Dagblaðið - 23.07.1979, Blaðsíða 18

Dagblaðið - 23.07.1979, Blaðsíða 18
18 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 23. JÚLÍ 1979. Jaf nt h já Öster og Darmstadt ÍTOTO keppninni „Þrlla var óltalega lclegl hjá okkur og leikurinn var steindautt 0—0 jafn- lefli alll frá upphafi,” sagði Teitur Þórðarson hjá Ösler er við slógum á þráðinn til hans í gærkvöldi eftir leik Öster og Darmstadl í TOTO-keppninni svonefndu. „Næsti leikur hjá okkur er gegn GAK Graz á heimavelli á laugar- daginn og cf við getum unnið þá og náð jafntefli gegn Banik Ostrava úti ættum við að vinna þcnnan riðil og krækja okkur um lcið i 40.000 krónur sænskar, sem hvcrt lið færi fyrir að vinna sinn riðil í þessari kcppni. Hins vcgar er ckkcrt framhaldsstig í henni þannig að keppnin er hara í 8 riðlum og síðan er henni lokið. Það cr því ekki að neinu að keppa nema að þcssum peningum í rauninni.” Úrslit annarra leikja í keppninni urðu sem hér segir: Werder Brcmen-Maccabi 1—0 Grasshoppers-MSV Duisburg 2—2 FC Zurich-Bohemnians Prag 1—2 Gautaborg-Odense 6—1 Esbjerg-Spartak Trnava 0—1 Kalmar FF-First Viecna 3—0 GKS Katowice-A. Sal/.burg 0—0 Slavia Sofia-Chcnois Gcnf 2—0 Pirin Blagj.grad-Aarhus 2—0 GAK Graz-Bankik Ostrava 0—3 Slavia Prag-Eintr. Braunschwcig 1 — 1 l.ask I.inz-Zbrojovka Brno 0—3 Standard Liege-Rapid Vín 3—0 Royal Antwerpen-Vejle BK 2—2 St. Gallen-Malmö 1—2 Spartakiade leikarnir hóf- ust um heigina Sovézku Spartakiade-leikarnir, sem eru eins konar generalprufa fyrir ólym- píuleikana i Moskvu á næsta ári hófust á laugardaginn með pompi og prakt á Lenin leikvanginum og minnti opnun- arathöfnin í mörgu á tilstandið á degi vcrkalýðsins í Moskvu. Rauðir fánar blöktu alls staðar við hún og mikið var um alls kyns skrautsýningar. Fimleika- fólk hoppaði og skoppaði um leikvang- inn þveran og endilangan og áhorf- cndur klöppuðu eftir pöntunum. Eldur var tendraður líkt og á ólympiu- leikunum og í raun eru þessir lcikar smækkuð mynd af OL. Þ- . þúsund dúfum var sleppt á leikvangnum og flugu þær allar til himna — vafalítið frelsinu fegnar. Að sögn forráðamanna ieikanna eiga þeir að auka frið og hamingju í heiminum og skapa rneiri tengsl á milli þjóða heimsins. Gáfuleg ummæli þetta því fyrir skemmstu mein- uðu Sovétmenn norskum blaða- mönnum inngöngu í landið og báru fyrir sig skort á hótelrými. Hvernig verður það þá á næsta ári? Sþrótfir Iþróttir 'Ltu Islenzkur sigur í 1 en Finnar höfðu jaf nara lið og sigruðu. Oddur Sigurðsson I Þrátt fyrir að íslendingar sigruðu 115 greinum af 35 í Kalott-keppninni i frjálsum íþróttum sem lauk i Bodö i Noregi i gær, urðu þeir að gera sér ann- að sætið að góðu. Sem kunnugt er er þetta landskeppni íslendinga og norðurhéraða Svíþjóðar, Noregs og Finnlands. Finnar sigruðu í keppninni nú cins og áður en íslendingar sigruðu fyrir fjórum árum. Finnar hlutu þó ekki nema 10 gull- verðlaun en þeir höfðu jafnara liði á að skipa en íslendingar og því féll sigurinn þeim í skaut. Urslitin urðu þau að Finnar hlutu 377,5 stig, íslendingar 345 stig, Norðmenn 242 stig og Svíar 237,5 stig. í karlaflokki varð munurinn á Íslendingum og Finnum aðeins 6 stig. Finnar hlutu 213 stig en Íslendingar 207 stig, Svíar 143 stig og Norömenn 130 stig. Oddur Sigurðsson var stjarna ís- lenzka liðsins og hiaut fimm gullverð- laun. Hann sigraði í 100, 200 og 400 metra hlaupum og var auk þess í báð- um íslenzku