Dagblaðið - 23.07.1979, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 23.07.1979, Blaðsíða 4
4 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 23. JÚLÍ 1979. Synishorn af nor6'e&n,: ALLAR í ÚRVALSFLOKK Við fengum send þrjú sýnishorn af norðlenzkum kartöflum og stóð i bréfi sem þeim fylgdi að rúmlega 10 mánuðir væru frá uppskeru. Þessar kartöflur, sem voru af teg- undunum gullauga, Kronja og Helga voru á svipstundu allar dæmdar í úr- valsflokk. Hýðið á þeim var þunnt, þær voru allar stinnar og aðeins örfá- ar voru með skóflufari eða sprungu. Ef Grænmetisverzlun landbúnaðar- ins vill ekki slíkar kartöflur á mark- aðinn, erum við hætt að skilja hlut- ina. — Við sáum einnig úrvalskart- öflur austur í Þykkvabæ fyrir skömmu. Bregður svo undarlega við að þegar kartöflurnar hafa komizt í gegnum nálarauga Grænmetisins eru þær allsendis óhæfar til manneldis. Hvað veldur? 21 ónýt af 38 stykkjum Við keyptum einn 2 1/2 kg poka í næstu matvöruverzlun á föstudag. í pokanum voru 38 kartöflur, 1. flokk- ur gullauga, pakkað 18. júli (fyrir tveimur dögum). Þar af reyndist 21 kartafla sprungin og ein þar að auki kolmygluð, en 17 óskornar eða meiðslalausar. Hýðið var hins vegar þykkt á þeim langflestum og með ein- hvers konar hrúðri, sem við kunnum ekki að nafngreina. Næstum því allar kartöflurnar í pokanum voru linar viðkomu. — Pokinn kostaði 523 kr., eða hver kartafla í pokanum 13.76 kr. Ef aðeins eru verðlagðar þessar 17 kartöflur, sem voru óskomar er verðið á hverri kartöflu hvorki meira né minna en 30.76 kr.l Þær voru hinsvegar allar álíka stórar. Er það furða þótt kartöflubændur séu vonsviknir þegar þeir lesa í blöð- unum um þær lélegu kartöflur sem neytendur á stór-Reykjavíkursvæð- inu neyðast til að kaupa, ef fram- leiðsla þeirra verður svona á leiðinni til neytenda. Betri vara sitji fyrir þeirri lakari í lok annarrar greinar reglugerðar um Grænmetisverzlun landbúnaðar- ins segir svo: „Grænmetisverzlun landbúnaðar- ins kaupir innlendar kartöflur og grænmeti af framleiðendum, eftir því sem ástæður leyfa. Skal taka tillit til vörugæða á þann hátt, að láta betri vöru sitja fyrir þeirri lakari”. Neytendasíðan getur fyrir sitt leyti staðhæft að norðlenzku kartöflurnar sem sendar voru til okkar eru svo langtum betri vara en þær sem við keyptum úti í verzluninni að varla er Varla er hægt að trúa þvi að þessar tvxr kartöflur séu af sömu tegundinni og jafnlangt síðan þær voru teknar úr moldinni! Báðar eru þxr gullauga, sú til vinstri á myndinni kemur beint frá framlciöandanum en hin úr „nálarauga” Grænmetisins. DB-myndir Árni Páll. Þarna má glögglega sjá hvílikur reginmunur er á sýnishornunum okkar og þeim kartöflum, sem Reykvlkingum er boðið upp á I verzlunum þessa dagana. hægt að bera það saman. Nú liggja í geymslum Norðlend- inga 300 tonn af kartöflum að verð- mæti 60—70 milljón kr.l Grænmetið endursendi 10 tonn norður í síðustu viku með þeim skilaboðum að „þetta væri aðeins mold og drulla”. Eyfirzkur kartöflubóndi segir okkur að þessi farmurhafi verið send- ur norður, án þess að yfirmatsmaður garðávaxta hafi litið á kartöflurnar. Um langt skeið hafa verið lélegar kartöflur á Reykjavikurmarkaði, en á meðan hafa þessar norðlenzku kar- töflur alltaf verið tU fyrir norðan. Þá hefur Grænmetið hreinlega ekki starfað samkvæmt reglugerðinni, þar sem segir að „betri vara skuli sitja fyrir þeirri lakari”. Af einhverjum ástæðum hafa norðlenzkar kartöflur betra geymslu- þol en þær sunnlenzku, en varla er hægt að búast við að þær geymist í það óendanlega. Á AÐ HENDA VERDMÆTUM FYRIR 60-70 MILUÓNIR? ,,Í ljósi þeirrar staðreyndar að uppskeruhorfur næsta haust eru vægast sagt harla litlar um land allt verður það að teljast kaldhæðnislegt af Grænmetisverzlun landbúnaðar- ins, að reyna allt sem hún getur til þess að Norðlendingar