Alþýðublaðið - 25.09.1969, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 25.09.1969, Blaðsíða 13
sjþ tr m iIOTTIR Rftstjóri: Örn Eiðsson Sefur Ricky Bruch heim- mef í kringlu? iBob Cousy jbyrjar aftur l Ricky Bruch. □ Sænski kringlukastarinn Ricky Bruch varð annar á Ev- rópumeistaramótinu í Aþenu og kastaði þá 61,01 m. Að lokn um EM fór hann rakleiðis til Malmö og keppti í sinni upp- áhaldsgrein kringlukasti. Hann sigraði með miklum yfirburð- um og kastaði 68,06 m. eins og skýrt hefur verið frá. Brueh er 23 ára gamall og ■ ‘Ls“1mTþtrótt„mdH,^»"°ó!j 43 ára og leikur meS Cincinnati Royals í feiminn að láta í ljós skoðanir | sínar. Hann segist vera sá bezti YCfiUÍ í heirrii og virðist vera á góðri “ leið með að láta það rætast. Bruch kom fyrst fram í dags- ljósið 1066 og setti þá nýtt j norrænt unglingamet, kastaði -56,26 m. Árið 1967 kastaðij hann lengst 59,34 m. 1968: 61,98 og nú á hann 68,06 á j þessu ári. Bruch er svokallaður j „heima“-kastari nær yfirleitt beztum árangri á móti í Sví-, þjóð. Að lokum birtum við skrá j yfir beztu kringlukastara heims ' í dag; 1968 J. Silvester, USA 68,40! 1969 R. Bruch, Svíþj. 68,06 I 1969 L. Danek, Hékk. 66,49 1967 R. Matson, USA 65,15 I 1968 A. Oerter, USÁ . 64,78 j 1968 G. Puce, Kanada 64,39 1968 G. Carlsen, USA 64,13 I 1968 R. Babka, USA 63,93 I 1969 J. Cole, USA 63,65 1969 L. Milde, Au.-Þ. 63,60 I □ Lengi lifir í gömlum glæð- um stendur einhvers staðar skrifað, og það á svo sannar- lega við um snjallasta bakvörð í sögu körfuknattleiksins, Bob Cousy. Að sögn Intemational Herald Tribune ætiar hann nú, eftir nokkurra ára hlé, að byrja aftur áð leika listir sínar á leikvellinum, 43 ára gamall. Forsaga þess máls er sú, að eftir lok síðasta keppnistíma- bils var Cousy ráðinn þjálfari hjá Cincinati Royals. Cincin- nati hefur innan borðs stór- stjörnur á við Oscar Roberts- son og Jerry Lucas, svo ein- hverjir séu nefndir, en innan um eru ungir og .óreyndir leik- menn, menn morgundagsins ef svo má.segja; Þeim ætlar Cousy' nú það hlutverk, að útfæra braðupphlaupstaktik þá, jsém hann sjálfur var svo stór hluti af hjá Boston Celtics forðum, og önnur áðalástæðan fyrir þessu afturhvarfi hans á.gam- alkunnar slóðir er sú, áð hann álítur það.-vera fljótlegra og árangursríkara að kenna leik- mönnum Cincinnati þessa vanda sömu leikaðferð með sýni- kennslu. Hin ástæðan, sem tal- in er ráða miklu um ákvörðun Cousys, er fjármálahliðin. — Cousy og stjórn félagsins telja sem sé — og það ér ekki nokk- ur vafi á því að það er hárrétt hjá þeim — að auka megi að- sóknina að leikjum liðsins með þessu móti. Líklega flykkjast körfuknattleiksaðdáendur í þúsuhdatal'i að í hvert sinn sem liðið leikur í vetur, til þess að horfa enn einu sinni á stjörn una,: sem allir hugðu hrapaðá ■ af himninu’m fyrir fullt og allt, og það þýðir fleiri dollarji í kassann hjá Cincinnati Royals. Enn eru þó ekki álveg öll kurl komin til grafar í þessu Framh. á bls. 4 HVAfl GERIST í □ íslenzka landsliðið í knattspyrnu leikur 4. leik sinn á þessu sumri í París í kvöld og andstæðingurinn er áhuga- mannalið Frakka. Þetta er sterkt lið á okkar mælikvarða þó að það sé mun lakara en atvinnumannalið Frakklands. Leikið verður við flóðljós. Síð- ast þegar við lékum við áhuga- mannalið Frakka hér í Reykja vík fyrir um það bil tveimur árum sigruðu Frakkar með 2 mörkum gegn engu. Þeim þremur leikjum, sem landslið okkar hefur leikið lauk þannig, að íslendingar sigruðu Bermuda með eins marks mun, við töpuðum fyrir Norðmönnum með 2:1 og fyrir Finnum með 3 gegn 1. Þetta er ekki sem verst útkoma, þeg ar þess er gætt, að leikirnir gegn Norðmönnum Finnum voru leiknir ytra, sem ávallt er verra. Ékki er rétt að vera samt með neina bjartsýni í þetta sinn, þó að sigur væri að sjálfsögðu kærkominn. t Pachmann rekinn úr flokknum PRAG. — NTB. □ Tékkóslóvakíski stór- meistarinn í skák Lidek Panh mann var rekinn úr kommún- istaflokknum, því hann fylgir ekki stefnu flokksins og er mjög erfiður flokksmeðlimur að sögn hinnar opinberu skeyta stöðvar Ceteka. Þá hafa ný á- föll hent Alexander Dubjek og menn bíða eftir, að stjórn- málaleg örlög hans verði ráðin á Hlenumsfundinum. Frá landlsleiknum við Bermuda í sumar, þegar Islendmgar sigruðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.