karlasveitunum sem sigr- uðu i 4 x 100 og 4 x 400 m boðhlaú'p- um. Íslenzku kvennasveitirnar létu heldur ekki sitt eftir liggja og sigruðu í báðum boðhlaupunum, í báðum tilfcll- um á nýju íslandsmeti. Glæsileg byrjun fslendingar hófu keppnina mjög vel og sigruðu í þremur fyrstu greinunum. Fyrsta greinin var 400 m grindahlaup karla. Þar sigraði Stefán Hallgrímsson glæsilega á nýju Kalott-meti, 51,9 sek., aðeins 1/10 frá íslandsmeti sínu. Sýndi Stefán þarna og sannaði að hann er Örn Bjarnason grípur hér knöttinn örugglega en þeir Elías og Vilhelm fylgjast með hverju fótmáli, DB-mynd S. KR fór létt með — sigruðu 4-1 og notuöu ekki helming dauöafæra sinna engan veginn dauður úr öllum æðum en slikar vangaveltur höfðu verið uppi eftir tugþrautarkeppnina í Bremer- haven en þar lauk Stefán ekki keppni fremur en oft áður á undanförnum árum. Aðalsteinn Bernharðsson hljóp einnig mjög vel og tryggði Islendingum tvöfaldan sigur. Tími hans var 53,0 sém er persónulegt met hjá Aðalsteini. íslandsmet I 400 m grindahlaupi kvenna kom einnig íslenzkur sigur. Sigurborg Guð- mundsdóttir sigraði á nýju íslandsmeti, 61,7 sek., sem jafnframt er Kalott-met. KonráðíKRí handboltanum Konráð Jónsson gekk í raðir KR- inga á fimmtudagskvöld i síðustu viku en hann hafði að því er bezt er vitaö hætt við öll áform um að skipta um félag. Fyrr i surnur gengu þær sögur að han hygðist ganga yfir í Val eða jafnvel Víking en þær áttu ekki við rök að styðjast. Konráð hefur æft vel með Þróttur- um að undanförnu og það vakti mikla athygli er hann mætti ekki i ieik Þróttar og FH í útimótinu á fimmtudagskvöld. Kom það mönnum talsvert á óvart að Konráð skyldi skipta um félag og þá yfir í KR, en þeir eru ekki beint á flæðiskcri staddir með stórskyttur um þessar mundir. Atli Hilmarsson mun ekki æfa með Fram í bráðina. Hann meiddist á fæti og gengur nú um með hækjur. Framarar munu því verða án hans í úti- mótinu og eitthvað lengur. FH og Víkingur íkvöldá útimótinu í handknattleik Útimótinu í handknattlcik verður fram haldið í kvöld og verða þá þrir leikir á dagskrá. Kl. 18.45 leika Valur og Víkingur í kvennaflokki og að þeim leik loknum leika ÍR og Haukar i karla- flokki og ætti það að geta orðið fjörleg viðureign. Bæði liðin unnu fyrstu lciki sína í mótinu og hyggja vafalitið bæði á sigur i kvöld. Aðalleikurinn er síðan viðurcign gestgjafanna FH og Víkinga. Víkingar hafa æft nokkuð i sumar, svo og FH- ingar og ætti leikur þessara liða að geta orðið mjög skemmtilegur á að horfa. Hann hefst kl. 21 í kvöld og ef vcðrið helzt eins og það var í morgun má búast við fjölda manns að horfa á. „Þetta er það langslakasta, sem ég hef séð til Haukanna í sumar,” sagði I þjálfari KR, Magnús Jónatansson, eftir jað hans menn höfðu unnið Haukana 4- II i tilþrifalitlum leik i Laugardalnum í gærkvöldi. Það var hreint og beint óeðlilegt hversu litið KR-ingar þurftu að hafa fyrir sigrinum, sem hefði svo auðveldlcga getað orðiö miklu stærri ef leikmenn hefðu einungis lagt sig alla 1 fram við það sem þeir voru að gera. Eftir að hafa leitt 3-0 i hálfleik leyfðu KR-ingar sér þann munað að leika aðeins 10 lokakaflann og var ekki ann- að að sjá en þeir hefðu í fullu tré við Haukana. Þó lofaði upphafið góðu hjá Hauk- unura eins og svo oft áður i sumar. Þeir áttu ekkert minna í leiknum úti á vellin- um, en allt fór i vitleysu hjá þeim þegar dró nær markinu og ekkert