu aðnjótandi að styðjast við fleiri heimildir en Mbl. sáu að nokkurs misræmis gætti í fréttaflutningum frá einu blaði til annars. Dæmigert var þegar hermdar voru tölur fallinna. 8. september 1978 var mörgum minnisstæður. Þá voru farnar fjöl- mennar mótmælagöngur um allt íran og voru uppi hafðar skeleggar kröfur er beindust gegn keisaranum. Ekki einasta vildu menn hann frá völdum, hinir „áköfustu” vildu hann feigan. Eins og segir í Mbl. 9. sept. '78 hófu hermenn í Teheran vélbyssu- skothríð gegn varnarlausu fólkinu. ,,Um hundrað drepnir” segir í fyrir- sögn og er blaðið aðeins örlátara á líkin en írönsk yfirvöld þess tíma, því að þau töldu að einn eða tveir tugir manna hefðu fr>llið í þessu blóðbaði. En hvorug talnanna kemur nokkurs staðar nálægt hinu raunverulega mannfalli. 8. september voru í stærsta kirkjugarði Teheran skráð tæp 4000 dánarvottorð á lík er höfðu fundist með byssukúlur í sér. Jafnvel tala Mbl. er langt frá því að gefa fólki hugmynd um þá sláturtíð sem stóð þennan dag. Þetta var aðeins einn dagur í einni borg. Hvað bætast mörg mannslíf við þegar allir hinir dagarnir og allar hinar borgirnar eru talin með? Bankamaður heimsauðvalds Um þessar mundir er í öllum fjöl- miðlum haldin nákvæm skrá yfir aftökur á böðlum keisarans í íran. Þeir munu nú vera eitthvað um 260, sem teknir hafa verið af lífi. Það hleypir illu blóði í mann að hugsa til þess, að auðvaldspressan skuli halda skrá yfir þessi úrhrök í stað þess að greina nákvæmlega frá því hversu mörgum þúsundum var fargað á valdaferli keisarans, eða þó ekki væri nema síðasta ár þess blóði drifna ferils. Ekki er minnst á þá 100.000 Þann 9/3 sl. birti Dagblaðið kjallaragrein, sem ég skrifaði að beiðni þess, um vandamál þess fólks, sem reka verður heimili sín i leiguhús- næði á þeim „frjálsa” markaði sem hér tíðkast. Ræddi ég þar þessi mál nokkuð almennt, með sérstöku tilliti til þeirra sem ekki hafa, eða hafa haft efni á að fjárfesta. Nú eða hafa önnur áhugamál en kerfisspila- mennsku, en slíkt þykir sumum verra en guðlast. Sagði ég þar m.a.: ,,Það gefur auga leið að fjölskyldur með einföld verkamannslaun, eins og þau tíðkast hér, óryrkjar og gamalt fólk, sem ekki hetur annað fyrir sig aði leggja en tryggingabætur, hafa enga möguleika haft til að fjárfesta.” Einnig ræddi ég þar sérstaklega um kjör einstæðra foreldra. Eftir birtingu greinarinnar reis upp maður að nafni Carl J. Eiríksson og kynnti sig sem verkfræðing og leigusala, fyrst í simtali við mig og síðan með rúmfrekri grein í Dag- blaðinu. Virtist honum mikið niðri fyrir vegna þess að ég hafði ekki nefnt orðið arfur í téðri grein og kvaðst hafa eignast húsnæði sitt með þeim hætti. Var helst að heyra að maður þessi væri haldinn einhverjum þeim einkennilegheitum að telja um- ræður um húsnæðismál alþýðu hljóta að snúast um sjálfan hann per- sónulega. Síðan hefur maður þessi trekk í trekk riðið fram á ritvöllinn í miklum talnareyk, til að reyna að,,,sanna” að leigjendur hér á landi búi almennt við betri kjör en ibúðaeigendur. Er helst að skilja að þessi maður sé einn þeirra fáu hér á landi, sem aldrei hefur heyrt getið um lóðabrask eða íbúðabrask i gróðaskyni og til að fela peninga á ýmsan hátt fengna. Engin „allsherjar millistétt" Kjör leigusala segir hann þau, að þeir verði að hlaupa kauplaust á eft- ir leigjendunum til að reyna að kria út úr þeim hungurlús upp í tapið af því að leigja þeim í verðtryggðum húsakynnum sinum. Hann var þó búinn að reikna sjálfur um 11 millj. afrakstur af útleigu 40 íbúða blokkar, er allur kostnaður hafði verið greiddur, líka skattar. Það er vitaskuld matsatriði hvort slíkt telst mikið, og venjulegur máti útúr- snúningamanna að rífast um hvort kalla eigi afraksturinn gróða eða vinnulaun leigusalans. Ég lét eftir mér að svara manni þessum tvisvar, vegna villandi um- mæla og rangfærslna í sambandi