Dagblaðið - 23.07.1979, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 23.07.1979, Blaðsíða 8
8 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 23. JÚLÍ 1979. PEPSI í MOSKVU Pepsi Cola fyrirtækið rekur nú fimm verksmiðjur i Sovétrikjunum og áætlað er að þær verði orðnar tiu árið 1984. Næsta sumar munu verða um það bil eitt hundrað “öluskúrar viðs vcgar i Moskvu þar scm boðið verður upp á Pepsi. Ætti gesti á Mvmpíulcikunum ekki að þyrsta að meini þar sem innan veggja leikvanganna verður ^oca Cola á boðstólunum en Pepsi Cola á götunum. Rakarastofan Klapparstíg Sími 12725 Hárgreiðslustofa Klapparstíg Tímapantanir 13010 LADA-ÞJÓNUSTA OG ALMENNAR VÉLASTILLINGAR PANTIÐ TÍMA í SÍMA 76650 LYKILLP Bifreiðaverkstæði Sími 76650. Smiðjuvegi 20 — Kóp. Sterkir fót/agaskór Stærðir Verð kr. 23-26 8.900.- 27-33 9.900.- 34-39 11.800.- 40-46 14.800.- Litur: Ljósbrúnn skóverslun PÉTURS 4NDRÉSOH4R LMJGAVEGI ERLENDUM HLUT- HÖFUM L0FAÐ ENDURGREIÐSLU Formaður seðlabanka írans full- vissaði erlenda hluthafa í þeim bönk- um sem þjóðnýttir hafa verið á und- anförnum mánuðum að þeir muni fá bætur fyrir hlutabréf sín. Formaður- inn sagði að bætur til hinna brezku, frönsku, bandarísku, hollenzku, ítölsku, vestur-þýzku og japönsku hluthafa mundu ekki fara yfir 250 milljónir dollara samtals. Eiga þessir hluthafar bréf i fjórtán af hinum tuttugu og Ftmm einkabönkum sem þjóðnýttir hafa verið í íran. Formaður seðlabankastjórnarinn- ar sagði ennfremur að haldið yrði áfram að greiða af erlendum lánum sem gjaldfallin væru. Væru þau að upphæð þrír milljarðir dollara. Rúm- lega sex hundruð milljónir hefðu þegar verið greiddar af þeirri upphæð og átta hundruð milljónir yrðu greiddar í næsta mánuði. Fullvissaði iranski seðlabanka- maðurinn erlenda hluthafa um að þeim yrði greitt í erlendri mynt en einnig gætu þeir látið fjármuni sína renna til annarrar uppbyggingarstarf- semi i íran. Slíkt væri þó aðeins ábending vegna þess að irönsk yfir- völd vildu gjarnan halda áfram sam- vinnu við hina erlendu aðila við upp- byggingarstarfið í landinu. Formaður seðlabankastjórnarinn- ar sagði að taka mundi í það minnsta tvö ár að skipta um seðla og mynt í landinu þannig að andlit fráfarandi keisara hyrfi. Kúrdar eru stöðugtsamirvið sig og vilja ekki gefa upp von sina um sjálfstæði og ráð yftr eigin málum. Eftir byltinguna i Iran notuðu þeir tækifæiið og náðu aftur til sin verulegum völdum i þeim héruðum sem þeir eru fjölmennastir. Á myndinni er það Masoud Barzani, nýkjörinn formaður lýðræðisflokks Kúrda, sem bendir með hendinni en við hlið honum stendur nánasti að- stoðarmaður hans, Sami Rahman, sem nýkominn er frá trak ásamt hópi kúbanskra skæruliða. Irlandsheimsókn páfa vel fagnað Blöð á írlandi hafa fangað til- kynningum um að Jóhannes Páll annar páft hyggist heimsækja írland í september næstkomandi. Segja þau að vel geti verið að páfa takist að halda á- fram í friðarátt þar sem stjórnmála- mönnum hefur mistekizt. Forustu- greinar voru í fjórum af brezku stór- blöðunum um fyrirhugaða heimsókn páfa. Var þar tekið fram að illa væri að málum staðið ef einhverjum dytti i hug að reyna að hindra ferð páfa á einhvern hátt. í Daily Telegraph segir að ekkert sé eðlilegra en að stuðla að heimsókn páfa sem hyggist fara víða og hitta sem flesta á ferð sinni um írland. Ennfrem- ur segir að ef Jóhannes Páll ákveði að halda til Norður-ít lands, þar sem kaþólskur minnihluti eigi í hörðum dei um við mótmælendur, eigi brezka stjornin að sjá honum fyrir vernd og þeim tignarlegu móttökum sem hans heilagleiki eigi rétt á stöðu sinnar vegna. í Daily Mail segir að enginn geti efazt um að heimsókn páfa til írlands muni hafa það i för með sér, að hann muni benda kristnum mönnum á að þeir eigi að sameinast gegn þeim illu öflum, sem alls staðar sæki á i heiminum. í Daily Mirror segir að allt það sem páfi muni segja verði skilið í ljósi á- standsins á írlandi. Að sjálfsögðu hafi hans heilagleiki fullt leyfi til að segja það sem hann óski og ef hann fordæmi þá sem valið hafi ofbeldisleiðina muni það hafa meiri áhrif en orð allra stjórn- máiamanna.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.