Alþýðublaðið - 25.09.1969, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 25.09.1969, Blaðsíða 2
2 Alþýðublaðið 25. september 1969 SÆFARIGR UR UM AU ÞYKJ AST LÁTINN □ Mikill leyndardómur hvílir yfir afdrifum Englend- ingsins Donalds Crówhursts, en álitið er, að hann hafi .reynt að „falsa“ hnattferð á litlum báti. Fullvíst var talið, að hann hefði farizt, en í Sunday Mirror birtist á sunnudaginn var frásögn ljósmynd- ara nokkurs Shaun Hennessey, þar sem hann stað- hæfir, að hann hafi séð Crowhurst fyrir tveim vikum. Styrktur í hnaftferð á litlum báti, sem fannst mannlaus um 700 km frá Azoreyj- um Sé framburður Hennesey réttur, er Crowhurst uppvís að einu mesta svindli sögunnar, segir Sunday Mirror. ÁHÆTTA Hafi Hennesey aftur á móti rangt fyrir sér stendur áfram sú skoðun manna, að Crowh- urst hafi svipt sig lífi vegna þess að hann hafi ekki getað horfzt í augu við að verða upp- vís að slíku svindli. Teignmeuth Electron, sem er þrímöstruð skúta Crowhursts, fannst á reki í Atlantshafinu 700 mílur frá Asoreyjum 10. júlí sl. Hún var tekin um borð í fiutningaskip og flutt til Vest- uij-índía. jSamkvæmt dagbók skipsins hélt Crowhurst sig á Suður-Atlantshafi, þegar álitið var, að hann væri á hnattsigl- ingu, og sendi villandi skeyti um staðsetningu bátsins. Crowh urst leitaði hafnar í lítilli höfn í Suður-Ameríku, en það nægði honum til að falla út úr keppni þeirri, sem hann tók þátt í og Sunday Times stóð fyrir. Sam- kvæmt dagbókinni var hann mjög slæmur á taugum vikurn- ar áður en báturinn fannst. Margar sögur hafa verið á kreiki um að Crowhurst sé á lífi, og hér á eftir fer frásaga Hennesey, sem áður er nefnd- ur, en hann er 26 ára gamall og kunnugur Crowhurst. ÓÞEKKTUR MAÐUR i ( Sagan byrjar á því, að óþekkt ur maður hringir á ritstjórn Daily Mirror s.l. föstudag og segir, að vilji menn fá sann- anir fyrir því, að Crowhurst sé á lífi skyldi blaðið hafa sam- band við ungfrú Pat Clewlow, sem býr við Market Drayton, Shropshire. — Ungfrú Clew- low þessi vinnur á Barnstaple hóteli. Samkvæmt því sem hún sagði Sunday Mirror á laugardag- izt fyrir þann dag, sem síðast var skráður í dagbókina. Hennesey bætti því við, að hann hefði mætt hr. X nálægt Holsworthy í bláum fólksbíl. Og hann hélt áfram: „Mér til undrunar sá ég Croxhurst í framsæti bílsins. Hann var nokkuð breyttur í útliti, orðinn horaðri og hafði látið sér vaxa skegg, en ég var viss um, að þetta var Crowhurst. Hegðun hans var líka öðru- vísi. Ég man eftir honum sem mjög hressilegum og drífandi manni, en núna er hann orð- inn eins og hann hafi ekki sof- ið í langan tíma, — eða eins og hann sé undir áhrifum eitur- lyfja'*. Hennesey sagði, að Crowh- urst hafi ekki talað mikið. „Hinn maðurinn hafði orðið að mestu leyti, og samraeðurnar virtust hafa það takmark að benda mér á, að ég skuli gleyma Þetta er Ijósmyndarinn, sem segist hafa séff sæfarann. inn, hafði Hennesey farið í stutta ferð til Holsworthy, sem er lítið þorp, um 48 km. frá Barnstaple'. — Þegar hann var á leiðinni til baka, sagðiSt hann' hafa séð Crowhurst ásamt öðr um manni í bíl, nálægt þorp- inu. Blaðið hitti Hennesey að máli og bað hann að segja söguna eins og hún gerðist. Hér á eftir fer hún með hans eigin orð- um: ■ GERBREYTTUR MAÐUR „Mér varð mikið um það, þegar ég frétti, að ferðin hafi verið svindl, og ég fór að hugsa um það, hvort Crowhurst sé raunverulega dáinn. — Fyrir nokkrum vikum sagði mér mað ur, sem ég þekki, en get ekki nefnt með nafni, að Crowhurst sé ekki dáinn, heldur