Alþýðublaðið - 25.09.1969, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 25.09.1969, Blaðsíða 11
Alþýðublaðið 25. september 1969 11 SÞ. Framhald úr opnu. er máliS var tekið upp hér á allsher j arþiPginu. Rikisstj órn mín er á þeirri skoðun, að nauð syn beri til að setja haldgóðar alþjóðareglur fyrir þetta svæði. Mannkynið hefur hafið ævin- týralegar könnunarferðir út í geiminn. Tími virðist því kom- inn til að koma betri skipan á mál hér á jörðu niðri og þar á meðal að setja réttlátar reglur og haldgóðar um landssvæðin undir úthafinu og nýtingu auð- æfa þeirra í þágu alls mann- kýns. ísland er eitt af 42 ríkjum, sem sæti eiga í Hafsbotnsnefnd inni, sem skipuð var af síðasta allsherjarþingi. í nefndinni hef ur ísland hvatt alla aðila til þess að vinna að samkomulagi um nokkrar meginreglur, sem allsher-jarþingið myndi síðan samþykkja í yfirlýsingu um friðsamlega nýtingu hafsbotns- ins, á svipaðan hátt og gert var um geiminn og notkun hans. Skýrsla þriðju ráðstefnu 'nafs botnsnefndarinnar mun bi’áð- lega verða lögð fyrir Allsherj- arþingið. Af henni mun þingið sjá, að enda þótt samkomulag hafi náðst um drög að nokkr- um meginreglum í nefndinni, "________________________ var nefndin á þessu stigi ekki reiðubúin að leggja fyrir þing- ið heildar-reglur til samþykkt- ar. Þetta er næsta eðlilegt, og ríkisstjórn mín ber fullt traust til nefndarinnar og væntir þess, að henni muni tgkast að Ijúka með góðum árangri hinu mikil- væga verkefni sínu. Ríkisstjórn mín vill þó á þessu stigi nefna helztu atriðin, sem hún telur, að ná megi alþjóðlegu samkomu lagi um á næstunni. Þau eru sem hér segir; 1. Hluti hafsbotnsins liggur fyrir utan lögsögu ríkja. 2. Ekkert ríki getur gert til- kall til eða helgað sér lögsögu yfir téðu svæði. 3. Þetta svæði, sem síðar verður nánar skilgreint, skal hagnýtt eingöngu í friðsamlegum tilgangi. 4. Alþjóðareglur skulu settar varðandi umrætt svæði. 5. Könnun og notkun svæð- isins skal fara fram sam- kvæmt reglum þjóðarétt- arins, að meðtöldum Sátt,- mála Sameinuðu þjóð- anna. 6. Svæðið skal hagnýtt í þágu alls mannkyns, með sérstöku tilliti til þarfa og hagsmuna þróunarland- anna og alþjóðlegra þarfa, 7. Hindra skal mengun hafs- ins og settar skulu regl- ur um skyldur og ábyrgð ríkja í því tilliti. Ríkisstjórn íslands telur, að þessar sjö meginreglur geti verið grundvöllur að framtíð- ar-lagakerfi fyrir úthafsbotn- inn, og vil ég hér með benda fyrstu nefndinni, er mun fjalla um þetta dagskrármál, á þessi atriði sem einskonar málamiðl- unartillögu til frekari umræðu. Tuttugasta og þriðja allsherj- arþingið samþykkti éinróma ályktun, sem ísland bar fram ásamt mörgum öðrum með- flutningsmönnum, þess efnis, að framkvæmdastjóra Samein- uðu þjóðanna skyldi falið að semja álitsgerð varðandi ráð- stafanir og reglur um að hindra mengun hafsins, sem gæti haft skaðleg áhrif á fiskistofna og aðrar lífverur í sjónum. Það mun engum koma á óvart, að ríkisstjórn íslands skuli hafa sérstakan áhuga á þessu máli, þegar þess er gætt, að fiskveið- ar hafa