Alþýðublaðið - 25.09.1969, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 25.09.1969, Blaðsíða 8
8 Alþýðublaðið 25. september 1969 Ræðá Entils Jónssonar, ufanr íkisráðherra á Allsherjarþingi SÞ: „Sameinuðu þjóð- irnar þurfa að hafa sterkt löggæzlu- og friðarlið“ Gráíbroslegt að heimur sem h sfur 20 milljónir undir vopnum skuii ekki hafa efni á að halda uppi 20 þúsund manna gæziu- iiði fyrir Sameinuðu þjóðirnar Þessi myrid er tekin kvöldið, sem Allsherjarþingið tók til st Frú forseti. í nafni sendinefndar Islands færi ég yður hugheilar hamingjuóskir í tilefni af því, að þér hafið verið kos- in í hið háa embætti forseta Allsherjarþings Samein- uðu Þjóðanna. Sú kosning er í augum vorum í senn viðurkenning á persónulegum verðleikum yðar og virðingarvettur gagnvart landi yðar fyrir þann skerf, sem það hefur lagt til starfsemi Sameinuðu Þjóðanna. í henni felst einnig hylling til Afríku, og allra nýju ríkjanna í hinni miklu heimsálfu yðar, og viðurkenn- ing á hlut kvenna í sameiginlegri viðleitni vor allra að byggja börnum vorum betri heim. Sameinuðu þjóðunum er nú mikill vandi á höndum, — og -Sameinuðu þjóðunum er alltaf mikill vandi á höndum, þó að í flestum tilfellum sé mjög takmarkaður, og stundum eng- inri möguleiki á að leysa þann vanda. Vopnuð átök eiga r.ér stað víða og hætta er á að þau brjótist út á enn öðrum stöð- um. Hlutverk Sameinuðu þjóð- anna er samkvæmt stofnskránni fyrst og fremst að setja niður þær deilur, og alveg sérstak- lega þau vopnuðu átök, sem eru í gangi, og koma í veg fyrir önnur. En hvaða mögu- leika hafa Sameinuðu þjóð- irnar til að sinna þessu verk- efni og leysa það af hendi? í stofnskránni segir að þetta skuii gert fyrst í stað með frið- samlegum hætti og án vafd- beitingar. En hver hefur raun- in orðið? Ályktunartillögur eru hér fluttar og þær sam- þykktar, kannski með yfirgnæf- andi meirihluta allra þátt- tökuríkjanna, en málsaðili, eða aðilar hafa þær að engu, og þar með er aðgerðum Samein-. uðu þjóðanna lokið og málið niður fallið og allt óbreytt eins og var. Um • þetta eru dæmm deginum ljósari. Það er að vísu ekki hægt að ætlast til að Sameinuðu þjóðirnar geti leyst þau mál þar sem stórveldin eigast við, eða standa á bak • við, en mörg önnur mál hafa komið upp, sem viðráðanleg ættu að vera, ef allt væri með felldu. Venjulega aðferðin er sú að beita refsiaðgerðum gegn þeim sem óhlýðnast, en út- koman er oftast og ég vil segja ævinlega sú, að þessar aðgerð- ir renna út í sandinn, og ná ekki þeim árangri sem til er ætlazt. Sameinuðu þjóðirnar hafa líka komið sér upp frið- argæzlusveitum, sem ætlað er að fylgja eftir samþykktum allsherjarþingsins og öryggis- ráðs, og vissulega hefur þeim orðið nokkuð ágengt, en þó allt of lítið. Þær eru of fá- mennar og lítilsmegnugar. Þær hafa líka verið í fjárhagslegu svelti, og ekkert samkomulag um hvernig kostnaður af þeim skuli greiddur. Ég hefi séð það nýlega haft eftir einum mikilsvirtum manni að það sé grátbroslegt að heimur, sem hefur efni á að halda uppi herjum með samtals um 20 milljónu.m manna,, sem kosta árlega ,130 billjónir (dollara, hefur ekki efni á að halda uppi 20 þúsund manna gæzluliði fyrir Sameinuðu þjóðirnar, sem kostar, ef hlutfallslega er reiknað, .120 milljónir dollara, eða 1/1000 part af núverandi herkostnaði. Ég hefi áður á þessum stað vakið athygli á því hvernig gengi fyrir þeim, sem framkvæmdir ættu að ann- ast, en ekkert framkvæmda- vald hefðu, og Sameinuðu þjóðirnar eru engin undan- tekning. Þær þurfa að hafa framkvæmdavald til þess að koma sínum málum fram — sterkt löggæzlu- og friðarlið. VIETNAM OG DEILA ARABA OG ÍSRAELS]MANNA Við skulum ekki blanda Viet namstyrjöldinni inn í þessar hugleiðingar. Sú deila verður sjálfsagt ekki leyst fyrr en stórveldi þau, sem að þeim átökum standa, beint og o- beint, gera málið upp sín á milli. Og yfirleitt vildi ég mega taka undir með aðalritara