Dagblaðið - 23.07.1979, Blaðsíða 19

Dagblaðið - 23.07.1979, Blaðsíða 19
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 23. JÚLÍ 1979. 19 róttir Iþróttir Sþróttir íþróttir 5 greinum á Kalott ilaut enn f imm gullverðlaun, sigraði í öllum spretthlaupunum 200 m hlaup karla var þriðja grein mótsins. Þar hlaut Oddur Sigurðsson, hinn bráðefnilegi hlaupari úr KA, sín fyrstu gullverðlaun af fimm. Tími hans var 21,6 sek. sem er jafnt unglingameti Hauks Clausen. Sigurður Sigurðsson varð að gera sér 6. sætið að góðu. Hann hljóp á 22,7 sek. og hefur oft hlaupið betur. í 100 metra hlaupi kvenna sigraði Mona Evjen, Noregi, á 11,7 sek. en ís- lenzku stúlkurnar urðu í 2. og 3. sæti. Lára hljóp á 12,0 og Sigriður Kjartans- dóttir á 12,1 sek. Guðrún Ingólfsdóttir varð þriðja í kúluvarpi kvenna, varpaði 12,23 m. Finnsk stúlka sigraði með 13,02. íris Grönfeld varðsjötta með 10,37 m. Of hratt af stað í 800 m hlaupi bundu íslendingar miklar vonir við Jón Diðriksson, sem náð hefur mjög góðum árangri að und- anförnu. Hann fór hins vegar of hratt af stað og varð að gera sér 5. sætið að góðu á 1:52,8. Gunnar PáU náði 3. sæti á 1:51,7, en Finninn Tyre sigraði á 1:51,2. í langstökki kvenna kom annar finnskur sigur. Arja Jussila sigraði, stökk 6,01 m. Lára Sveinsdóttir varð fimmta með 5,45 m og Þórdís Gísla- dóttir sjöunda með 5,33 m. íslenzkir , kraftakarlar íslenzku kraftakarlarnir brugðust ekki í kringlukastinu. Óskar sigraði með 56,08 m. Erlendur varð annar með 55,10 m. Þriðji varð Norðmaðurinn Björbæk með 54,80. Óhagstæð vindátt kom í veg fyrir betri árangur. Mona Evjen Noregi hlaut sín önnur gullverðlaun er hún sigraði á nýju Kalott-meti í 400 m hlaupi kvenna. Tími hennar var 54,4 sek. Sigríður Kjartansdóttir varð önnur á 55,6 sek. Rut Ólafsdóttir var dæmd úr leik eftir að hafa þjófstartað tvivegis. Ragn- heiður systir hennar varð fjórða í 1500 m hlaupi, hljóp á 4:29,6. Thelma Björnsdóttir varð sjöunda, hljóp á 4:47,3. í hástökki karla sigraði Albrittsen Noregi. Hann stökk 2,07 m. Guð- mundur Guðmundsson stökk 2,01 m og varð þriðji. Stefán Friðleifsson varð sjöundi, stökk 1,98 m. Veika hliðin Langhlaupin hafa löngum verið veika hlið íslenzka frjálsíþróttalands- liðsins. Svo er enn. Þrátt fyrir að Sigurður P. Sigmundsson hlypi mjög vel á islenzkan mælikvarða og bætti fyrri árangur sinn um 13 sekúndur varð hann að gera sér sjötta sætið að góðu í 5000 m hlaupinu. Tími hans var 14:57,5. Brynjólfur Hilmarsson rak lestina á 16:17,0. Friðrik Þór Óskarsson var nokkuð frá sínu bezta í langstökkinu. Hann stökk 7,14 m og varð fjórði. Sigurður Oddur Sigurðsson kemur 1 mark sem öruggur sigurvegari 1 200 m hlaupi á nýafstöðnu meistaramóti Islands 1 frjálsum Iþrótt- um. Þar hlaut Oddur fimm gullverðlaun og þann leik endurtók hann I Kalott-keppninni. Sigurðsson náði hins vegar sínum bezta árangri, stökk 7,01 m og varð sjötti. í spjótkasti urðu íslenzku stúlkurnar í 4. og 5. sæti. íris kastaði 38,83 m og María 37,90 m. íslenzkir boðhlaupssigrar Þá var komið að boðhlaupunum. íslenzka kvennasveitin sigraði mjög ör- ugglega i 4x 100 m á nýju íslandsmeti, 47,35 sek. í sveitinni voru Helga Hall- dórsdóttir, Lára Sveinsdóttir, Sigur- borg Guðmundsdóttir og Sigríður Kjartansdóttir. Karlasveitin lét heldur ekki sitt