Dagblaðið - 23.07.1979, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 23.07.1979, Blaðsíða 15
15 DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 23. JULI 1979. <S Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Skagamenn voru heppnir —að hirða bæði stigin á Akureyri Akurnesingar sóttu KA á Akureyri heim á föstudagskvöld og voru Skaga- menn nokkuð heppnir að halda heim á leið með bæði stigin. Einkum og sér í lagi voru þeir heppnir að vera ekki 1—2 mörkum undir i hálfleik. Undir lokin var þó sigur Skagamanna nokkuð sanngjarn og þeir unnu 4—2 eftir að jafnt hafði verið i leikhléi, 1—1. AUan fyrri hálfleikinn mátti vart á milli sjá hvor aðilinn væri sterkari. Svo var reyndar einnig í upphafi síðari hálf- leiks en þá var eins og lið KA spryngi á limminu. Liðin sóttu nokkuð á vixl í upphafi leiksins en á 11. mínútu björg- uðu Skagamenn tvivegis í horn í sömu sókninni eftir mikinn darraðardans í teignum. Á 18. mínútu skoraði Sigurður Lárusson mark sem ekki var hægt að sjá annað en væri gott og gilt. Dómari leiksins, Rafn Hjaltalín, sem annars dæmdi leikinn prýðilega dæmdi mark- ið af á þeirri forsendu að Sigþór Ómarsson hefði verið rangstæður en hafi hann verið það hafði hann engin áhrif á leikinn. Fjórum mínútum siðar skapaðist stórhætta við mark KA er Guðjón Þórðarson tók aukaspyrnu við miðlínu. Aðalsteinn Jóhannsson, markvörður KA, hugðist góma knött- inn en tókst ekki betur til en svo að hann missti hann aftur beint fyrir fæturna á Sigurði Halldórssyni, sem var ekki meira en metra frá markinu. Á einhvern óskiljanlegan hátt tókst hon- um að brenna af. Á 28. mínútu tók síðan KA forystuna, en mínútu áður fékk Jóhann Jakobsson sannkallað dauðafæri, þeg- ar Jóhannes Guðjónsson bjargaði afar slöku skoti hans á línu. Elmari Geirs- syni var brugðið inn í vítateig og víta- spyrna umsvifalaust dæmd. Úr henni skoraði Eyjólfur Ágústsson eitt af fallegri mörkum, sem sézt hafa á Akur- eyri — efst í vinkilinn. A 34. mínútu gaf Elmar mjög góða sendingu fyrir mark ÍA en Jóhann Jakosson var of seinn að skjóta og tækifærið rann út í sandinn. Tveimur mín. síðar jafnaði svo Jón Alfreðsson metín fyrir Skagamenn er boltinn barst til hans rétt utan mark- teigs úr þvögu. Á 40. mínútu átti Elmar enn eina sendingu fyrir mark ÍA en sóknarmenn KA voru of seinir að ná til knattarins. Mínútu fyrir leikhé tók Elmar hornspymu. Hann sendi beint á kollinn á Jóhanni Jakobssyni en Jón Þorbjörnsson varði kollspyrnu hans á glæsilegan hátt. Síðari hálfleikurinn var vart hafinn er Skagamenn náðu forystunni. Sigþór Ómarsson, mjög fljótur og skemmti- legur leikmaður Skagamanna, lék þá upp kantinn og síðan inn með endalínu og sendi síðan beint á kollinn á Svein- birni Hákonarsyni, sem skallaði fyrir- hafnarlítið í netið, 1—2. KA-menn létu þetta ekki á sig fá og aðeins tveimur mínútum síðar jöfnuðu þeir metin. Enn var það Elmar sem átti allan heiðurinn af markinu. Hann tók aukaspyrnu út við hornfána og sendi beint á höfuð Eyjólfs Ágústssonar, sem sneiddi knöttinn skemmtilega í netið án þess að Jón