Alþýðublaðið - 25.09.1969, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 25.09.1969, Blaðsíða 15
Alþýðublaðið 25. september 1969 15 DUNN Framháld af bls. 16. 1966, 337 kg 1967 og 414 kg árið 1968. En í ár yrði útflutn- ingur á æðardún hjá Samband inu að líkindum allt að bví helmingi meiri en í fyrra eða 700—800 kg. Hann taldi, að þessi aukning á útflutningnum stafaði fyrst og fremst af geng- isbreytingunni og minni inn- anlandssölu, en verð á æðar- dún mundi a. m. k. hækka um 2Ö00 krónur kílóið á þessu ári og varla verða undir 5000 krón um. Væri sýnt að draga mundi stórlega úr innanlandssölunni, þegar dúnninn væri korhinn í þetta verð, það væri of hátt fyrir innanlandsmarkaðinn, og mundi þá útflutningur aukast að sama skapi. Gizkaði hann á, að heildarframleiðsla á æðar- dún næmi um 1200—'1500 kg á öllti landinU. Að sögn Agnars er æðardúnn inn aðallega seldur til Þýzka- lands, en einnig til Bretlands og fleiri landa. Þjóðverjar hafa alltaf verið stærstu kaupend- urnir. Þeir nota dúninn í sæng- ur og selja hann mjög víða. Þettá er í raun og veru lúxus- vara, sagði Agnar. Það hefur tl d. komið fyrir, að keisarinn í Japan hefur keypt af þeim æðardún ,í nokkuð stórum stíl handa fjölskyldúnni. Eins og áður segir er Sam- bandið aðalútflytjandi æðar- dúnsframleiðslunnar, en þess má jafnframt geta, að það rek- ur dúnhreinsunarstöð á Akur- eyri með mjög jfullkomnum vélakosti, sem hreinsar megin- hlutann af dúnframleiðslu lands manna. Þess má svo geta til viðbót- ar, að varpbændur munu teija æðardúnsverðið mjög hagstætt eftir gengisbreytinguna og hafa fullan hug á að auka varpið og dúnframleiðsluna, m.a. með eyðingu minks og svartbaks, sem gera víða slæman usla í varplöndum. Fyrir þá, sem ókunnugir eru æðarvarpi, er kannski ekki ó- fróðlegt. að láta þess getið, að um 60 hreiður munu fara í dún- kílóið til jafnaðar og vantar þá ekki mikið á, að dúnleitarfólk- ið hafi tínt upp hundraðkall úr hreiðri, þegar það leitaði varplöndin í vör, miðað við það verð, sem upp er gefið. Það er því óneitanlega til noklcurs að vinna. Ef til vill fer að verða tímabært að hefja beinlínis æðarvarpsrækt í stórum stíl hér á landi, eins og sUmir hafa látið sér detta í hug. — MISTOK lík verið sett beint í frysti- geymslu, t.d. ef þau hefðu fund izt úti á víðavangi en þó mætti ekki setja þau í geymslu fyrr en opinber líkskoðun hefði far- ið fram og dánarvottorð verið gefið út. — Frh. af 1. síðu. ans, Andrej Myschetzky skýrði svo frá, áð hin 70 ára koha, sem úrskurðuð hafði verin lát- in, væri nú á batavegi én þó ekki úr lífshættu. Hún er enn ekki orðin svo frísk, að hún geti talað en heldur fullri með- vitund. Konan var úrskurðuð látin, er hún fannst á heimili sínu í Gentofte eftir að hafa tekið inn mikið magn af svefn- pillum. Hún var flutt til líkhúss ins og það var ekki fyrr en það átti að setja hana í frysti- geymslu, að vaktmaður kom auga á að bún andaði. Hún var þá flutt í snatri á Bipebjergs spítalann, þar sem hún liggur nú. Lögreglan hefur kært lækn inn og hefur staðið í miklum yfirheyrslum, sem enn er ekki að fullu lokið. Málið verðúr sent læknaráðinu og heilbrigð- isstjórninni til athugunar. — Læknirinn neitar stöðugt, að hann beri ábyrgð á mistökun- um. Prófessor dr. Jörgen B. Dal- gaard yfirmaður líkrannsóknar deildar sjúkrahússins í Árósum hefur ákveðið að breyta lögun- um um meðferð