Dagblaðið - 23.07.1979, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 23.07.1979, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 23. JÚLÍ 1979. MMBIABW frjálst,óháð dagblað Útgefandi: Dagblaðið hf. Framkvœmdastjórí: Svoinn R. Eyjóffsson. Ritstjórí: Jónas KKstjánsson. Ritstjómarfulltrúi: Haukur Helgason. Skrífstofustjórí rítstjóman Jóhannes Reykdal. Fréttastjóri: Ómar Valdimarsson. Íþróttir Hallur Simonarson. Menning: Aðalsteinn IngóHsson. Aðstoðarfróttastjórí: Jónas Haraldsson. Handrít: Ásgrímur Pálsson. v-r Btaðamonn: Anna Bjamason, Ásgeir Tómasson, Atli Steinarsson, Brági Sigurösson, Dóra Stefánsdótt ir, Gissur Sigurðsson, Gunnlaugur A. Jónsson, óltafur Geirsson, Siguröur Svorrisson. Hönnun: Guðjón H. Pálsson. Hilmar Karisson. Ljósmyndir Ámi Páll Jóhannsson, Bjamlorfur BjamleHsson, Hörður Vilhjálmsson, Ragnar Th. Sigurðsson, Sveinn Þormóösson. Skrífstofustjórí: Ólafur EyjóHsson. Gjaldkeri: Þráinn ÞoríeHsson. Sölustjórí: Ingvar Sveinsson. DreHing arstjórí: Már E.M. Halldórsson. Ritstjóm Siðumúla 12. Afgraiðsla, áskríftadeild, auglýsingar og skrifstofur Þverholti 11. Aðalsimi blaösins er 27022 (10 Knur). Setiung og umbrot Dagblaðið hf., Síðumúla 12. Mynda og plötugerö: Hilmir^if., Siðumúla 12. Prentun: Árvakur hf., SkeHunni 10. Verð í lausasölu: 180 krónur. Verö í áskrift innanlands: 3500 krónur. Öryggisleysid mikla Farmannaverkfallið í vor minnti okkur óþægilega á, hve háðir við erum samgöngum við útlönd. Umtalsverður hluti fæðu okkar kemur frá útlöndum; helmingur orkunnar, er við notum; svo og flestar vélar og tæki. Styrjöld úti í heimi gæti hæglega einangrað ísland frá umheiminum að miklu eða öllu leyti um skamman éða langan tíma. Þótt við vonum, að svo verði ekki, er það skylda okkar að hafa einhverja hugmynd um, hvernig bregðast skuli við. Einna sizt er hætta á matarskorti. Töluverðar birgðir af fiski eru jafnan í geymslum vinnslustöðvanna. Þessar geymslur fyllast og tæmast, en að öllu samanlögðu ætti jafnan að vera til nægur forði fyrir landsmenn til langs tíma. Svo vel vill til, að yfirleitt ganga frystigeymslurnar fyrir innlendri raforku, sem ekki ætti að bregðast, þótt ísland einangraðist af einhverjum orsökum. Því miður er ástandið ekki svona gott á öðrum sviðum. Nærri allt atvinnulíf þjóðarinnar byggist á innfluttu eldsneyti. Og við höfum nú komizt að raun um, að þetta er orðin lúxusvara, sem stundum er ekki einu sinni hægt að fá, þótt boðið sé uppsprengt verð fyrir hana. Við höfum ekki einu sinni komið okkur upp birgðum af bensíni og olium til nokkurra mánaða. Við notum skipsfarmana jafnóðum. Og verði seinkun á olíuskipi, komast olíufélögin strax í vanda. Einu verulegu olíubirgðirnar í landinu eru í eigu Atlantshafsbandalagsins. Ástæðulaust er að gera sér vonir um, að á styrjaldartímum sé hægt að fá af þessum birgðum til borgaralegra þarfa. Þetta eldsneyti er einmitt varðvéitt til hernaðar. Það skiptir kannski ekki miklu, þótt dráttar- vélarnar stöðvist í landbúnaði. Verra er, þegar stöðvast samgöngurnar, lífæð atvinnulífsins í landinu. Allra verst er þó, að olíuleysi mundi í einu vetfangi stöðva fískveiðar okkar, hornstein nútímaþjóðfélags á íslandi. Ekki þarf einu sinni styrjöld til aðhindrainnflutning eldsneytis. Engin leið er að spá um, hvað samtökum olíuframleiðsluríkja getur dottið í hug að gera til að vekja athygli umheimsins á því, hve merkileg afurð olían er. Við getum ekki heldur skákað í þvi skjólinu, að í Sovétríkjunum séu alténd ekki við völd neinir ofsa- trúarklerkar af trú Múhameðs, heldur bara gamaldags og traustir kaupsýslumenn af trú Mammons. Sú staða gæti komið upp, að Sovétmönnum þætti henta að beita okkur pólitískum þrýstingi á viðkvæmu sviði. í leiðara Dagblaðsins á fímmtudaginn var því haldið fram, að innflutt eldsneyti væri orðið svo dýrt, að hliðstætt eldsneyti heimatilbúið væri um það bil orðið eða að verða samkeppnisfært. Var þar átt við framleiðslu vetnis úr vatnsorku með rafgreiningu og framleiðslu hefðbundinna bensín- og olíutegunda úr vetni með kolefni úr mó. Það er ekki aðeins fjárhagslega hagkvæmt að hefja nú þegar af fullum krafti undirbúning að hönnun þeirra orkuvera og iðjuvera, sem til þarf. Það