Þorbjörnsson kæmi vörnum við. Rétt á eftir átti Elmar Geirsson stórhættulegt skot að marki Skaga- manna. Hann sá hvar Jón stóð of framarlega í markinu og freistaðist til að senda knöttinn yfir hann. Ekki munaði miklu að það tækist en Jón varði með miklum tilþrifum. A 55. mínútu skoruðu Akurnesingar síðan það mark er gerði útslagið í leikn- um. Skagamenn fengu aukaspyrnu rétt utan vítateigs KA. Knettinum var rennt til Kristjáns Olgeirssonar, sem skaut horkuskoti i stöngina. Guðjón Þórðar- son var fyrstur að átta sig og hann sendi knöttinn örugglega í netið. Við þetta mark var allur vindurinn úr heimamönnum og Skagamenn réðu al- gerlega gangi leiksins það sem eftir lifði. Matthías Hallgrímsson virðist aftur vera búinn að grafa upp skotskóna sína, gömlu góðu, því hann bætti fjórða marki Skagamanna við á 70 mín. Hann lék sig þá skemmtilega í gegnum vörn KA og síðan á Aðalstein markvörð. Þegar hér var komið sögu var hann í mjög erfiðri aðstóðu en tókst engu að síður að senda knöttinn innan á fjærstöngina og í netið, 2—4. Eftir þetta gerðist lítt markvert utan hvað Kristján Olgeirsson átti lúmskt skot rétt utan stangar 6 mín. síðar. Bæði liðin léku oft á tíðum ágætis- fótbolta þrátt fyrir erfiðar aðstæður. Elmar var yfirburðamaður hjá KA en hjá Skagamönnum var Sigurður Hall- dórsson beztur. Þá var Sigþór mjög hættulegur. Jón varði mjög vel i mark- inu. -Sl.A. Ballesteros sló öllum við — þræddi sandgryf jur, hátt gras og bflastæði en sigraði samt örugglega á British Open ,,Ég get varla lýst.því hve ánægður ég er með sigurinn,” sagði Spánverjinn Severiano Ballesteros eftir að hafa unn- ið opna brezka meistaramótið i golfi — British Open — næsta örugglega á laugardag. „Vinur minn Roberto de Vicenzo, sem vann þessa keppni 1967, á miklar þakkir skilið svo og bróðir minn Manuel en þeir lögðu báðir sitt af mörkum til að ég gæti unnið þennan glæsilega titil,” sagði Ballesteros og greinilegt var að hann var hrærður yfir sigrinum enda engin furða. Fyrir loka- daginn hafði Hale Irwin tvö högg i for- skot en Ballesteros vann það upp og sigraði í keppninni með þremur högg- um betra skor en næstu menn, sem voru gömlu mennirnir Ben Crenshaw og Jack Nicklaus. ,,Ég hafði engar áhyggjur af því að geta ekki haldið mig á brautunum i keppninni því mér hefur gengið það illa fram til þessa í sumar að ég er orðinn vanur alls kyns sandgryfjum og háu grasi.” Það kom í góðar þarfir því Ballester- os átti ekki eitt einasta teigskot á braut síðustu 9 holur keppninnar. Hann þræddi tré og runna, ef ekki þá inn á næsta bílastæði. Margsinnis kom það honum til hjálpar að áhorfendur voru búnir að troða niður grasið í „rough- inu” þannig að hann þurfti ekki eins mikið að hafa fyrir skotunum. Á 16. braut sló hann þó öll met og skaut beint undir bíl, sem var á bíla- stæði um 250 metra frá teignum. Hann fékk að „droppa” kúlunni og i öðru höggi hafnaði hann í flatarjaðrinum — um 6 metra frá holu. Til að kóróna allt saman setti hann niður þetta 6 metra pútt og fór holuna á fugli. Þetta var hans annar fugl á siðari níu holunum