Dagblaðið - 23.07.1979, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 23.07.1979, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 23. JÚLÍ 1979. Hátíðahöld kaþólikka á íslandi: 50 ARA KIRKJU- OGBISKUPS- VÍGSLUAFMÆU Íslenzkir kaþólikkar héldu upp á 50 ára vígsluafmæli Landakotskirkju með hátiðarguðsþjónustu í kirkjunni í gær að viðstöddum forseta íslands og kirkjumálaráðherra, meöal annarra. Guðjón Samúelsson teiknaði kirkjuna og Jens Eyjólfsson bygginga- meistari byggði hana. Þá var þess einn- ig minnzt að 50 ár eru liðin síðan fyrsd kaþólski biskupinn var vígöur hér á landi. Það var Þjóðverjinn Meulen- berg. Þá vígslu framkvæmdi kardinál- inn Von Rossun, sem síðar andaðist fram á altari í erlendri kirkju við guðs- þjónustu. Fyrir siðaskiptin voru biskuparnir vígðir í Niðarósi eða Lundi. Biskup kaþólikka hér nú heitir dr. Hinrik Frehen. - GS í> Kirkjan og umhverfi fánum skrýdd yfir hátíðina í gær. DB-mynd: Árni Páll. 2 A llilaikHllÉ! Loftleiðaflugmenn leggja niður vinnu — vegna f rídagainneigna Flugmenn á DC-8 þotum Flugleiða lögðu niður vinnu frá og með deginum í gær, vegna frídaga sem þeir eiga inni. Frídagarnir eru til komnir vegna stöðv- unar DC-10 þotu félagsins og aukins flugs DC-8 þotanna meðan á því stóö. Segir í bréfi sem Félag Loftleiða'lu'’ manna sendi Flugleiðum að aðg/’-' f>essar séu til þess að stjórn Flugleiða endurskoði afstöðu sína til uppsagna níu flugmanna í félaginu. Ákvörðun flugmannanna mun hafa í för með sér mikla röskun á starfsemi Flugleiða þar sem félagar F.L.F. munu ekki fljúga leiguflug, né heldur til Glasgow, Kaupmannahafnar, Dussel- dorf og Frankfurt fyrr en félagar þess hafa að fullu tekið út frídagainneign sína. DC-10 þota Flugleiða hefur níu áhafnir, og á meðan á kyrrsetningu vélarinnar stóð, voru þær allar verk- lausar. Þótti ekki fært að senda flug- mennina í endurþjálfun á DC-8 Stöðvun DC-10 þotu Flugleiða jók mjög álagið á flugmenn DC-8 vélanna, þannig að þeir eiga nú inni marga fridaga. þotuna, þar sem bú / .ar við henni í hverri viku. Segir í fréttatilkyniingu frá Flug- leiðum að nú séu í notkun tvær DC-8 þotur og fyrir þær 18 áhafnir, tvær Boeing 727 og fyrir þær 11 áhafnir og ein DC-10 með níu áhafnir. Samkvæmt kjarasamningum flug- manna er hámarksflugtimi þeirra 85 tímar á 30 dögum, en frá áramótum til 16. júlí hefur meðalnýdng þeirra orðið 243—272 timar og er þar átt við bæði flugmenn og flugstjóra á DC-8 og Boeing 727. Segir ennfremur í fréttatilkynning- unni að aðgerðir Félags Loftleiðaflug- manna munu skaða starfsemi Flugleiða og draga úr bolmagni félagsins til þess að afla aukinna verkefna. -ELA. Heilsubótartafflan Noppy gefur yður ótal möguleika til notkunur, eru góðar fyrir heilsu yðar, þcer má nota heima, í sundlaugunum, I gufuhaði, I garðin- um, á ströndinni o.s.frv. Töfflumar eru lóttar og laga sig eftir fætinum, örva blóðrósina og auka vellíð- an, þola olíur og fitu, auðvelt að þrífa þær. Fóanlegar i 3 litum: Gult, rautt, blótt "nii^.iiiiimni iin uím) Skóverzlun Þórðar Péturssönar Kirkjustræti8 v/Austurvöll — Sími 14181 VEIÐIVON Sigurður Hjartarson rennir fyrir lax í Elliðaánum. DB-mynd. Árni Páll. Tveir í sama kastinu Síðastliðinn föstudag gerðist það i Elliðaánum að maður einn fékk tvo laxa i sama kastinu, 7 punda hrygnu og 8 punda hæng. Átti atburðurinn sér stað i Holunni. Maðurinn var rétt ný- byrjaður við veiðar er lax beit á. Dró hann inn línuna og virtist sem um sæmilegan fisk væri að ræða. Þegar fiskur númer eitt er kominn upp úr tekur maðurinn eftir þvi að ilnan er föst i tálknunum á fiskinum, en varar sig ekki á því að annar fiskur er á. Skiptir það engum togum að fiskur númer tvö keyrir á stað með stöngina út i En maðurinn nær stönginni á síðustu stundu. Eftir smá stund hafði hann landað hinum laxinum. Á bakkanum lágu tveir laxar og báðir veiddir í sama kastinu. Geri nú aðrir betur. G.B. Veiðimaðurinn Veiðimaðurinn, blað númer I0l, er nú kominn út. Segja má að blaðið hafi aldrei verið glæsilegra. Forsíðan er sér- staklega góð. Þar er mynd af hinum nýja fána SVFR sem afhjúpaður var nýlega. Einnig eru myndir af helztu veiðisvæðum félagsins I Elliðaánum, Grímsá og