líka hjá stofn- unínni. Haft er eftir honum, að hér hafi komið fram veila í lög unum, sem verði að breyta til að hindra, að atburðurinn geti átt sér stað aftur. Hann út- skýrði, að í þeim tilfellum, þar sem fólk hefði eitrað fyrir sér með narkotika og svefnmeðul- um, væri mjög erfitt að úr- skurða fólkið dáið, því mörg dánareinkenni fyndust á því, þótt ekki væri um raunveru- legan dauða að ræða. Hann sagði ennfremur, að oft hefðu Útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, SIGRÚNAR KRISTJÁNSDÓTTUR, . Laugavegi 15, > ’ fer fram frá Sigluf jarðarkirkju laugardaginn 27. sept. 'kl. 2 e.h. Sveinbjöm Tómasson, Guðjón Tómasson og fjölskyldur. ■ Framhald af bls. 16. Tim, álla vega hefði hún orðið minnst fyrir barðinu á tíma- hraki þeirra félaganna. Þessi skák fór í bið eftir 42 leiki, en Guðmundur gaf hana í 46. leik. Við birtum hér þessa skák í heild, Friðrik hefur hvítt, en Guðmndúr svart. 1. Rf3, d5 2. c4, c6 3. d4, Rf6 4. Rc3, e6 5. e3. Rbd7 6. Bd3, dxc 7. Bxc4, b5 8. Bd3, Bb7 9. 0—o; b4 10. Re4, RxR 11. BxR, Be7 12. a3; a5 13. Dc2, Dc7 14. axb, axb 15. Bd2, Rf6 16; HxHt, BxH 17. Bd3; 0—0 18. e4, g6 19. Hcl, Hd8 20. h3, Dd7 21. Ilal, Bb7 22. Ha7, Ha8 23. HxHt, BxH 24. Dc4, Db7 25. Bg5, Kg7 26. ,Rd2, li6 27. Be3, Rd7 28. Rb3, Kh7 29. Dcl, Bf8 30. h4, eö 31. Dc4, Rb6 32. Dc2, Rd7 33. h'5, Bg7 34. De2, Dc8 35. f4, exd4 36; Bxd4, De8 37. e5, De6 38. Rd2, c5 39. Bf2, Rb6 40. Bxc5, Rd5 41. Df2, Dc6 42. hxgt, fxg 43. f5, gxf5 44. Dxf5t, Kg8 45. Dh7t, Kf7 46. Re4, svartur gefur. Friðrik sagði um þessa skák, að hann hefði haldið Guðmundi niðri framan af með því að gefa honum aldrei tækifæri áð losa biskupinn á a8. Þannig hefði hann haldið hönum niðri drottningar megin þangað til hann vár sjálfur búinn að mynda sér færi á kóngsvæng. Þess skal getið, að í 39. leik lék Guðmundur af sér, gaf peð, og var taflstaðan þá orðin ærið erfið fyrir hann. — Treystum kyns óreglu og jafnvel ölæði bargesta. Magir óttast einnig, iað - opið vínve j^nigahús hafi slæm áhrif á unglingana og viðhorf þeirra til áfengis. Þá þykir mörgum horfa til vand- ræða, að hafa slíkt veitinga- hús ' í þéttbýlu íbúðarhverfi. — Er ekki kosið aðeins um það, hvort veita gigi þessu eina veitingahúsi vínveitingaleyfi eða ekki? — Jú, að þessu sinni. En ó- kleift verður að standa gegn leyfi til annarra húsa, ef ósk- ir kæmu fram um það, t. d. ef framtakssamir menn kæmu upp gistihúsi í bænum og óslc- uðu eftir vínveitingaleyfi. — Að lokum, Ólafur? — KosningaSkrifstofan verð- ur opin fram á kjördag milli kl. 14 og 22, allan sunnudag- inn. Símar kosningaskrifstof- unnar eru 5-27-27 og 5-02-73. Á sunnudag verður kosninga- skrifstofan opin allan daginn. Þar geta þeir sem þess þurfa, beðið um bíl til að komast á kjörstað, en smalamennsku ætlum_ við enga að hafa í frammi. Við treystum áhuga bæjarbúa fyrir góðum mál- stað. Frh. af 1. síðu. arafundar um það í kvöld. í dag kemur út blað um málið. — Hvernig hafa undirtekt- irnar verið? — Undirtektir fólks hafa yf- irleitt verið mjög góðar, en þó vitum við um marga, sem eru 'andvígir 'Vínv.eítingaleyfinu, en vilja ekki hafa afskipti af málinu opinberlega. Það má taka það fram, að við vitum um vinnustað í bænui% þar sem 92% manna eru á móti því, áð leyfið verði veitt. — Hvers vegna vill ekki ykk ar fólk að. vín verði framreitt, í veitingahúsinu? — Við 'téljum, áð slíkt