er þar á ofan beinlínis nauðsynlegt öryggis okkar vegna. Þetta eru engar skýjaborgir. Tæknin er komin á það stig, að telja má barnaleik að framleiða bensín og olíur úr mó og vatni. í því á ekki að vera fólgin nein hætta áKröfluævintýri. Við getum vel gert okkur í hugarlund, hve notalegt yrði að vera engum háður í orku, hvorki í landi, á sjó né í lofti. Að því eigum við að stefna, ekki hægum nefnda-skrefum, heldur hröðum yinnuskrefum. Bandaríkin: Óábyrg afstaöa við Chappaquidd- ickáriðl969 V K —fyrsta viðtal sem Edward Kennedy öldungadeildar- þingmaður veitir um slysið umtalaða Edward Kennedy, öldungadeildar- þingmaður, er talinn sá í hópi demó- krata í Bandaríkjunum, sem auðveld- ast ætti með að ná útnefningu til framboðs til embættis forseta lands- ins. Er Jimmy Carter núverandi for- seti þar ekki undanskilinn. Ljóst er þó að leið Kennedys í þennan mikla valdastól yrði ekki án erfiðleika. Þó svo að hann sé og hafi um langt skeið verið talinn sá sem kjósendur í Bandaríkjunum vildu helzt að yrði forseti á hann sér að sjálfsögðu ýmsa andstæðinga bæði innan og utan Demókrataflokksins. Þegar rætt er um möguleika Edwards Kennedys og horfur á þvi að hann fari í forsetaframboð á næsta ári koma tvö atriði til álita. Hið fyrra er það að hann hefur aldrei viður- kennt að hann hyggi á framboð, hvorki fyrir kosningarnar 1976, þegar hann stóð við fullyrðingar sínar um að gera það ekki né nú Foreldrar Mary Jo, Joseph Knpcchne og eiginkona, við útför hennar 1 júli 1969. Mary Jo drukknaði er bifreið Edwards Kennedys var ekið út af brú við ( happaquiddickeyju. Leiðir til spamaðar - Flugvéla- fæðið Þegar Flugleiðir eru að draga saman seglin vegna rekstrarerfið- leika, sem stafa af olíukreppu, vax- andi samkeppni, flugbannsins á DC- 10 þoturnar og vegna aukins stjómunarkostnaðar, þá verður starfsliði félagsins, sem jafnframt eru eigendur, hugsað til þess hvernig bæta megi reksturinn. Sjálfsagt er ég einn af mörgum innan fyrirtækisins, sem hugleiðir slíkt og þá það sem mér stendur næst og sjóndeildarhringur minn nær yfir. Rækjan flutt fram og til baka frá íslandi Frá sameiningu félaganna er búiö að kaupa mat erlendis frá fyrir N- Atlantshafsflugið, sem veiftur er á leiðinni Keflavík — New York, og á ég þar við heitan mat frá Grimsby, sem fluttur er þaðan til Luxem- borgar, lestaður þar og siðan flogið með til Keflavíkurflugvallar. Þessum skömmtum fylgir einnig rækja, sem flutt er frá íslandi til Luxemborgar, sett þar i skál ásamt öðrum matar- tegundum á bakka, stungið síðan í flugvélalestina og flutt til Keflavíkur- flugvallar. Að lokum er svo þessi margflogna fæða borin til farþega á leiðinni Keflavík — New York. Chicago, Baltimore. Væri ekki hægt mér er spurn. Nú og til að gæta gráu ofan á svart, er áætlað aðkaupa frá sama fyrirtæki í Grimsby, heitan morgunverð til notkunar á öllu morgunflugi til Evrópu. Kalkúnar og kanelsnúðar frá Bandaríkjunum í dag er framreiddur morgun- verður með reyktri skinku frá Dan- mörku, úrbeinuðum kalkúnum frá Bandaríkjunum og kanelsnúðum frá sama landi. Þetta gerist á sama tíma og verið er að flytja héðan af landi matvæli á niðurgreiddu verði, sem ég fæ ekki betur séð en að mætti alveg eins nota um borð í flugvélarnar, handa farþegum. Auðvitað yrði að njóta aðstoðar íslenzkra fyrirtækja til að vinna hráefnið til neyzlu. Sann- gjarnt væri að Flugleiðir fengju hrá- efnið á útflutningsverði, vegna þess að neytendumir, farþegarnir eru að langmestu leyti erlendis og fæðunnar neytt utan íslenzkrar lögsögu. Nota dauða tímann til að vinna matinn í f rystingu Að mínu áliti mætti vel nota lambakjöt og fiskafurðir margs konar, til skiptanna i flugvélarnar. Vetrarmánuðirnir, þegar minnst er að gera i flugeldhúsinu, yrðu notaðir til að vinna matinn í frysti- geymslur á sama hátt og núverandi viðskiptaaðili i Grimsby gerir. Með því móti mætti skapa fjölda manns atvinnu hér á landi. Á seinasta ári voru fluttir 137,495 farþegar á N-Atlantshafsleiðinni af hálfu Flugleiða. Matarkcstnaður var 75 pence á mann keyptur frá Grimsby, eða samtals tæpar 76 # „Því miður hygg ég að afturhald hafi ráðið ferðinni umof...”

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.