Alþýðublaðið - 25.09.1969, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 25.09.1969, Blaðsíða 14
14 Alþýðublaðið 25. iseptemlber 1969 augum, ef þau hefðu séð, hvað ég var heimilisleg og hvað hún Benedikta, freka stúlkan þeirra, var hljóð- lát og kurteis? En það er eitt að gera hlutina af því að mann langar og annað að gera þá tilneyddur. XI. KAFLI. Svo var það þessi vikulega sunnudagsheimsókn til Ingveldar frænku, sem ég varð að hugsa um. Það var með hálfum huga, að ég gekk heim að sumarbústaðn um. i Ingveldur frænka tók srax eftir því, hvað ég var breytt og sagði glaðlega: j — Svo að þú ert loksins búin að ná þér, barnið mitt? Þú lítur bara Ijómandi vel út núrra. ! — Eg er hrædd um, að það sé peningunum þínum að þakka, frænka mín, svaraði ég. — Eg þekk þi£ alltof vel til að segja þér það, frænka mín góð Ég er bara að hvla mig frá öllum þeim sem ég þekki, og það ætti að vera nægilegt. Eigum ' við ekki að láta þar við sitja? Frænka viiti mig fyrir sér, og ég sá það á henni, að henni fannst ég hafa breytzt. Mér fannst í fyrstu. að hún væri ánægð með breytinguna, en svo sagði húrr: |. { — Þú minnir á eldfjall skömmu áður en það gýs, góða mín. Þú þarft að létta á hjarta þínu. Segðu nú frænku gömlu allt af létta. Ég hristi höfuðið. — Nei, frænka, ég held, að ég hafi allan þann innri frið, sem ég mun nokkurn tíma eignast. — Vitleysa! Það öðlast enginn innri frið tæplega tvítugur. — Jú, ég, hvíslaði ég og horfði út á vatnið um leið og ég andvarpaði. Frænka reis á fætur og klappaði mér á kinnina. — Ertu enn að hugsa um lát stjúpu þinnar, sagði hún blíðlega. — Vertu ekki að minnast á það, sagði ég og leit undan. — En eitthvað amar að þér. Ég vildi, að ég skildi þig, en það hef ég aldrei gert. Mikið vildi ég, að þú fyndir góðan mann og giftist honum. — En gaman, sagði ég og leit í gaupnir mér. Frænka sló létt á kollinn á mér. — Guðjón kom hingað í gær til að tala við þig. Pabbi þinn veit ekki betur en að þú sért enn hjá mér. Ég leit undrandi á frænku. Mikið var hún nú góð f stundum. •— Já, mér kom ekki tíl hugar að gera hann hrædd- an líka, sagði frænka, og þetta líka sagði mér meira r en ég hafði vitað áður. — ’Guðjón vill gja'rnan hitta 21 INGIBJÖRG JÓNSDÓTTIR þig „með hjónaband fyrir augum,“ eins og það er kallað. — Nei, ég er trygglynd og ég vil eignast trygglynd- ] an mann! Eg þagnaði um stund. — Þegar ég gifti mig . — ef ég gifti mig — verður það af ást, og hann verð- | ur eini maðurinn í mínu lífi, og ég eina konan í lífi ] hans. — Við skulum vona, að þér takist að finna þennan J einkvænismann þinn, sagði frænka þurrlega. — Hef- I urðu hugsað um unga manninn, sem ég ætlaði að I kynna þig fyrir? — Eg hugsa ekki um annað en hann, svaraði ég. -■— I En ég verð að hafa tíma til stefnu. — Hvað sagðirðu aftur, að þessir vinir þínir hétu? | — Ég minntist alls ekkert á þá, og ætla ekki að I segja þér, hvað þau heita. Þú þekkir þau ekki, en þau ! eru bezta fólk og eru ekki alltaf að angra mig með j spurningum. Þau sjá mig í friði. ■ — Kemurðu aftur næsta sunnudag? spurði frænka, | þegar ég var að kveðja hana, eftir að hún hafði afhent J mér vasapeningana mína, sem voru víst ríflega það, sem ég fékk á mánuði í vinnunni. — Auðvitað, frænka, mig langar til að sjá þig, svo j ekki sé talað um peningana, sagði ég og brosti stríðn-. islega til frænku. — Snautaðu á dyr, stríðnispúkinn þinn! Svo and- ] varpaði hún. — Ég vildi óska þess, að þú værir hrein. i skilnari við mig, barnið mitt. 12. KAFLI Það var hvasst úti, og áður en ég komst á strætis- | vagnabiðstöðina, fauk hatturinn af og hárið á mér I blés út í allar áttir. Tryggvi kom akandi fram hjá meða11 ég stóð þarna með hárið í óreiðu fyrir andlitinu og velti því fyrir mér, hvort það borgaði sig að reyna j að elta hattinn. — Ertu í vandræðum einu sinni enn, litli fiskurinn minn? spurði hann stríðnislega, þegar hann nam stað- ar við hliðina á henni. — Inn með þig! Hvers vegna j ertu svona fín í dag? — Ekki mér til skemmtunar, heldur til að sýna þér, að ég sé ekki alltaf eins og svín, svaraði ég og reyndi að vera glaðleg, þótt flesta hefði ég frek- ar viljað hitta núna enr einmitt hann. Ég var undrandi og hann ekki síður. — Ég fór hingað til að líta á bát, sagði hann svona , eins og til að utskýra, hvað hann hefði verið að gera til Þingvalla. — Hann sagði, að þetta væri bezti bát-1 ur, en hann laug og ég varð fyrir vonbrigðum. Enr þig langar víst ekkert til að heyra mig segja frá því? " — Jú, gjarnan! Hvenær má ég koma með þér á j veiðar? * Orðin hrukkij a{ vöruiji mínum áður en ég vissi, og I Smáauglýsingar TRÉSMÍÐAÞJÓNUSTA Látið fagmann annast viðgerðir og viðhald á tréverki húseigna yðar, ásamt breytingnm á nýýu og eldr« húsnæði. — Sími 41055. VOLKSWAGENEIGENDUR! Höfum fyrirliggjandi: Bretti — Hurðir — Vélarlok — Geymslulok á Volkswagen í allflestum litum. Skiptum á einum degi með dagsfyrirvara fyrir á- kveðið verð. — Reynlð viðskiptin. Bíiasprautun Garðars Sigmundssonar, Skipholti 25, Símar 19099 og 20988. NÝÞJÓNUSTA í HEIMAHÚSUM Tek að mér allar viðgérðir ög klæðningar á iból'struðum húsgögnum í heimhúsum. — Upp lýsingar í síma 14213 kl. 12—1 og 7—8 á kvöldi'n. AGNAR ÍVARSj húsgagnabólstrari. PÍPULAGNIR Tek að mér viðgerðir og uppsetningu á hrein lætistækjum, frárennslis- og vatnslögnum. Guðmundur Sigurðsson Sími 18717 Jarðýtur - Traktorsgröíur Höfum til leigu litlar og stórar jarðýtur tmktorsgröf- ur og bílkrana, til allra framkvæmda, lxman og utan borgarixmar. Jarðvinnslan sf. Síðumúla 15 — Símar 32480 — 31080. Heimasímar 83882 — 33982. MATUR OG BENSÍN alían sólarhringinn. VEITINGASKÁLINN, Geithálsi

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.