Sam- einuðu þjóðanna, U Thant, það sem komið hefur fram hjá honum í ræðu nú ekki alls fyr- ir löngu, að stórveldin geri ekki nóg að því að styðja hina, því miður of veiku viðleitrii Sameinuðu þjóðanna til efling- ar friðnum í heiminum. Sjálf- sagt verður hinu göfuga tak- marki Sameinuðu þjóðanna um frið , aldrei náð nema þær njóti heilshugar stuðnings stórveldanna og án allra auka- sjónarmiða. Átökin milli ísra- el og Arabaríkjanna virðast nú verða ákveðnari og harðari, með hverjum deginum, sem líður, og* það svo, að allar lík- ur bendg til að dregið geti til opinnar ■■ styrjaldar- áður.. en varir. Ef stórveldin vildu heils hugar styðja viðleitni Samein- uðu þjóðanna til að koma í veg fyrir þetta, sem virðist geta haft ófyrirsjáanlegar afleið- ingar, ef til kemur, þá er tal- ið vafalaust að það mætti tak- ast. En það er einnig sýnilegt, eins og nú er komið að hinar örfámennu friðargæzlusveitir á þessu svæði megna einskis. NÍGERÍA, BIAFRA OG KÚRDAR Önnur dæmi mætti einnig nefna, þar sem að vísu ófrið- arástandið er ekki á milli ríkja heldur innbyrðis styrjöld, milli þjóðarbrota, og Sameinuðu þjóðirnar geta því illa haft af- skipti af. Gleggsta dæmið um þetta er ófriðurinn í Nigeríu, þar sem minni styrjaldaraðil- anum er að auki haldið i svelti, sem gengur út yfir al- menning, bæði börn og full- orðna, sem að því er fullyrt er falla hundruðum og þús- undum saman úr hungri og harðrétti, og hjálpfúsum þjóð- um ér haldið frá að veita að- stoð, sem þær eru fúsar að veita. Sama er að segja um Kúrdana, þó að á annan hátt sé, og er hörmulegt til þess að vita að enginn getur skorizt í leikinn. Þó að Sameinuðu þjóð- unum sé, samkvæmt stofn- skránni ekki ætlað að skerast í þann leik, þyrfti að gera þeim mögulegt að leitast við að koma þessu fólki til aðstoð- ar, eða að koma þvi til leiðar, að þjóðum, sem vilja veita líknarhjálp verði gert það kleift. Enn átakanlegra virðist þó vera að lítill eða tiltölulega lítill minnihluti, heldur stór- um meirihluta niðri, og lætur y;þá ekki einu sinni njóta sjálf- sögðustu mannréttinda. Er þetta enn hörmulega víða til- fellið. Sameinuðu þjóðunum ætti ekkert mannlegt að vera óviðkomandi. „Nihil humanum me alicnum est“ var sagt hér áður fyrri, að vísu í öðru sam- bandi, en vissulega ætti það að. vera ein .grundvallarregla fyrir Sameinuðu þjóðirnar. Rikisstjórn íslands og ís- lenzka þjóðin hafa fylgzt með óeirðum þeim, sem nýlega hafa átt sér stað í Norður-írlandi. írland er nágrannaland, og við berum hlýhug til þjóðar- innar, sem það byggir. Þótt íslendingar séu fyrst og fremst af norrænum stofni, rennur einnig írskt blóð í æðum okk- ar. Við viljum fullvissa vini okkar, írlendinga, um að við skiljum vel áhyggjur þeirra út af þjóðarbroti, sem bælt er niður og hefur ekki náð að rétta hhit sinn. Við höfum sam- úð með þeim út af vaxandi viðsjám í norðui'hluta lands- ins, er leitt hafa til óeirða, mannvíga og eignatjóns. Ríkisstjórn mín er þó jafn- framt í vafa um, hvort það muni vera í samræmi við hags- muni fólksins sjálfs að taka mál þetta á dagskrá Samein- uðu þjóðanna. Opinberar um- ræður um viðkvæm deilumál verða stundum til þess að æsa udd deiluaðila og auka viðsjár í landssvæðum þeim, sem í -hlut, eiga. Þá hefur það og ver- ið dregið í efa, að Sameinuðu þjóðirnar hafi rétt til að fja'Jla um mál þetta, með tilliti til ákvæða 2. gr., 7. mgr. Sáttmál- ans. Án þess að taka afstöðu til þess 'ati’iðis vil ég benda á, að utanríkisráðherra írlands hefur þegar gefizt tækifæri til þess að greina frá ástandinu og skýra sjónarmið ríkjsstjórnar sinna teljur legt. um ] um í Same þann vand vona; þess ilar, leggi; á e vand SÞ ] ÁS MA Sa: til v: sviði Þarf nokk einuc slíkt manr Heils svo raun; stofn um s leiðsl verið heill; væri ur n; um, ' einuc að ki friði, meta einuf mest lags- ár e un ekki verði alian voru ara i

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.