Vísir - 30.08.1975, Blaðsíða 2

Vísir - 30.08.1975, Blaðsíða 2
2 Visir. Laugardagur 30. ágúst 1975 risBsm: — Áttu regnkápu? Dagbjört Kjartansdóttir, nemi: Já, en ég læt hana bara hanga uppi frammi i gangi. Notkunin er semsagt litil sem engin. wm Laila Björnsson, starfar i gesta- móttöku: Nei, ég hef enga eignazt ennþá. Það þýðir samt ekki, að ég þurfi hennar ekki við. Ef veðrátt- an heldur áfram að vera svona, neyðistég til að fá mér þessa flik. Siguröur Pétursson, vcrkamað- ur: Já, ég á eina slika. Ég hef gætt þess að endurnýja þessar flikur, enda vænti ég þess, að veðrið haldist óbreytt. Helga Guömundsdóttir, nemi: Já, ég á ágætis regnkápu. Ég hef ver- iö skáti og þvi þurft á henni að halda. Anna Svavars, nemi: Já, ég á regnkápu, enda veitir vist ekki af, ef sama rigningin heldur áfram. Rúnar Sigurjónsson, 11 ára: Nei, ég á engan slikan galla. Það er óvist hvort þetta veður helzt ó- breytt. Gœzluvöllurinn við Miðvang Fyrst og fremst til oð hofo börnin stutta stund Þetta er hann óli, stundum kallaður óli blauti vegna þess hvað hann er fljótur aö verða gegnvotur þarna i sandinum. Reyndar vantar hinn helming- inn af honum, það er tvibura- bróður hans, hann Sigurð. „Það eru mikið til alltaf sömu börnin, sem hingað koma,” sagði Ólöf Einarsdóttir, fóstra á gæzlu- vellinum i norðurbænum i Hafnarfirði. Völlur þessi stendur við Miðvang, þar sem Kaup- félagsblokkin gnæfir yfir. Ólöf sagði að völlur þessi hefði verið opnaður i febrúar 1973. Hefði hann fyrst og fremst verið ætlaður fyrir það fólk, sem vildi skilja börnin eftir skamma hríð. Hins vegar er þetta ekki hugsað sem dagheimili fyrir börn þeirra foreldra, sem dvelja fjarri heimili allan daginn. ólöf sagði, að það vildi þó aöeins brenna við, að fólk vildi nota gæzluvellina á þennan hátt. Það væri einna verst fyrir börnin, þegar vont veður væri. Gæzluvöllurinn hefur enga aðstöðu upp á að bjóða, ef eitt- hvað amar að veðri, enda væri venjan að fólk léti börnin ekki fara á völlinn, þegar útlit væri fyrir slæmt veður. Ólöf upplýsti að þarna væru 4 fóstrur, og væri völlurinn opinn frá 9-12 fyrir hádegi og siðan 2-5. Börnin eru yfirleitt um 30 á morgnana. Talan eftir hádegi sveiflast öllu meira til. Munu krakkarnir vera frá 60-130, allt eftir veðri og vindum. Ólöf Einarsdóttir fóstra er hér með einn af krökkunum sem hún lit- ur til með. Börnin, sem þarna koma, eru frá 2-6 ára. Sum dvelja þarna bókstaflega allan daginn, önnur skreppa þarna stund og stund, væntanlega einkum þau sem eng- in systkini eiga og þurfa á félags- skap að halda. Völlurinn er i hrauninu. Það hefur verið sléttað að hluta og leiktæki sett upp. Allt i kring er svo hraunið, úfið og hrikalegt, og tekur þessi völlur sig óneitanlega vel út. Smáskýli er fyrir starfs- fólk. t Hafnarfirði munu vera 5 gæzluvellir, tveir leikskólar og eitt dagheimili. 1 fyrra hófst bygging fyrsta dagheimilisins sem Hafnar- fjarðarbær reisir. Er það i norðurbænum. Aætlað er að ljúka verkinu á árinu 1976. Heimilið er ætlað fyrir 74 börn á aldrinum 0-6 ára. — BÁ Garðurinn hefur löngum boöið upp á ýmsa möguleika. Með svolitlu imyndunarafli má lifa þar kóngalifi. Drullupollarnir eru vinsælir þegar þeirra nýtur við... Var fyrir brezka heimsveldinu Hneykslaður Garðahreppsbúi hringdi: ,,Ég er nýkomin heim úr sumarleyfi og var að lita yfir Moggana mina, og um leið Vel- vakanda. Viti menn, rekst ég ekki á fyrirferðina á honum Karli Elisabetarsyni i Hofsá i Vopnafirði. Þar var hinn brezki prins að veiða fisk i islenzkri á, sem við verðum að gera ráð fyr- ir að sé langt inni i landhelgi okkar. Svo sem lög gera ráð fyrir voru samt fleiri á ferð, svona um hásumartimann, og þar sem mikil veðursæld er i Vopnafirði þá datt tvennum hjónum það i hug að tjalda undir hliðum fjallsins Burstarfells þar i sveit. En biðið við, þau voru allt i' einu orðin fyrir brezka heimsveld- inu. Karl hinn brezki var að koma og tjöldin voru 2-300 metra frá Hofsá. Það hefði þvi getað truflað sálarró blessaðs prinsins að sjá svona venjulega Islenzka ferðamenn svona alveg rétt hjá sér. Ain er nú nokkuð stór, en kannski hefur laxinn einmitt verið þarna fyrir fram- an hjá þeim. Nema hvað, burtu urðu þau að vikja með allt sitt hafurtask. Jæja, þetta var kannski nauð- synleg öryggisráðstöfun, þau hefðu kannski getað skotið á Karl með teygjubyssum. Það sem hneykslaði mig allra mest var viðhorf sjálfs Velvakanda til málsins. Hann var nefnilega nýbúinn að gista landsbyggð i Bretaveldi og vitið þið hvað? í Bretaveldi má hvergi nokk- urs staðar tjalda án leyfis og yfirleitt ekki nema á sérstökum stöðum, sem ætlaðar eru sem áningarstaðir fólks með hjól- hýsi eða tjöld. Er það virkilega hans álit og fleiri tslendinga að við eigum að stefna að þvi (i landi þar sem hingað til hefur nokkurn veginn mátt t jalda, ef manni lizt bara á staðinn, svo sem við fallegan fjallalæk) að viö megum bara sætta okkur við að tjalda við nefið á næsta manni i þar til gerðum takmörkuðum básum? Ég bara spyr.” Það hefur vart farið fram hjá neinum hver hér var á ferð: Enginn annar en Charles Breta- prins.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.