byggi hann í hjólhýsi í Skotlandi. Maðurinn sagði mér líka, að Teignmouth Electron háfi fund Pat Clewlow. þessu öllu saman. Crowhurst sagðist hafa gerli þetta peninganna vegna, en hann sagði ekki hvernig hann komst frá skútunni, hvar hann hafi haldið sig síðan né hva'ð hann ætlaðist fyrir. Síðan kom óþægileg þögn og mér fannst mér vera ofaukið, svo ég kvaddi og fór úr bíln- um. Síðan var honum ekið a£ stað. iHennesey var spurður að því, hvort hann væri reiðubúinn að hitta frú Crowhurst, en hann sagðist enga ástæðu sjá til að hann ætti að gera það. — Þarna voru blaðamenn Sunday Mirrof ekki sammála Hennesey. Ef hann er þess fullviss að Crowh urst er á lífi á hann að fara beinust leið til frú Crowhursfc og segja henni allt sem hann veit. Annað væri óhæfa. I, i „ÉG ER VISS UM, AÐ' .1 HANN ER DÁINN“ Frú Crowhurst sagði við blaðamenn, er þeir heimsóttu hana á heimili hennar í Bridge- water í Somerset; „Ef eigin- maður minn væri á lífi held ég að hann vissi eins vel og ég, að það eina rétta, sem hann gerði væri að koma beinustu leið hingað. En hann veit, að ég er enginn unglingsbjálfi, sem yrði óð og uppvæg, ef hann birtist í dyrunum.Jafnvel þótt hann gerði það ekki, á hann hundruð vina, sem skytu yfiu harm skjólshúsi". Frú Crowhurst, sem á þrja syni og dóttur, sagði að sig langaði til að sjá Hennessey, en hún bætti við: „Ég er viss um að Donald er dáinn“. Á meðan lík Donalds Crowh- ursts, sem er (eða var) 36 ára gamall, finnst ekki, er enginn vissa fyrir því, hvort hann lifin eða ekki. Ummerki um borð í skút- unni bera þess vott, að hann sé dáinn. En lýsingar Crowh- ursts á því hvernig hann svindl aði í hnattsiglingunni eru svo trúverðugar, að þarna er Urrt að ræða leyndardóm, sem ef til vill verður aldrei upplýstur. Ef hann er lifandi og er I felum, ætti hann fjölskyldU sinnar vegna að gefa sig frara, — Ef hann á hinn bóginn er dáinn, þjónar það litlum til- gangi að koma á kreik óstað- festum sögusögnum. Tala dauðsfalla á sænskum vegum hækkar □ Tala dauðsfalla á sænskum vegum fer aftur fjölg- andi eftir þá fækkun, sem leiddi af breytingunni yfir í haegri umferð fyrir tveimur árum. Dauðaslysunum fór að f jölga, þegar hraðatakmörkin voru afnumin fyr- ir ári, og eftirlit var minnkað, og dregið úr þeirri miklu uyiferðarfræðslu, sem fylgdi í kjölfar breytingarinnar. í júlí cig á'gúst í ár létust 237 í umferðinni, en 172 í fyrra 'á saima tíma segir sænáka blað ð Dagens Nyheter. Það er fyrirsjáanlegt, að í ár verða meira en 1300 dauða- slys, a'lveg eins og árin 1964, 1965 og 1966. Árið 1967 tóikst að koma slysunuim niður fyr ir 1000, og má þakka það á- hr 'fum af hægri breyting- unni, en þegar í fyrra nálg- aðist talan aftur 1300. Eigi að faékka slysunum fil muna á næsta ári, — það þyrfti að fælkika þeim uimi h'eCming — verða stjlónnmália m'ennirnir að sýna hvað í þeim býr og berjagt fyrir að tökið verði til óvinsælla, en nauð’syniegra ráða. Það verð ur að endurslkoða og bæta venjulegar slysavarnir og reyna nýjar. Það mlá t. d. taka upp ifleiri hraðatalkmahk anir, bæði úti á þjóðvegudn og í þéttbýli og til greina kemur hert eftirlit mieð hraða og jafnvel kemur til greina að lögreglan „sitji fyrir“ ölku mönnUm, sem aJka of hratt. E-nnig má Skiija þungaum- ferðina alveg frá annarri um ferð. En umifram allt verð- ur að gera meiri 'kröfur tiH ökumanina, það verður a3 löggjia meiri áherzlu á við- hald veganna og baeta götu- lýsingu, segir Dangens Ny- heter að ldkuim. —

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.