varð úr neinu. Hermann Þórisson komst í gegn á 2. minútu en gott skot hans fór rétt framhjá og þar með voru færi Hauka upptalin næstu 20 mín. KR-ingar tóku hins vegar við sér og náðu oft mjög skemmtilegum leikköflum og greinilegt er að miklu meiri festa er komin í liðið en var fyrst í sumar. Leikmenn gefa sér meiri tima til að hugsa og patið og lætin eru ekki eins mikil. Árangurinn er yfirvegaðri knattspyrna og um leið fleiri færi og fleiri mörk. Þeir Elías Guðmundsson og Sæbjörn Guðmunds- son gerbreyta framlínunni ti! hins betra og leikni þeirra kom Haukunum oft i bobba í gærkvöldi. Það verður að segj- ast hreint út að spil KR er allt annað en þegar Jón Oddsson var látinn hlaupa út og suður til að elta stungusendingar. Er mér til efs að hann geti styrkt KR-liðið úr því sem komið er. A.m.k. er öruggt að Magnús setur hann ekki í liðið á meðan vel gengur. Fyrsta mark KR kom á 18. mínútu er Vilhelm komst í gegnum staða vörn Hauka og skoraði fallegt mark framhjá Erni Bjarnasyni markverði Hauka, 1-0. Annað markið kom þremur mín. siðar. Eftir herfileg varnarmistök barst knött- urinn til Arnar Guðmundssonar, sem afgreiddi hann snarlega í hornið fjær, 2-0. Fyrr i leiknum — á 8. mínútu — átti Elías Guðmundsson þrumuskot inn á stöngina og út og þar voru Haukar heppnir. Eftir þetta rothögg KR tóku Haukarnir kipp og náðu sínum bezta leikkafla án þess þó að eiga nokkurn tíma verulega hættuleg tækifæri en síðan náðu KR-ingar öllum tökum á ný. Elías lét verja frá sér í dauðafæri. Sverrir skaut yfir eftir fallegan undir- búning Sigurðar Péturssonar, sem er að verða einn skemmtilegasti sóknarbak- vörður okkar, en á 41. mín. bætti Sverrir þriðja markinu við er hann fékk sendingu í eyðu sem myndaðist og hann renndi knettinum örugglega í fjærhorn- ið, 3-0. KR hóf síðari hálfleikinn með látum og þeir fengu nokkur færi áður en Vil- helm Frederiksen bætti fjórða markinu við. Sigurður Pétursson lék þá laglega upp kantinn, gaf til Sæbjarnar, sem renndi út á Vilhelm. Hann skaut síðan þrumuskoti sem söng í Haukamarkinu, 4-0. KR-ingar fengu fleiri færi til að skora mörk en það voru Haukarnir sem skoruðu síðasta mark leiksins úr vítaspyrnu eftir að Sigurður Pétursson hafði varið með höndum á línu. Ólafur Jóhannesson skoraði örugglega úr vít- inu. Á siðustu 5 mín. leiksins fékk Elias Guðmundsson tvö dauðafæri en tókst ekki að skora. Það skipti engu máli, öruggur sigur var í höfn hvort eð var. Um Haukana er lítið að segja annað en að fall blasir við þeim með slíku áframhaldi. Nú var markvarzlan í ágætu lagi en þá brást vörnin herfilega. Sóknin er afar bitlítil og ekki líkleg til afreka enda hefur framlínan aðeins gert 7 mörk í deildinni. -SSv. Staðan í l.deild Úrslit í leikjum helgarinnar: KA-Akranes 2—4 Keflavík-ÍBV 3—1 KR-Haukar 4—1 Staðan í 1. deild að þeim loknum: KR 10 6 2 2 18—15 14 Keflavík 10 4 4 2 16—9 12 Akranes 10 5 2 3 19—13 12 Valur 9 4 3 2 18—9 11 ÍBV 10 4 3 3 13—8 11 Fram 9 2 6 1 14—10 10 Víkingur 9 4 2 3 12—11 10 Þróttur 9 3 15 13—19 7 KA 10 2 2 6 12—23 6 Haukar 10 1 1 8 7—25 3 Markahæstu menn: mörk: Sveinbjörn Hákonarson, ÍA 6 Ingi Björn Albertsson, Val 6 Atli Eðvaldsson, Val 6 Pétur Ormslev, Fram 5 Sigþór Ómarsson, ÍA 4 Óskar Ingimundarson, KA 4 Gunnar Blöndal, KA 4 Sverrir Herbertsson, KR 4 Vilhelm Frederiksen, KR 4 Ómar Jóhannsson, ÍBV 4

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.