Alþýðublaðið - 25.09.1969, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 25.09.1969, Blaðsíða 7
Alþýðiíblaðið 25. september 1969 7 Gangi maður inn í Þing- holtsstrætið er varla hægt að komast hjá því að staldra við hiá húsinu númer 3 og skoða í búðarglugga sem er full- ur af hárkollum í öllum iit- um og lengdum. Þarna eru líka hártoppar og samkvæmisflétt- ur, slaufur, kambar, greiður og lakk. Allt sem kvenfólkið þarfnast til að vera með fal- lega hárgreiðslu. G.M.-búðin er eina verzlun- in sinnar tegundar á landinu og nú er ekki lengur hægt að afsaka sig með því að hárið sé í ólagi, þó að skreppa þurfi eitthvað með stuttum fyrir- vara, því að þarna fást hár- kollur og toppar á verði við allra hæfi. Eigandi verzlunar þessarar er Guðrún j'Magnúsdóttir og hefur hún rekið hana í sex ár. — Ég hef alltaf haft áhuga á hári kvenna, segir Guðrún. Því var það, að mér datt í hug, að gaman væri að vita hvernig fólk brygðist við slíkri verzlun. — Var ekki erfitt að byrja? — Jú, þfetta var hálfgert basl til að byrja með. Fólk kom aðallega til að skoða, — en keypti ekkert. Það var svo sem ósköp eðlilegt, það þurfti að venjast þessu. Það þótti mikið fyrirtæki að fá sér hár- kollu eða lausan topp. Ég var orðin hrædd við að sitja uppi með svona dýra vöru, ef eng- in hefði kjark í sér til að kaupa. — Nú hefur þetca breytzt á ótrúlega skömmum tíma. Ég held að mér sé ó- hætt að segja, að við hérna á íslandi fylgjumst ákaflega vel með öllum nýjungum. — Við hvaða lönd hafið þér aðallega verzlunarsambönd? — Aðallega við Frakkland, England og Þj?zkaland. Ég man að þeir í fyrirtækinu Camo- flex í Paris, sem er heims- þekkt fyrirtæki, sögðu mér að þegar fyrsta pöntunin á hár- kollunum barst héðan frá fs- landi, þá héldu þeir áð þetta væri í gamni gert. Þeir kváðu það ekki saka, þó þeir hefðu viðskipti við svona smá- þjóð, einu sinni; þeir bjugg- ust við engri sölu. — En það er komið annað hljóð hjá þeim núna; viðskiptin eru alltaf að aukast. — Og fleiri lönd? — Já, Spán, en mér hafa ekki reynzt eins vel kollurnar þaðan. Hárið er svo fínt í þeim að lagningin helzt ekki vel. — Kaupir fólk sér fleiri en eina hárkollu til að hafa til skiptanna? — Já, það er ekki nóg að eiga eina hárkollu. Þær verða að minnsta kosti að vera tvær. Hárkollur eru ótrúlega ódýrar. Ég er hérna til dæmis með Daylon kollur, sem komu á markaðinn í vor, þær eru til í öllum lituna og afskaplega eðlilegar. Botninn er úr teygj- anlegu efni, þannig að hún leggst eftir höfuðlaginu. Þess- ar kollur kosta ekki nema 2.500 kr. Með réttri meðferð helzt lagningin í þeim allt upp í mánuð. Ég vil sérstaklega taka það fram, að það er brýn nauðsyn að konurnar kynni sér vel meðferð og hreinsun hár- kollanna. — Hvernig er það gert? — Það á að nota hreinsilög sem úðað er yfir hárið og síð- an burstað með sérstökum bursta. Þetta tekur aðeins nokkrar mínútur. Síðan er hár- ið lagt, en til þess að vel fari, þarf að eiga sérstakan „haus" sem kollan er látin á og fæst hér ásamt tösku til að geyma hana í. Einnig er sérstakt lakk notað og burstarnir eru aðeins ætlaðir gervihári. — Notar fólk af báðum kynjum sér þessa þjónustu? — Eins og ég sagði áðan, er fólk almennt farið að notfæra sér þessa þjónustu. Það virðist sem karlmenn hafi engu síður áhuga á að fá sér topp til að hylja skallann. Þá þarf að iaka mál og senda út til að láta sauma eftir. — Knnurnar taka líka oft eiginmennina með sér, þégar þær éíu, að veljálog þýir eru, að því er virðisl, s.tór- hrifnir af þessu. Þeir tylla sér bara niður á meðan og oft er það fyrir þeirra orð, að kon- urnar láta verða af kaupun- um. Sumar ætla bara að fá sér topp, svona spari — og segja: „Ég þarf víst ekki svo oft á þessu að halda.