Alþýðublaðið - 25.09.1969, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 25.09.1969, Blaðsíða 6
6 Alþýðublaðið 25. september 1969 Kvöldsnyrt- ing fyrir konur á öll- um aldri □ Fyrsti fundur Sambands íslenzkra fegrunarsérfræðinga, á þessu hausti, var haldinn í Hótel Sögu, sunnud. 14. þ. m. Var fullskipað við hvert borð bæði af konum og körl- um. Fjórar snyrtistofur innun félagsins sýndu kvöldsnyrtingu fyrir konur á mismunandi aid- ursskeiði. >á var hárgreiðslu- sýning. Meistari hárgreiðslu- stofu Kópavogs sýndi notkun hárkollna og eigandi hár- greiðslustofunnar Cleopötru, Ragnar Guðmundsson, sýndi djarfa hárgreiðslu fyrir unga stúlku. Nefndi hann hárgreiðsl- una Apollo 12. Ragnar Gúð- mundsson greiddi einnig sýn- ingastúlkunum er sýndu tízku- fatnað. Fyrst voru sýndir kvöld klæðnaðir, buxnakjólar, síðan síðdegiskjólar og kápur, hatt- ar og buxnadragtir, einnig fatnaður úr íslenzkum skinn- um og handunninn fatnaður frá íslenzkum heimilisiðnaði. Sýningunni lauk með því að sýndur var forkunnarfagur skautbúningur, eign listakon- unnar frú Helgu Foster, og hef ur hún sjálf teiknað og saumað búninginn. Frú Margrét Hjálm- týsdóttir sá um tízkusýninguna og var kynnir hennar. Núverandi formaður félags- ins er frú María Dalberg. Frú María Dalberg sýnir skautbúning, saumaðan .af Helgu W. Foster. Við hlið hennar stendur frú Margrét Hjálmtýsdóttir, er sá um og kynnti sýninguna. Reykjavík — GS. □- Alþýðublaðið hafði í dag. samband við Guðlaug Rósin- - krans Þjóðleikhússtjóra og fékk þær upplýsingar, að' minnzt yrði 30 ára leikaraaf- mælis Ævars R. Kvarans á þessu ári og yrði sýningin á" leikritinu Betur má ef duga skal eftir Peter TJstinov af- mælissýning Ævars. Ævar R. Kvaran hóf íeikaraferil sinn árið 1938, svo í raun átti hann ' 30 ára starfsafmæli i fyrra, þó haldið verði upp á það nú. Ævar er þjóðkunnur maður,' hefur margsinnis komið fram í útvarpi, bæði í leikritum og með sína eigin þætti. Hannr hefur einnig veitt forstöðu leik- skóla sínum og undirbúið marga nemendur fyrir leikara- nám. iáflifiBW . Margrét Guðmuudsdóttir að snyrtingu með Coty snyrtivörum. Framleiðsla á sokkabuxum cg v sokkum er miikig vanda og ná- kvæmnisiyer’k. TAUSCIIER verksmiðj'urn- ar nota eingöngu mý.jar mjög braðviikar og náikvæmar vélar við framleiðsluna s'amhliða fuHkominni tækni cg ströngu gæðaeftirliti. Þess vegna eru TAUSCIIER vörur í sérflbkki varðandi gæði, fallega áfer'ð, r'étt snið og vöru- vöndun. Nýjar sendinígar af hinum vin- ' sælu TAUSCHER sck-ka- buxum og sok'kum eru væntan- legar. Kaupmenn og innkaupastjórar eru v mscmlegast heðnir að hafa samband við okkur sem fyrst viðvíkjandi nýjum og eidri pöntunum. UMBOÐSMENN:

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.