við kjör leigjenda þrátt fyrir sífellda til hneigingu hans til að færa málið frá málefnalegum grundvelli og yfir á persónulegan vettvang. Ennþá þann 2. júlí sl. birtist romsa eftir Carl þennan og því miður að mestu endurtekning á útúr- snúningum og rangfærslunum sem ég var að svara í siðustu grein minni. Hann t.d. tvöfaldar öll vinnulaun, gerir ráð fyrir tveim fyrirvinnum í hverri fjölskyldu og reiknaði sjálfur þannig að leigjendur hefðu kr. 400— 600 þúsund á niánuði og reiknaði leiguna sem hlutfall af því. Síðan bjó hann til dæmi um ibúðakaup, sem ég er tvívegis búinn að segja honum að séu i harla litlum tengslum við kjör þess fólks, sem ég var að ræða um, þótt þau tíðkist trúlega hjá verk- fræðingum. Ástæðan fyrir því að ég ión frá PálmhouS hef svarað þessum talnaromsum er einmitt sú, að þar' birst óvenju greinilega sá hug háttur sem víða verður vart hjá rjómafleyturum hérlendum að allir búi við svipuð kjör og líka aðstöðu. Að hér sé upp til hópa ein stétt, einhverskonar allsherjar millistétt, sem dundi við að spila á „kerfið” með tilheyrandi skólabræðralagi og samböndum. Það er t.d. nokkuð vist og stutt minni reynslu, að konur verkamanna vinna ekki úti í ríkara mæli en aðrar, jafnvel síður. Kemur þar til hvort- tveggja, að eigi þær börn mega þær , þakka fyrir ef launin þeirra duga fyrir barnagæslunni, og eins hitt að þessar konur eru án flestra sér- réttinda oft og tíðum, og finna sig vanbúnar til þeirra starfa sem fást. Þá er verkafólk oft íhaldssamara vegna minni tengsla við margt það sem ríkir í nútímanum, en sumir aðrir hópar samfélagsins. Það hefur líka sín áhrif. Hér vantar flest sem hægt er að kalla skipulagða fullorðins- fræðslu. Fólkið með lægstu launin Carl segir í grein sinni m.a. ,,Ég held að efnaðir leigjendur séu engin undantekning.” Því miður er ekki nóg að halda. Samkvæmt opinberum hagskýrslum búa um 80% þjóðar- innar í eigin íbúðum. Og eftir skýrslu Jóns Rúnars Sveinssonar félags- fræðings frá 1975, en sú skýrsla fjallar um könnun hans á þessum málum hér í Reykjavík, og var unn- in í tengslum við háskólanám hans. Er hún helsta marktæka heildar- könnunin á þessum málum hér, sem ég veit um. í skýrslunni er staðfest að rúm 80% ibúa hér búa í eigin í- búðum og rúm 18% í leiguhúsnæði. Nokkur hópur er vistaður á sjúkra- húsum og öðrum stofnunum. Eftir reiknikúnstum Carls mætti ætla að þessi 18% væru einkum hátekjufólk sem lifði í lúxus og safnaði spari- skírteinum. Könnunin bendir hins- vegar ekki til þess. Þar kemur fram að þeir hópar, sem helst er að finna í leiguhúsnæði eru: 1. Fólk undir þrítugu. 2. Fólk af stétt 3, en í þá stétt flokkar könnuðurinn iðnaðar- menn (sem ekki eru at- vinnurekendur), iðnnema, sjómenn, verkamenn, fólk í þjónustustörfum án starfsmenntunar og öryrkja (Athyglisvert er hve leigjendur yfir 50 ára eru fjölmennir í stétt 3). Þarna er sem sagt fólkið með lægstu launin. Um 60% leigjenda tilheyrðu þessum hópi samkvæmt könnuninni. Kemur mér það ekki á óvart. 3. Gamalt fólk. 4. Hópur svo sem einstæðir foreldr- ar, sem eru annar stærsti hópurinn. Stundum verða mörk þessara ýmsu hópa dálítið óskýr, en vís- bendihgin um kjör leigjenda er býsna skýr, ekki síst þegar haft er í huga að aðeins 9% leigjenda tilheyra stétt 1 en í þá stétt flokkast stærri at- vinnurekendur, æðri embættismenn, stjórnendur fyrirtækja og fólk sem lokið hefur háskólaprófi. Það er því miður fátt sem bendir til að Carl Eiríksson hafi rétt fyrir sér í því að leigjendur séu efnafólk. En annar eins útúrsnúningameistari verður sjálfsagt ekki i vanda að mata reikni- 'áhöldin svo að útkoman verði öfug við kannanir og reynslu. „Allt tal um að hafa efni á að borga lánskostnað er bull,” segir þessi mikli meistari, „því kaup og annað hækkar í takt við verðbólgu, ef litið er til langs

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.