“ En reynslan er sú, að eftir nokkra daga kemur sama konan aftur og kaupir annan, til að eiga til skiptanna, því þegar maður fer að nota þessa hluti, er undar- lega erfitt að vera án þeirra. Það er margt fólk, sem hef- ur misst hárið í veikindum, eða af öðrum orsökum og því fólki er brýn nauðsyn á að geta fengið hárkollu. Það er fátt sem fer eins sálarlega illa með, manneskju, eins og að missa hárið. Það hefur kömið fyrir, að ég hef orðið að læsa inga og eru sex fléttur í pakk- anm sem kostar 300 kr. Ég hef hérna líka til sölu svokall- að hárundirlag, sem konur nota sem þunnt hár hafa og vilja láta það sýnast meira. Þegar Guðrún er innt eftir því hvort eitthvað spaugilegt hafi ekki gerzt í sambandi við viðskiptin, er hún treg til að láta nokkuð uppi um það, en segir síðan frá einu atviki, er maður nokkur kom til að láta panta fyrir sig hártopp til að hylja með skallann. Þar sem þetta átti að koma eiginkonunni algjörlega á ó- vart, bað hann um að ekki yrði hringt heim til hans, þegar dag mætir hann til að ná í djásnið og er þá með eigin- konuna með sér. Hefur hún ekki hugmynd um í hvaða er- indagjörðum bóndi hennar er, fyrr en hann setur upp hárið. Bregzt konan ókvæða við og harðbannar manni sínum að kaupa slíkan óþarfa og ávítar Guðrúnu fyrir að hafa ekki tek- ið af honum ráðin í upphafi. L-auk þeim viðskiptum, að kon- an fór út úr búðinni með mann sinn jafnsköllóttan og hann kom inn. Nú er farið að fjölga í verzl- uninni og ekki ráð að tefja Guðrúnu lengur frá starfi. Um leið og ég geng út sé ég að ungu stúlkurnar eru í óða önn verzluninni, fara með við- skiptavininn inn í bakherberg- ið og læsa þeirri hurð líka — áður en hann hefur fengizt til þess að leyfa mér að taka mál fyrir hárkollu. — í slikum til- fellum er maður þakklátur fyrir að geta hjálpað. — Á hvaða aldri er fólkið sem fær sér hárkollur? — Viðskiptavinirnir eru á öllum aldri; það eru peysufata- konur, sem langar að eiga fal- legar fléttur og sVo allt niður í börn, sem hafa af veikindum misst hárið. Þau yngstu eru 5 og 7 ára. Tryggingastofnun ríkisins greiðir allt að 70% af kostnaði fyrir þá, sem hafa misst hárið af sjúkdómsástæð- um. — Og þér hafið fléttur í mörgum litum? — Já, það eru nýkomnar samkvæmisfléttur í ölíum hár- litum, þær eru til hárskreyt- Guðrún Mag iiisdóttir. pöntunin bærist. Eftir nokkra daga kom mað- urinn svo í verzlunina og var þá toppurinn kominn. Næsta að máta toppana sem þær ætla að bera á næstu skemmtun eða dansleik. — Á.Bj. ■ I Bæjarfógetaskrifstofan í Kópavogi 1 flytur frá Digranesvegi 10 að Álfhólsvegi 7 föstudagmn 26. þ.m. Skrifstofan verður lokuð jþann dag, en fyrir- fram ákveðin þinglhöM, tar á meðal uppboðs- þinghöM, verða að Digranesvsgi 10 flutnings- daginn. Mánudagmn 29. þ.m. opnar skriifstoifan á Álf- hólsvegi 7. Bæjarfógeti.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.