leyfi muni auka áfengisneyzlu í bænum og bindindismenn eru andvígir allri" aukningu áfeng- isneyzlunnar, en fjöldi manna, sem ekki eru bindindismenn ~sjálfir, eru and'vígir vínveit- ipgaleyfinu fyrst: og fremst vegna þess að í veitingahúsinu verður leyfilegt að 'hafa opinn vínbar alla daga nema mið- vikúdaga og menn óttást hvers Okkurí hag Frh. af 1. síðu. svo sem um það, hvort menn sé á kjörskrá og hvort þeir verði heima eðlaj jtanbæjar, þegar kosið verður þann 28. september. Það hefur valdið okkur nokkr um erfiðleikum, hversu stuttan tíma á degi hverjum er hægl að kjósa utan kjörfundar, en það er aðeins hægt milli klukk- an níu á morgnana og tólf á hádegi. — Hvernig hafa undirtektim ar verið? — Undirtektir fólks hafa ver ið mjög jákvæðar, það hefur haft samband við skrifstofuna og sýnt málstaðnum mikinn skilning. Það mætti skjóta því inn hér, að nokkrir vinnustað- ir hafa efnt til skoðanakönn- unar varðandi málið og hefur niðurstaðan verið sú undantekn ingarlaust, að algjör meirihluti er því fylgjandi, að Skiphóll fái vínveitingaleyfi. — Hvers vegna vill fólkið, að vín verði framreitt í veit- ingahúsinu? — Fólk leggur aðallega áherzlu á þann aðstöðumun að þurfa að sækja allar sínar skemmtanir til Reykjavíkur og hversu mikið fjármagn Hafrj- firðinga fer í umferð utan bæjarins. Er talið, að þetta fjár- magn skipti milljónum króna á ári aðeins vegna skemmtana. Eins hefur fólkið tekið fram, að eigi það þess kost að njóta sömu skemmtunar og veitinga hér í Hafnarfirði og í Reykja- vík, geti það reiknað með, að máltíð í Skiphóli fyrir hjón kosti jafnmikið og ferð með leigubíl frá Hafnarfirði til Reykjavíkur og aftur til baka. Þá hefur fólk tekið eftir því, að nú yrði hægt að fá hingað ferðamenn til að skoða Hellis- gerði og ýmsar merkilegar byggingar og jafnframt að veita þeim fullkomnustu þjónustu. — Er ekki aðeins kosið um það, hvort veita eigi þessu eina veitingahúsi vínveitingaleyfi eða ekki? — Jú, það er aðeins kosið um það eitt. Nokkurs misskiln- ings hefur gætt í kosninga- áróðri andstæðinganna, hefur því þannig verið haldið fram, að kosið væri um áfengisút- sölu í Hafnarfirði og eins hitt, að vínbar verði opinn í Skip- hóli um miðjan daginn, en þetta tvennt er byggt á rang- túlkun og villandi upplýsing- um. Húsinu er aðeins ætlað að starfa föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld til dans- leikja og skemmtanahalds. — Verður strangt eftirlit með því, að gestir innan við tvítugt fái ekki aðgang. Nú, einnig verður skapaður sérstakur grundvöllur fyrir unglingadans leiki í samráði við æskulýðsráð og íþróttahreyfinguna". — Að lokum, Gissur? — Ég vil að lokum hvetja fólk til að hafa samband við skrifstofuna, en sími hennar er 5 28 77 og ennfremur vil ég hvetja Hafnfirðinga til að mæta vel og snemma á kjörstað þann 28. september. Aðstoðarlæknir Staða aðstoðarl'æk'nis við lyflækningadeild Borgarspítalans er laus til lumsóknar. Upplýs- ingar varðandi stöðuna veitir yfirlæSkinir d'eildarinnar. Laun sa«mkvæmt samnintgi Læknaféiaigs Reykjavíkur við Reykjavíkur- toorg. Staðan veitist til 1 ár's frá 1. nóv. eða síðar eftir samkomulagi. Umsóknir, ásamt upplýs- inigum um nám og fyrri sfcörf, sendist Sj'úlkra- íhúsnefnd Reykjavíkur fyrir 20. okt. n.k. Reykjavík, 24. september 1969, Sjúkrahúsnefnd Reykjavíkur.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.