verði að henda verðmætum fyrir 60—70 millj- ónir á haugana,” segir m.a. í bréfi fráeyfirzkum kartöflubónda. Varðandi ályktunina, sem gerð var á aðalfundi Búnaðarsambands Eyja- fjarðar segir bóndinn: „Sunnlendingar hafa haft einokun á Reykjavíkursvæðinu en annað aðalframleiðslusvæðið, Eyjafjörður, hafði landið að öðru leyti — að mestu. Nú hefur það gerzt að fram- leiðsla jókst, t.d. á Hornafirði og þá, þegjandi og hljóðalaust, úthlutaði Grænmetisverzlun landbúnaðarins Hornfirðingum nær öllu svæðinu frá Langanesi til Vestmannaeyja (Ekki var verið að skerða Reykjavíkur- markað Sunnlendingal). í skárri uppskeruárum fer G.l.ætíð inn á þá braut að dreifa kartöflum frá Reykjavík (sunnlenzkri fram- leiðslu) vestur um land og á Vestfirði. Svona framkoma er óþolandi og því er þolinmæði Norðlendinga á þrotum. Hvað segja ráðherrar landbúnað- ar- og viðskiptamála um þetta? Hvað segir Framleiðsluráð landbúnaðar- ins? Hvað segja Neytendasamtökin? Hvað segið þið Reykvíkingar, gefið þið grænt ljós á einokunarverzl- un?”. Frá olivetti ferðareiknivél með Ijósi og strimli Skrifstofutækni hf. Tryggvagötu Sími 28511 „Án tafar styður þú á réttu hnappana" Vörn-og brauópeningar Vöruávísanir Peningaseðlar og mynt Gömul umslög og póstkort FRÍMERKI Alltfyrírsafnarann Hjá Magna Sím^30lí5 Almenn mannréttindi að velja og haf na Jóhann Jónasson, forstjóri Græn- metisverzlunar landbúnaðarins, full- yrti á Neytendasíðunni sl. mánudag að kartöfluframleiðsla norðlenzkra bænda hefði jafnan aðgang að mark- aðinum í Reykjavík og sunnlenzkir kartöflubændur. Hann sagði m.a.: ,,Núna þessa dagana erum við ein- mitt að selja norðlenzkar kartöflur með sunnlenzkum. Hitt kann að rugla menn i þessu dæmi að tveir aðilar hafa umboð fyrir norðan og selja kartöflur þar án þess að þær komi til okkar. Ef þeir eiga hins veg- ar afgang kemur hann suður.” Eyfirzkir kartöflubændur eru alls ekki á sama máli og forstjórinn. í apríl var gerð ályktun á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar, þar sem skorað er á Alþingi að endur- skoða lög um Grænmetisverzlun landbúnaðarins, með það fyrir augum að tryggja neytendum val- frelsi viö kaup á jarðarávöxtum og framleiðendum jafnréttisaðstöðu á markaði. Norðlenzkir bændur útundan í greinargerð með ályktuninni segir m.a. að í lögum Grænmetisverzlunar landbúnaðarins sé m.a. ákvæði þess efnis að afsetning framleiðslu skuli vera sem jöfnust yfir sölutimann, miðað við framleiðslu. Þessu hefur ekki verið nægilega framfylgt og norðlenzkir bændur yfirleitt orðið útundan og hafa haft bæði óþægindi og beint tjón af. Þá er í lögum þessum heimild til að skipta landinu í sölusvæði. Þessu hefur verið framfylgt þannig að stór- Reykjavíkursvæðið hefur verið verndað markaðssvæði fyrir Sunn- lendinga eri norðlenzk framleiðsla ekki flutt á þann markað fyrr en sunnlenzka varan er uppseld. Ekki er sú vara sem neytendur eru með þessu móti neyddir til að kaupa alltaf „príma” vara og er minnzt háværra mótmælaradda í blöðum vegna þessa. Tilfærð eru ummæli stjórnarfor- manns Grænmetisverzlunar landbún- aðarins í Árbók landbúnaðarins 1978, Gunnars Guðbjartssonar: „Innlendar kartöflur sem voru á Reykjavíkurmarkaði voru að stórum hiuta lélegar, smáar og illa útlitandi og var mikil óánægja meðal neytenda með þær og sala varð með minnsta móti af þeim sökum”. Loks segir í greinargerðinni: „Þetta var lýsing stjórnarfor- manns Grænmetisverzlunar landbún- aðarins á þeirri vöru sem rífiega helmingi þjóðarinnar var boðið upp á frá haustnóttum 1977 og fram eftir vetri. Með þessum verzlunarháttum er einn einfaldasti þáttur almennra mannréttinda þverbrotinn á neytend- um — rétturinn til að velja og hafna. Breytingar sem farið er fram á í er- indi þessu munu tvímælalaust stuðla að aukinni vöruvöndun”

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.