eftir Iiggja og sigraði á 42,58 sek. en munur- inn gat varla verið minni því finnska sveitin hljóp á 42,61 sek. Þarna skildu því aðeins 3/100 úr sek. Eftir fyrri daginn var staðan þessi. Karlar: 1. Finnland 87 stig, 2. ísland 81 stig, 3. Noregur 53 stig, 4. Svíþjóð 52 stig. Konur: 1. Finnland 92 stig, 2. ísland 62 stig, 3. Svíþjóð 57 stig, 4. Noregur 56 stig. Síðari dagur Síðari dagurinn hófst eins og sá fyrri með íslenzkum sigrum. Erlendur Valdi- marsson sigraði i sleggjukasti með 57,84 m. Óskar varð þriðji með 56,16 Þórdis Gisladóttir sigraði i hástökki og átti góðar tiiraunir við nýtt Islandsmet. DB-myndir Hörður. í 100 m grindahlaupi kvenna kom tvöfaldur íslenzkur sigur. Lára sigraði á 14,55 sek. Helga Halldórsdóttir varð önnur á 15,01 sek. Mótvindur var tals- verður. Ekki gekk eins vel í 110 m grindahlaupi karla. Elias varð fimmti á 15,75 sek. og Valbjðrn sjöundi a 15,92 sek. í 200 m hlaupi kvenna nældi norska hlaupadrottningin Mona Evjen sér í sín þriðju gullverðlaun er hún hljóp á 24,60 sek. Sigríður Kjartansdóttir varð önnur á 25,68 sek. og Helga Halldórs- dóttir þriðja á 25,90 sek. Yfirburðasigur Hreins Hreinn Halldórsson sigraði með miklum yfirburðum í kúluvarpi eins og búizt hafði verið við. Hann varpaði 20.40 m og virðist nú vera að nálgast sitt bezta form. Óskar Jakobsson varð annar með 18,61 m. í 100 m hlaupi karla kom aftur tvö- faldur íslenzkur sigur. Oddur sigraði á 11,10 sek. og Sigurður varð annar á 11,24 sek. Mótvindur var 1,9. Guðrún Ingólfsdóttir kastaði kringl- unni 40,06 og varð þriðja. Kristjana Þorsteinsdóttir varð sjöunda með 33,16 m. Friðrik Þór stökk 15,32 m i þrístökki og varð þriðji. Pétur Pétursson varð sjöundi, stökk 14,10 m. Jón Diðriksson hljóp ágætt 1500 m hlaup og varð annar á 3:49,88 eftir harða keppni við Norðmanninn Jo- hannessen sem sigraði á 3:49,37. Gunnar Páll varð fjórði á 3:54,65. Ragnheiður Ólafsdóttir varð önnur i 800 m hlaupi á 2:10,66. Rut varð fjórða á 2:11,95. í 3 km hlaupi varð Thelma sjötta á 10:26,54 en Guðrún Sveins- dóttir hætti. íslandsmet Val- björns stendur enn Fimleikakappinn smávaxni, Sigurður T. Sigurðsson, stökk 4,40 m, þannig að enn stendur óhaggað 18 ára gamalt íslandsmet Valbjörns Þorláks- sonar, 4,50 m. Virðist Sigurður bera fullmikla virðingu fyrir meti Valbjörns, þvi hann hefur stokkið mjög hátt, yFir 4.40 m. Valbjörn ætlaði að byrja á 4,00 m en áttaði sig ekki fyrr en hæðin var orðin 4,10 m. Þá hæð réð hann ekki við að þessu sinni og var þar með úr leik. 3000 m hindrunarhlaupið var eini ljósi punkturinn í langhlaupunum. Ágúst Ásgeirsson sigraði örugglega á 9:05,56 mín. og Sigurður P. Sigmunds- son stórbætti sinn fyrri árangur. Hann hljóp á 9:15,78 mín. og varð fjórði. í 400 m hlaupi karla hlutu KA-menn- irnir Oddur Sigurðsson og Aðalsteinn Bernharðsson mjög glæsilega. Oddur sigraði á nýju unglingameti, 47,64 sek., og Aðalsteinn náði einnig mjög góðum tíma, 48,40 sek., og varðannar. Einar Vilhjálmsson kastaði spjótinu 65,40 m og varð fimmti. Elías varð sjötti með 63,64 m. íslenzkur trimmari Noregi 10 km hlaupið gerði sigurmöguleika íslenzku karlanna að engu. Finnar urðu1 þar í tveim fyrstu sætunum og hlutu 16 stig. íslendingar ráku lestina og hlutu 3 stig. Gauti Grétarsson, sem er búsettur i Noregi, hljóp 10 km