Norðurá. Margar skemmti- legar greinar eru í blaðinu, svo sem Stangveiðifélag Reykjavikur 40 ára, Eg hlakka til allra árstiöa eftir Barða Friðriksson, Veiðimál á Suðurlandi, samantekt Einars Hannessonar, grein Árna lsakssonar Laxakynbætur og val laxa til undaneldis, auk fleiri greina. Já, segja má að Veiðimaðurinn hafi aldrei verið vandaðri en nú. G.B. Húkkaðu maður” 99 Blanda hefur frá örófi alda verið kölluð húkkáin, og þeir sem þar veiða flest allir sérfræðingar í að húkka. Það er sem sagt ekki maður með mönnum sem ekki húkkar i Blöndu. I sumar var Reykvíkingur einn við veiðar í Blöndu, sem var brún eins og versti skitaskurður. Allir frægustu húkkarar landsins voru mættir en Reyk- víkingurinn var ekki vanur að húkka laxinn. Hann rennir því eins og venju- Iegur veiðimaður. Og náttúrlega bítur enginn á hjá vininum. Einn af húkk- urunum frægu var aðeins neðar en sunnanmaðurinn við veiðar. Fór hann að fylgjast með kappanum og þótti þetta undarlegar veiðar í Blöndu. Svo hann labbar til vinarins og segir: „Kanntu ekki að veiða maður." „Jú” segir hann „en laxinn er eitthvað tregur.” „Hér er aðeins húkkað og ekkert annað og settu nú þríkrækju á strax og nokkrar sökkur. En vini okkar varð svo um þetta að það síðasta sem hann sagði við þennan húkkara var: „Við þurfum nú ekki að húkka laxinn fyrir sunnan það er á hreinu.” Sunnanmaðurinn hafði ekki áhuga á að renna aftur í þessa húkká. G.B. Vtlendingatímabil Júlí og fram í miðjan ágúst má kalla útlendingadmabil, þar sem að á þessum tíma er allt fullt af þessum útlendingum hér við veiðar. Ár þar sem þessir útlendingar eru í stórum hópum eru meðal annars Grimsá, Þverá, Norðurá, Hítará, Haffjarðará, Laxá í Dölum, Viðidalsá, Vatnsdalsá, Deildará, Stóra-Laxá í Hreppum, Sogið, Haukadalsá, Hofsá, Laxá í Kjós, Laxá i Leifársveit, Langá og Laxá i Aðaldal. Þaðeru því miðurekki margar ár eftir handa landanum, enda virðist það ekki skipta máli, númer eitt er að selja landið. Þó svo þjóðin sé á móti því. Almenningur mun ekki get- að stundað laxveiðar í náinni framtíð. Verðið er alltof hátt. Bændur útiloka venjulegt fólk frá því að stunda þessar veiðar sér til heilsubótar og skemmtunar. G.B. 99 „Einn poka á viku Mjög margir virðast stunda það að tína maðk að nóttu til að selja, enda er salan stundum mjög góð. Ánamaðkasalar hafa hingað til þótt harðir i sínum viðskiptum. Sumir eru farnir að ganga í hús og selja maðk. Og þá er stundum ekkert gefið eftir Einn var að selja í bænum um daginn Kom hann I hús í Austurbænum, hringir dyrabjöllunni og til dyra kemur kona um áttrætt. „Góðan daginn, það má víst ekki bjóða þér poka með 50 ánamöðkum í.” „Nei,” segir konan og hyggst loka. Þetta er alveg úrvals maðkur, einn poka fyrir næsta veiðitúr.” „Fer alrei í lax, góði minn.” Standa nú yfir umræður drykklanga stund en að lokum segir konan. „Jæja ég skal fá einn poka af þessum möðkum en farðu svo. „Konan gerði þetta aðeins til að losna við þennan maðkasala. Borgar konan nú fyrir pokann 3500 kr., en lætur maðkasalann hafa pokann og segir að hann megi eiga hann. Lokar hurðinni i snarhasti. Maðkasalinn er nú hinn ánægðasti yfir þessum við- skiptum og segir: „Maður ætti að geta selt þessari einn poka á viku.” G.B. Brúarvinnuflokkur- inn lék fyrir dansi „Þann 7. júlí héldu ungmenna- félagið, slysavarnafélagið og kven- félagið í Árneshreppi ball sem var vel sótt, enda skemmti hljómsveitin Ásar, sem er vel þekkt af öllu góðu hér um slóðir. Fólk skemmti sér konunglega þrátt fyrir erfiðleika sem að steðjaf landbúnaðinum. Þá stóð kvenfélagið að myndar- legum basar 14. júlí, þar sem falleg handavinna gladdi augað. Runnu allir munirnir út eins og heitar lummur og hefðu mátt vera fleiri. Auk þess var verðið afskaplega lágt. Ágóðinn rann óskiptur til Árnes- kirkju. Um kvöldið var slegið upp balli fyrirvaralaust. Óvæntir gestir komu i fjórum stórum rútum, þar á meðal brúrvinnuflokkur úr Borgarfirði. Brúarvinnumenn lögðu til tónlistina á ballinu og allir skemmtu sér hið bezta. Veður var með skásta móti og menn héldu því að loksins væri sumarið komið. En svo fór þóekki. Regína, Gjögri/-ARH

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.