Alþýðublaðið - 25.09.1969, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 25.09.1969, Blaðsíða 5
Alþýðublaðið 25. september 1969 5 FrmnfcvreimUstjórlt A Lþyou Þórir Sæmundssoo Bitstjóri: Krútján Beni ólsfiK* (ÖO * FróttMtjóri: Sifurjóa JóhanossoB blaðid Anglýsincastjóri: ' Sigurjón Azi SifUtjðilMtt Útgeiandi: Nýja útgifafílaga Prensmiója Alþýðiddaðdæt Athyglisverf málefni Eitt af þeim stórmálum jafnaðarmanna í norsku fcosningunum í sumiar, sem hvað mestu réðilum ein- Shuga afstöðu verkalýðshreyfingarinnar með riorska Alþýðuflokknum, var barátta flokksins fyrir því að koma á fót atvinnu- og efnahagálegu lýðræði í Nor- egi. Voru hugmyndir jafnaðarmanna í þessum efnum rækilega rædd'ar og skýrðar í blöðum flokksins og á fundum í verkalýðsfélögum, og vöktu mikla athygli. Fyrir fáum vikum birti Alþýðubl-aðið nokkrar grein- ar um, hvernig norskir jafnaðarmenn hyggðust hrinda í framkvæmd þessum stefnumálum sínum, en hér er foæði um að ræða aðild launþega að stjórnun fyrir- tækja og ágóðahlut, sem launtakar Mjóti eftir ákveðn- um reglum. Þegar rætt er um 'lýðræði í efnahagls- og atvinnu- imálum er komið að einu grundvallaratriði jafnaðar- Stefnu, — að vinna launþegans, ekki síður en fjár- imagn eigandan's, eigi sinn þátt í arðsemi fyrirtækis- ins og því beri hinum vinnandi manni ekki síður rétt- ur en eiganda fjármagnsins til þeSs að eiga aðild að Ókvörðunum varðandi rekstur fyrirtæklsins og njóta Ihluta þess ágóða, sem sá rekstur kann að hafa í för fcneð sér. Slífcu lýðræði í efnahags- og atvinnumálum er vita- sku'ld hægt að koma á með ýmsu móti, og hafa ýms'ar slíkar aðferðir verið reyndar í nokkrum löndum, en gefizt misjafnlega vel eins og vænta má, þegar slí'kar grundvallarbreytingar eru gerðar í málefnum atvinnu fyrirtækja. Víða hafa atvinnufyrirtækin sjálf átt frum kvæði að þessari nýskipan og telja, að með auknu lýðræði í þessum efnum nái fyrirtækið mun betri árangri og mun meira traust og skilningur ríki eftir en áður meðal aðila á vinnumarkaðinum. í stefnuskrá Alþýðuflokksins er sérstaklega fjal'lað ium slíkt efnahags- og atvinnulegt lýðræði og sama tmá segja um hina víðtæku stefnuskrá ungra jiafnað- armanna, sem samþykkt var á sérstöku stefnuskrár- þingi þeirra s.l. vor. íslenzkir jafnaðarmenn hafa þvi ekki síður áhuga á þessum málaflokki en skbðana- bræður þeirra í nágrannálöndunum. Alþýðublaðið hefur áður skýrt frá þv:í, að á fundi foæjarStjórnar Keflavíkur í vetur var samlþykkt til- laga, sem komin var frá ungum Alþýðufliokksmanni þess efnis, að starfsmenn fyrirtækja á vögum bæjar- félagsins fengju aðild að stjórnun þeirra oghafa full- trúar starfsmannanna þegar tökið sæti í stjórnum um- ræ'ddra fyrirtækja. Sá vísir að atviínnulýðræði, sem hér var komið á fót, ér öllum Alþýðuflokksmönnum því ánægjuefni og munu þeir fylgjast vel með því, hvemig þessari til- raun bæjarstjórnarinnar í Keflavík reiðir af. Ostakynning í dag og á morgun frá kl. 14—18. Kynntir verða ýmsir vinsælir cstaréttir m.a. OSTA — FONDUE, sem er mjög vinsæll samkvæmisréttur í flestum lönd- um Evrópu. Nákvæmar uppskriftir og leiðbeiningar. Osta- og smjörbúðin SNORRABRAUT 54. Páll Andrésson. □ Páll Andrésson. opnar á morgun, fös'buidiag, málverka. sýningu í SkarpihéðinssaOm.- uap, að. Eyrarvegi 15 á Se'l- fossi. Hann sýnir þar 39 oliu mlálbveiik, sem er.u un,n.n á sL tveimur áruim,. Er þetta önn- ur sjálfstæða sýning Páls, en hann sýndi í HHð'slk.ilálf á sl. vetri og á mynd á FÍM-sýn- ingunni sem nú stendur ytfir. Páll er 39 ára skrifstofu- maður hjé Aigili V.ilhjláSlms- syni, hefur lengi fengizt við að mlála. Aðgangur að sýn- íngunni er ókeypis. —• Eitt af verkum Páls á sýningunni. assaai Athugasemd vegna fréttar um leikskóla Hr. ritstjóri. í tilefni af frétt um leik- listarskóla í blaði yðar 22. þ. m. og viðtali í því samþandi við Klemens Jónsson leikara, þykir rétt að taka fram eftir- farandi, þar sem af fréttinni má ráða, að leiklistarskóli Leikfélags Reykjavíkur hafi verið lagður niður, þar sem markaðurinn sé fullur og ekki þörf fyrir fleiri unga leikara. Þarna er málum þlandað. Leik- listarskóli Leikfélags Reykja- víkur er ekki starfræktur í vetur til að knýja á um nauð- syn þess, að sem fyrst komist hér upp fullgildur leiklistar- skóli, er starfi óháður leikhús- unum, þar eð það er skoðun forráðamanna L.R., að skólar þeir, sem að undanförnu hafa verið reknir hér í leiklistar- kennslu, fullnægi ekki þeim kröfum, sem gera verður um leiklistarkennslu í dag. Þessi ráðstöfun kemur hins vegar ekki illa við starf leikhúsanna í dag, þar sem óvenjustór hóp ur ungra leikara hefur braut- skráðst úr leiklistarskólunum að undanförnu, þannig að ekki verður þurrð þó að úr falli eitt eða tvö ár við að unga út nýjum leikaraefnum, ef það á. hinn bóginn mætti verða til þess að flýta fyrir stofnun nýs skóla, og hans er mikil þörf. &. i; Sveinn Einarsson. Lágmarksverð á rækju □ Á fundi yfirnefndar. Verðlagsráðs sjávarútvegsins í gær varð samkomulag um, að lágmarksverð á óskelflettrj. rækju í vinnsluhæfu ástandi skuli vera kr. 10,00 hvert kg. frá 1. sept. 1969 til 31. ág. 1970. í yfirnefndinni áttu sæti: Jón Sigurðsson, deildarstjóri i Efnahagsstofnuninni, sem var oddamaður, Árni Benediktsson og Helgi Þórarinsson af hálfu rækjukaupenda og Kristján Ragnarsson og Tryggvi Helga- son af hálfu rækjuseljenda.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.