í fyrsta sinn í keppni, aðeins til að tryggja íslending- um stig. Timi hans var 41:41,7 sem er alls ekki slæmt hjá trimmara. Steindór Tryggvason hljóp á 34:03,0. Þórdís Gísladóttir sigraði í hástökk- inu, stökk 1,74 m og átti góðar tilraunir við nýtt íslandsmet. María Guðna- dóttir varð sjöunda með 1,65 m. Þá var komið að lokagreinunum, 4 x 400 m boðhlaupum karla og kvenna. íslenzka kvennasveitin sigraði á nýju og glæsilegu íslandsmeti, 3:46,31. Finnska sveitin varð önnur á 3:52,26. 1 íslenzku sveitinni voru Helga Halldórsdóttir, Rut Ólafsdóttir, Sigur- borg Guðmundsdóttir og Sigríður Kjartansdóttir. Æsispennandi boðhlaup Karlaboðhlaupið var mjög spenn- andi því Finnar lumuðu á frábærum hlaupara á endasprtttinum. Oidur Sigurðsson hafði skilað þó nokkru for- skoti til Stefáns Hallgrímssonar, sem hljóp lokasprettinn, en Finninn hljóp mjög vel og saxaði stöðugt á forskot Stefáns. Stefán hljóp einnig mjög vel, líklega undir 49 sek., og kom í mark 5/100 úr sek. á undan Finnanum. í ís- lenzku sveitinni voru auk Stefáns og Odds þeir Aðalsteinn Bernharðsson og Sigurður Sigurðsson. Tíminn var 3:17,55. Þrátt fyrir að sigur hafi ekki unnizt í þessari keppni mega íslendingar vel við una. Greinilegt er að við erum að eign- ast frambærilegt landslið í frjálsum iþróttum á ný eftir mörg mögur ár. Hlýtur að fara að verða tímabært að huga að landskeppni við erkifjendurna Dani. -GAJ Urslitiríl bandansku knattspyrnunni um helgina Urslit í bandarisku knattspymunni um helgina urðu sem hér segir: New York Cosmos — Filadelphia Fury 1—0 New Engl. Tea Men — San Diego Sockers 1—0 Tampa Bay Rowdies — Chicago Sting 2—1 Atlanta Chiefs — Mcmphis Rouges 6—0 Houston Hurricanes — Detroit Express 2—1 California Surf — Washington Diplomats 2—1 Dallas Tornados — Seattle Sounders 2— 1 Portland Timbers — Ft. I.auderd. Strikers 4—1 San Jose Earthquakes — Tulsa Roughnecks 3—2 Vancouvcr Whitccaps — Tornoto Blizzard 3—0 Cosmos komst á sigurbraut með sigri yfir Fíladelfíu ofsanum 1—0 í New York. San Jose jarðskjálftarnir unnu góðan sigur á Grófhálsunum frá Tuisa og Snjóstormamir frá Toronto máttu þola 0—3 tap fyrir Hvíthúfunum frá Vancouvcr. Franz Beckenbauer lék á ný með Cosmos um helgina. Ameríkanarnir skipta liðunum niður í 6 riðla, sem ckki cr fyrir nokkurn venjulegan mann að botna í en cf við tökum efstu liðin í heildina þá lítur staðan þannig út. Á töflunni koma fyrst leikjafjöldi, þá sigrar, töp, markalala og síðan bónusstigið. Lið fá bónusstig fyrir hvcrt mark, scm þau skora — mest þrjú stig. Síðan kemur heildarstigatalan. Ath: Sex stig eru gefin fyrir sigur í Bandarikjunum. Cosmos 24 18 6 59—41 54=162 Houston 24 19 5 49—35 45= 159 Minnesota 25 18 7 54—35 49= 157 TampaBay 24 18 6 55—29 45= 153 Washington 24 16 8 51—33 46= 142 Vancouver 24 15 9 46—29 44=134 Chicago 24 13 11 58—52 51 = 129 I.os Angcles24 14 10 46—39 42=126 Forest hættir við ferð til Norðurlanda Nottingham Forest hætti um helg- ina við fyrirhugaða fcrð sína um Norðurlöndin. Að sögn eins forráða- manna fclagsins stóðu þau félög sem ætluðu að fá Forest til sin ekki við gerða samninga og munu þeir ætla að rcyna að komast eitthvað annað í æfingaleiki áður en kcppnistímabilið hefst hjá þeim 18. ágúsl.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.