Dagblaðið - 23.07.1979, Blaðsíða 17

Dagblaðið - 23.07.1979, Blaðsíða 17
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 23. JÚLÍ 1979. 17 i Iþróttir Iþróttir íþróttir Iþróttir D FEYENOORD KEMUR í DAG FEYENOORD, eitt þekktasta knatt- spyrnufélag Evrópu er væntanlegt til landsins i dag 23. júli. Mun liö félagsins dvelja hér i vikutíma og leika hér fjóra leiki, við ÍA i Reykjavík og á Akranesi, við ÍBV i Vestmannaeyjum og KA á Akureyri. Heimsókn Feyenoord er án efa einn helzti knattspyrnuviðburður á íslandi á seinni árum og verður ekkert til sparað til þess að gera leiki liðsins eftirminnilega. íslenzku liðin munu öll leika með lánsmenn og þá ekki af verri endanum. Karl Þórðarson leikur með Akur- nesingum í fyrri leiknum og Pétur Pétursson mun væntanlega leika með þeim í seinni leiknum. Árni Stefánsson kemur frá Svíþjóð og leikur í markinu hjá KA og síðast en ekki sízt mun Ásgeir Sigurvinsson leika með sínum gömlu félögum i ÍBV en hann hefur ekki leikið i Vestmannaeyjum síðan hann gerðist atvinnumaður i Belgiu sumarið 1973. Heimsfrægt knattspyrnufélag Eins og öllum knattspyrnuáhuga- mönnum er kunnugt leikur landsliðs- miðherjinn Pétur Pétursson með Feye- noord. Pétur gerði atvinnusamning við félagið i október í fyrra og tókst þá strax mjög góð samvinna milli Feye- noord og íþróttabandalags Akraness. Varð að samkomulagi að hollenzka félagið kæmi hingað til lands í keppnis- ferð sumarið 1979 á vegum knatt- spyrnuráðs ÍA og léki fjóra leiki. Eins og fyrr er getið er Feyenoord eitt þekkt- asta knattspyrnufélag Evrópu enda í hópi sigursælustu liða í Hollandi á seinni árum. Félagið hefur 11 sinnum orðið hollenzkur meistari, fjórum sinnum bikarmeistari og árið 1970 náði félagið svo tindinum þegar það varð Evrópumeistari í knattspyrnu eftir að hafa unnið Celtic í úrslitaleik 2:1. Sama ár varð Feyenoord heimsmeistari —og leikur hér fjóra leiki gegn íslenzkum liðum á einni viku félagsliða. Árið 1974 varð Feyenoord enn á ný sigursælt en þá varð félagið hollenzkur meistari og sigraði auk þess í UEFA-keppninni þegar það sigraði Tottenham í úrslitunum. Nokkur undanfarin ár hefur Feyenoord ekki vegnað sérlega vel en á þessu ári hefur mátt sjá þess merki að félagið sé á hraðri uppleið, ekki sízt vegna tilkomu Péturs Péturssonar og í vor varð það í 2. sæti i I. deild, þremur stigum á eftir Ajax. Lið Feyenoord fyrir siðasta keppnistimabil, en siðan bættist Pétur Pétursson i hópinn. Feyenoord varð i 2. sæti á sfðasta keppnistfmabili i Hollandi. Eitt frægasta félag Evrópu —hefur unnið til flestra eftirsóttustu titla knattspyrnunnar Wim Jansen er einhver allra þekktasti knattspyrnumaöur Hollendinga um þessar mundir og hefur að baki 63 lands- leiki. Hann lék bæði með Hollendingum i HM 1974 og svo 1 Argentfnu á s.l. ári. Stórkostlegur tengiliður. Sérstakar ferðirtil Eyja Sérstakar ferðir verða til Vestmannaeyja á kappleikinn rnilli Eyjamanna og Feycnoord á miövikudaginn. Asgeir Sigur- vinsson mun leika með löndum sínunt í Eyjum, en til þess fékk hann leyfi Standard Liege. Flugfélag íslands efnir til sér- stakrar hópferðar á lágu far- gjaldi á leikinn og verður farið frá Rcykjavík kl. 18,30, en vélin mun bíða í Eyjum þar til leikn- um er lokið. Mikill fjöldi Vest- manneyinga er í Reykjavík auk annarra knattspyrnuunnenda sem áhuga hafa a að sjá þennan leik með báðum þessum at- vinnumönnum. Fargjaldið báðar leiðir hjá Flugleiðum er 12 þúsund kr. Þá mun Herjólfur gefa 20% afslátt fyrir minnst 10 farþega sem hyggjast fara sjóleiðis til Eyja á lcikinn. FEYENOORD er eitt sigursælasta knattspyrnufélag Hollands fyrr og siðar og í hópi þekktustu félaga í evrópskri knattspyrnu. Félagið hefur alls 11 sinnum orðið hollenzkur meistari, fjórum sinnum hefur félagið orðið bikarmeistari og hátindinum náði félagið vorið 1970 er það sigraði skozka félagið Celtic 2:1 í úrslitaleik Evrópukeppni meistaraliða og náði þar meðæðstatakmarki allra knattspyrnu- liða í Evrópu, að verða Evrópumeistari. Leikmenn Feyenoord koma hingað til lands siðdegis i dag 23. júlí. Annað kvöld leika ÍA og Feyenoord