og það bætti tvo „bogey” upp á fyrstu 10 holunum. Hale Irwin, sá sem allir bjuggust við að myndi sigra eftir mjög góðan leik 2. og 3. dag keppninnar, þoldi hins vegar engan veginn spennuna og allt losnaði úr böndunum hjá honum og lokaum- ferðina fór hann á 78 höggum og hafnaði í 6. sæti. Mörg fræg nöfn urðu að láta sér eitt og annað lynda, t.d. fékk Fuzzy Zoeller, sá sem sigraði á US Masters golfkeppninni í april, ekki að ljúka keppninni. Wayne Player, sonur hins fræga Gary, varð einnig að bíta í það súra epli að fá ekki að vera með lokadaginn en hann var á sama skori og Zoeller. Hér kemur loka- staða efstu manna í keppninni: Högg Severiano Ballesteros, Spáni, 283 Ben Crenshaw, USA, 286 Jack Nicklaus, USA, 286 Mark James, Englandi, 287 Rodger Davies, Ástralíu, 288 Hale Irwin, USA, 289 Ragnar Margeirsson, miðherji tBK, hafði betur i þessari viðureign um knöttinn. Oskar Valtýsson var einum of seinn svo að nokkru sfðar hafnaði knötturinn i netinu. EYJAMENN SEM STORKID HRAUN Steinar Jóhannsson skoraði tvívegis í 3-1 sigri ÍBK íslandsmótið 1. deild, ÍBK — ÍBV, 3-1 (0-0) Keflavíkurvöllur. Öðrum fremur var það Steinar Jó- hannsson sem tryggði ÍBK bæði stigin gegn ÍBV á grasvellinum í Keflavík á laugardaginn. Þrátt fyrir litla æfingu var hann sannkallaður ógnvaldur Eyja- manna og skoraði tvö af þremur mörk- um heimaliðsins, skemmtileg endur- koma fyrir þennan fyrrum markakóng sem lítið hefur gefið sig að knatt- spyrnuíþróttinni í seinni tíð. Eftir frækna sigra yfir Val og IA bjuggust flestir við sigri Eyjamanna yfir Keflvíkingum sem hafa verið með slappara móti að undanförnu. En það var öðru nær. Þeir voru eins og storkið hraun sé miðað við þann kraft sem liðið hefur sýnt og náðu sér aldrei á strik í leiknum ef frá eru taldar fyrstu mínúturnar í báðum hálfleikjunum. Ekki er svo að skilja að Keflvíkingar hafi sýnt slíkan afbragðsleik að Eyja- menn hafi algerlega fallið i skuggann. Enska þjálfaranum Tranter hefur jú augljóslega tekizt að stilla upp sterkara liðið en áður, með tilfærslum og með því að setja Steinar og Gísla Eyjólfsson inn á, en knattspyrnan sem liðið lék var engan veginn i samræmi við veðurblíð- una, norðan andvarann og glampandi sólskinið, sem yljaði tæplega 800 vallargestum. Knattspyrnan var heldur stórkarlaleg hjá báðum liðum, sem reyndar mátti búast við þegar tvö mikil baráttulið eig- ast við. Hart var sótt og fast.spyrnt. Knötturinn fór því ekki ávallt sam- kvæmt áætlun. Markverðirnir áttu ekki ýkja erfiðan dag. Þorsteinn Ólafs- son þurfti aðeins einu sinni að taka á honum stóra sínum, til að verja hörku- skot frá Eini Ingólfssyni, skáskot af stuttu færi. Ársæll Sveinsson í ÍBV markinu þurfti ekki heldur mikið fyrir markvörzlunni að hafa. Keflvíkingar misnotuðu herfilega hættulegustu tækifærin, eins og þegar Einar Ásbjörn ’ fékk knöttinn eftir mikinn „horna- skelluleik” í galopnu færi en vatn hafði víst komizt í púðrið og skotið var mátt- laust. Skömmu fyrir hlé skaut Ragnar Margeirsson rétt yfir þverslá af mark- teig, eftir snjalla sendingu fráSteinari. En efur