um langt skeið verið aðalatvinnuvegur íslenzku þjóð arinnar. Það var ríkisstjórn minni mikil ánægja, hve al- mennt fylgi þessi ályktunar- tillaga hlaut á vettvangi Sam- einuðu þjóðanna. Eátt af höfuð- viðfangsefnum á sviði náttúru- verndar er að vinna að því að koma á haldgóðurri alþjóða- samningi um varnir gegn hvers kyns mengun hafsins, án tillits til þess, hvert hún á rót sína að rekja. Slíkur samningur er ekki til í dag, en nýleg slys og óhöpp í sambandi við vinnslu á hafsbotni sýna og sanna, að tímabært er orðið að koma á slíkum samningi. Full- ástæða er því til, að bæði hafs- botnsnefndin, alþjóðasiglinga- málastofnunin og alþjóðlegar vísindastofnanir, sem fást við mengunarvandamálið, gefi þess ari hlið málsins sérstakan gaum, þannig að takast megi í náinni framtið að ná sam- komulagi um víðtækan alþjóða samning um varnir gegn mengun hafsins. HAGNÝTING OG VERNDUN LÍFRÆNNA AUÐÆFA HAFSINS Ég kem nú, frú forseti, að öðrum þætti varðandi hafið og auðæfi þess, sem jafnan er of- arlega í huga ríkisstjórnar minn ar. Það er vandamálið um vernd hinna lífrænu auðæfa hafsins, með sérstakri hliðsjón af þörf og hagsmunum strand- ríkja þeirra, sem efnahagslega eru mjög háð fiskveiðum. Á tuttugasta og þriðja alls- herjarþingi flutti sendinefnd íslands, ásarnt sendinefndum nokkurra annarra ríkja, álykt- unartillögu um hagnýtingu og verndun lífrænna auðlinda hafs ins. Var sú tillaga samþykkt samhljóða. ’Samkvæmt henni voru ríkisstjórnir hvattar til þess að auka samvinu sína um bagnýtingu, vernd og ræktun fiskistofna og annarra lífrænna auðlinda hafsins, og sérstofn- unum Sameinuðu þjóðanna var bent á að auka og skipuleggja betur alþjóðasamvinnu á þessu sviði. Samkvæmt ályktuninni ber framkvæmdastjóra SÞ að gefa skýrslu um framvindu þessara mála til tuttugasta og fimmta allsherjarþings, næsta haust. Þetta er mikilsvert skref í áttina að haldbetri verndun og skynsamlegri hagnýtingu hinna ómetanlegu auðlinda hafsins. Það er þó jafnframt sannfær- ing ríkisstjórnar minnar, að frekari aðgerða sé þörf til þess að tryggja strandríki sanngjarn an og réttlátan skerf þeirra auðæfa, s.em veiðast undan ströndum þess. Ef litið er á þróun veiða á hafinu á þeim miðum, sem mest eru nýtt, blasir við dökk mynd og ískyggileg. Ég þarf ekki að rekja hér hina sorglegu sögu hvalveiðanna, sem endað hafa nálega í útrýmingu stórhvela, en hún er ljóst dæmi þess, hvert stefnir í fiskveiðum heims, ef ekki verður komið á skynsamiegri stjórn og eftirliti með þeim veiðum. Fiskveiðar í Norðuratlantshafi eru t.d. enn mikilvægari en hvalveiðarnar voru í Suðurhöfum. Nýlegar tölur sýna, að auknar veiðar á Norðuratlantshafi hafa leitt til ofveiði, þannig að nú þegar er gengið ískyggilega á suma fiski stofna. Svo mikil eru brögð að ofveiðinni, að þegar hafa kom- ið fram tillögur um að koma á takmörkun veiða með ströngu kvótakerfi. Þetta er uggvænleg þróun fyrir þjóðir eins og íslendinga, sem eiga hér um bil alla af- komu sína undir fiskveiðum. Það er því eðlilegt, er við stönd um andspænis þeirri nauðsyn