fyrri leik sinn á Laugardalsvellinum kl. 20 og þá leikur Karl Þórðarson með ÍA, en hann er nú atvinnumaður í Belgíu sem kunnugt er. Á miðvikudagsmorgun fara ieik- menn Feyenoord til Vestmannaeyja. Þeir munu skoða Heimaey, snæða hádegisverð í boði frystihúsanna á staðnum og kl. 20 hefst leikur ÍBV og Feyenoord á vellinum við Hástein, en leikur þessi er mesti iþróttaviðburður, sem fram hefur farið í Eyjum, enda mun Ásgeir Sigurvinsson leika með sínu gamla liði. Að leik loknum snæða knattspyrnumennirnir kvöldverð í boði bæjarstjórnar. Á fimmtudagsmorgun halda leik- menn Feyenoord til Akureyrar. Á föstudagskvöldið kl. 19.30 leika KA og Feyenoord á grasvellinum á Akureyri og verður þar margt til gamans gert. Haustið 1970 varð Feyenoord síðan heimsmeistari félagsliða. Feyenoord kemur frá Rotterdam í Hollandi en þar var félagið stofnað 19. júlí 1908 og átti það því 71 árs afmæli nýverið. Það varð hollenzkur meistari í fyrstaskipti árið 1924ogskömmu fyrir seinni heimsstyrjöld átti félagið mikilli velgengni að fagna en styrjöldin batt enda á sigurgöngu Feyenoord. Félagið náði sér svo verulega á strik á sjöunda Lúðrasveit leikur, keppnisboltinn verður látinn svífa niður á völlinn í fall- hlíf og landsliðsmenn KA í frjálsum íþróttum keppa i hálfleik. Að leik loknum verður kveðjuhóf í Sjálfstæðis- húsinu. Á laugardag halda leikmenn Feye- noord suður aftur og á sunnudag klukkan 15 mæta þeir ÍA á nýjan leik, í þetta sinn á Akranesvelli. Er ætlunin að Pétur Pétursson leiki þá með sínum gömlu félögum í ÍA. Á Akranesi verður einnig ýmislegt gert til þess að gera hollenzku gestunum dvölina eftir- minnilega og bæjarstjórn Akraness mun bjóða þeim til hádegisverðar á sunnudag. Búizt er við mikilli aðsókn að leikj- unum og verður forsala að þeim öllum Akraborgin verður í ferðum milli Reykjavíkur og Akraness og sérstakar rútuferðir verða frá stærstu kaupstöð- unum norðanlands til Akureyrar i sam- bandi við leikinn þar. 'áratugnum og varð ftmm sinnum meistari á árunum 1 % 1 —71. A þessum áratug sem nú er að líða hefur árangur Feyenoord ekki verið eins glæsilegur og oft áður en á þessu ári hefur mátt sjá þess merki að félagið sé á hraðri uppleið og þess verði ekki langt að bíða að það nái sinni fyrri stöðu meðal fremstu liða Evrópu. Er það mikill fengur fyrir íslenzka knatt- spyrnuunnendur að Feyenoord skuli koma hingað til lands einmitt núna þegar lið félagsins er í mikilli framför, ekki sízt vegna tilkomu Péturs Péturs- sonar. Leikmenn Feyenoord Hjá Feyenoord eru nú 26 atvinnu- menn í knattspyrnu og eru þessir helztir: Ton van Engelen, markvörður, 28 ára, f. 4—10 1950, Joop Hiele, mark- vörður, 20 ára, f. 25—12 1958. André Stafleu, varnarmaður, 24 ára, f. 21 — 2 1955. Ben Wijnstekers, varnar- maður, 23 ára, f. 31—8 1955, Michel V. D. Korput, varnarmaður, 22 ára, f. 18—9 1956, Iwan Nielsen, varnarmaður, 22 ára, f. 9—10 1956, Stanley Brard, varnarmaður, 20 ára, f. 24—10 1958, Sjaak Troost, varnar- maður, 19 ára,f. 28—8 1959, Wim Jansen, tengiliður, 32 ára, fæddur 28—10 1946, René Notten, tengiliður. íþróttir i29 ára, f. 20-11 1949, Wim van TU, tengiliður, 25 ára, F. 24—9 1953, Roger Albertsen, tengiliður, 22 ára, f. 15—3 1957, Gerard W. D. Lem, framherji, 26 ára, f. 15—11 1952, Jan van Deinsen, framherji, 26 ára, f. 19—6 1953, Jan Peters, framherji, 26 ára, f. 20—7 1953, Richard Budding, framherji, 22 ára, f. 6—5 1957, Pétur Péturson, framherji, 20 ára, f. 27—6 1959, Carlo de Leeuw, framherji, 18 ára, f. 12—12 1960. Landsliðsmenn Feyenoord: Wim Jansen (63 leikir), Jan Peters, Joop Hiele, Michel W. D. Korput, Roger Albertsen, Pétur Pétursson og André Stafleu. Framkvæmdastjóri P. Stephan, þjálfari V. Jazek. Völlur: Stadium Feyenoord, Rotter- dam, rúmar 64.000 áhorfendur, þar af 53.000 i sæti. Búningur: Rauðar og hvítar peysur, svartar buxur, svartir sokkar með rauðri og hvítri rönd efst. Stanley Brard er ungur en einn efniieg- asti bakvörður Hollendinga. Boltinn kemur með fallhlrf —þegar Feyenoord leikur á Akureyri • t-t

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.