að hafa móttekið pistil þjálf- arans í leikhléi bættu þeir fyrir axar- sköftin fljótlega í seinni hálfleik. Þegar Eyjamenn höfðu tekið fjörkipp í byrj- un hófu Keflvikingar skyndisókn en knötturinn fór út fyrir hliðarlínu. Guð- jón Þórhallsson varpaði knettinum beint á koll Ragnars Margeirssonar sem „nikkaði” honum aftur fyrir sig til Steinars Jóhannssonar sem hafði smeygt sér á bak við varnarmenn ÍBV. Steinar lét jafngullið færi ekki úr greipum ganga og sendi knöttinn eld- snöggt í netamöskva ÍBV marksins, 1- 0. Keflvíkingar efldust um allan helm- ing við markið og sóttu nokkuð fast. Er hálftími var liðinn sendi Óskar Færseth, sem fylgdi sókninni vel eftir að vanda, háan knött inn i vítateiginn. Varnarmenn ÍBV voru eitthvað utan- gátta — hlupu fram á við og létu Ragnar Margeirsson alveg einan um knöttinn, héldu hann víst vera rang- stæðan. Ragnar fékk því gott næði til að leggja fyrir sig knöttinn óg renna honum fram hjá Ársæli markverði, 2- 0. Skömmu siðar smellur knötturinn á innanverðri marksúlu Eyjamanna eftir langt skáskot Steinars en þá höfðu heimamenn átt hættulegar sóknarlotur. Þriðja markið virtist því liggja í loft- inu, eins og sagt er á knattspymumáli, en gestirnir voru ekki dauðir úr öllum æðum. Einir lngólfsson, skæðasti Eyjamaðurinn i leiknum, fékk háa sendingu inn í vítateiginn. Þorsteinn markvörður ætlaði að verða fyrri til og grípa knöttinn en Einir varð á undan og skallaði í áttina að opna markinu þar sem Guðjón Guðjónsson bakvörður kom og reyndi með fimlegum til- burðum að aftra því að knötturinn færi í markið, en allt kom fyrir ekki, í net- inu hafnaði hann, 2-1. ,, Jafna, Eyjamenn,” hrópuðu fylgis- menn gestanna og litlu munaði að þeim yrði að ósk sinni þegar Sigurbjörn Gústafsson hugðist senda knöttinn til Þnrsteins markvarðar en mistókst, svo að nærri lá að Ómar Jóhannsson, sem reyndar var fremur daufur í leiknum, næði knettinum. Vonir Eyjamanna um jafntefii urðu svo að engu þegar Snorri Rútsson sá sitt óvænna og krækti í fót Einars Ásbjörns rétt innan við víta- teigslínu, þar sem hann stefndi með knöttinn að marki. Úr óumdeilanlegri vítaspyrnu skoraði Steinar, 3-1, og skömmu síðar blés Ingi dómari til merkis um að leiktiminn væri úti. Steinar, Ragnar Margeirsson, Óskar Færseth og Guðjón voru einna knáastir Keflvikinga. Ólafur Júlíusson féll vel inn í liðið og kunni sýnilega að meta Steinar, enda báðir af gamla skólanum í ÍBK. Sigurður Björgvinsson var sami vinrtuhesturinn og oftasl en byggir lítið upp. Gísli Eyjólfsson virkaði nokkuð hægur en reyndi að ná spili svo og Einar Ásbjörn, en betur má ef duga skai. Broddinn vantaði alveg i framlínu Eyjamanna, enda gat þeirra skæðasti sóknarmaður, Tómas Pálsson, ekki leikið með vegna meiðsla í baki. Kári Þorleifsson, sem kom inn á þegar Jóhann Georgsson var að yfirgefa völl- inn vegna meiðsla, er eftirtektarverður framherji, fljótur og laginn. Örn Óskarsson hélt vörninni saman, ásamt Snorra Rútssyni, en þetta var sannar- lega ekki dagur Eyjamanna. -emm

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.