að takmarka til muna heildar- veiði á tilteknum svæðum, að þjóðir, sem bókstaflega lifa á sjávarútvegi, telji það sann- girnismál, að þær fái sérstök forréttindi á fiskimiðunum, sem Húsmæður! Gerið svo vel að Mta inn. — Matvörumark- aðurinn er opinn til kl. 10 á kvöldin. Munið hið lága vöruverð. VÖRUSKEMMAN GRETTISGÖTU 2 ÚTBOÐ Vegagerð ríkisins óskar eftir tilíboðum í gerð undirbyggingar Vesturlandsvegar um Eil- iðaá og Ártúnsbrekku. Útboðsgögn eru afhent á Vegamáiaskrifistof- unni, Borgartúni 7, frá kl. 14, miðvikudaginn 24. þ.m., gegn 3000 króna sfcilatryggimgu. Vegagerð ríkisins. STÝRIMENN Atvinnulausir stýrimenn, hafið 'samband strax við skrifstofu Skipstjóra- og ®týri- mannafélagsins Öldunnar að Bárugötu 11, sími 23476. Listahátíð í Reykjavík efnir til samkeppni um hljómsveitariverk í tilefni af opnun fyrstu 'IMahátíðar í Reykja- vík sumarið 1970. Ein verðlaun verða veitt að upphæð kr. 100. 000,00 (eitt hundrað þúsunldl krónur). Skilafrestur er til 1. apríl 1970. Upplýsingar og regllur varðandi keppnina eru gefnar á skrifstofu Norræna hússins. Framkvæmdastjórnin. liggja utan við núverandi fisk- veiðilögsögu þeirra. Að öðrum kosti standa þær andspænis efnahagslegu hruni. Hér er um að ræða aðeins örfáar þjóðir, sem svona er ástatt um. Séu þeim veitt sérréttindi á þessu sviði, ætti það ekki að þurfa að stofna í hættu alþjóðahags- munum varðandi frjálsan rétt til fiskveiða á úthafinu. Genfarsamningurinn frá 1958 um fiskveiðar og vernd fiski- stofna á úthafinu veitir strand- ríkjum engin slík sérréttindi á fiskimiðunum fyrir utan hina eiginlegu fiskveiðilögsögu. Én fyrir ellefu árum síðan var á- standið í fiskveiðum heims allt annað en það er í dag. í aug- um margra þeirra ríkja, sem tóku þátt í Genfarráðstefnunni, virtist þá ekki vera nein þörf fyrir slík sérréttindi strand- ríkja. Nú er ástandið hins veg- ar gjörbreytt, eins og ég hef bent á. Að áliti ríkisstjórnar minnar ber því bráða nauðsyn til að setja slíkar reglur, inn- an vébanda Sameinuðu þjóð- anna, er tryggi það, að þjóðir, sem byggja afkomu sína að mestu leyti á fiskveiðum, geti notfært sér fiskimiðin undan ströndum sínum eftir því, sem þörf íbúanna krefur. Það er skoðun okkar, að slík ákvæði séu aðeins réttmæt staðfesting á rétti allra þjóða, stórra sem smárra, til mannsæmandi lífs- kjara, en sá réttur er einn af hornsteinum samstarfs Sam>- einuðu þjóðanna á sviði efna- hagsmála. Næsta haust, er málið um auðæfi hafsins verður aftur á dagskrá allsherj arþingsins, von- umst við til að geta lagt fram ákveðnar tillögur um aðgerðir Sameinuðu þjóðanna í þessu mikilvæga máli. Ég þakka yður, frú forsetL (Ræðan var flutt þriðjudag- inn 23. september .— milli fyrirsagnir eru blaðsins). Nasses hress á nf KAIRÓ. — Fimmtudag. □ Nasser, forseti Egypta- lands, er nú talinn heilbrig'ð- ur aftur eftir inflúenzuna, sem herjaði á hann og varð til þess að hann varð af aflýsa öllum viðtölum og fundum. Hann er þó ekki farinn að gegna starfi að fullu aftur.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.