Vísir - 30.08.1975, Blaðsíða 4

Vísir - 30.08.1975, Blaðsíða 4
4 Vlsir. Laugardagur 30. ágúst 1975 FASTEIGNIR FASTEIGNIR 26933 HJA OKKUR ER MIKIÐ UM EIGNASKIPTI — ER EIGN YÐAR A SKRA HJA OKK- UR? Sölumenn Kristján Knút£son Lúövík Halldórsson hyggist þér selja, skipta.kaupa Eigna- markaóurinn Austurstraeti 6 sími 26933 FASTEICNASALA - SKIP OG VERBBREf Strandgötu 11, Hafnarfiröi. Slmar 52680 — 51888. Heimaslmi 52844. EICIMASALAM REYKJAVIK ÞórðurG. Halldórsson slmi 19540 og 19191 Ingólfsstrœti 8 íbúðir til sölu viö Snorrabraut, Miklubraut, Tjarnargötu, Hjallaveg og Bergstaöa- stræti. Eignaskipti möguleg. Haraldur Guömundsson iöggiltur fasteignasali Hafnarstræti 15. Slmar 15415 og 15414. Fasteignaþjónustan Austurstræti 17 (Silli&Valdi) slmi 26600 Hafnarstræti 11. Slmar: 20424 — 14120 Heima: 85798 — 30008 Fasteignasalan Fasteignir viö allra hæfi Noröurveri Hátúni 4 a Símar 21870 og 20998. E1GNAÞJÓNUSTAN FASTEIGNA- OG SKIPASALA NJÁLisGÖTU 23 SlMI: 2 66 50 I úsava FLÓKAGÖTU 1 SÍMI24647 Helgi Ólafsson löggiltur fasteignasali. Kvöldsimi 21155. EicnflmiÐiunin VONARSTRÆTI 12 simi 27711 SölustjóH: Swerrir Knstinssoo EKNAVALS Suöurlandsbraut 10 85740 FASTEIGN ER FRAMTÍÐ 2-88-88 AOALFASTEIGNASALAN AUSTURSTRÆTI 14. 4. HÆO SfMI28888 kvöld og helgarslmi 8221 9. FASTEIGNAVER h/f Klapparstig 16. almar 11411 og 12811. FASTEIGNASALAN Oöinsgötu 4. Sími 15605 \ÞURF!Ð ÞER HIBYU HIBYLI & SKIP Garðastræti 38 Simi 26277 Gisli Ólafsson 201 Kvöldslmi 42618. T0NH0RNIÐ Umsjón: Asgeir Tómasson r Arna þóttur Johnsen Af plötumólum Arni Johnsen blaöamaöur, þjöölagasöngvari og guö má vita hvað fleira, vinnur nú aö gerð þriðju LP-plötunnar sinn- ar. Þar flytur hann 15-16 lög við ljóö eftir Halldór Laxness. Plat- an mun bera heitið ,,Ég skal vaka", og var þaö Laxness sjálfur, sem valdi nafniö eftir að Arni haföi leyft honum aö hlýöa á efni plötunnar. Upptaka á „Ég skal vaka” er enn ekki hafin, og sagði Árni, er Tónhornið ræddi við hann fyrir skömmu, aö nú væri unniö aö útsetningum og öðru sliku. Þaö er Jón Sigurðsson bassaleikari, sem útsetur. Tónlistin á plötunni er mjög fjölbreytileg, alltfrá þvi að vera án undirleiks, — eins og „Við öxará”, þar sem Arni syngur tvlsöng með Garðari Cortes, — upp I lög með stórri hljómsveit, og allt þar á milli. „Ég skal vaka” er þriðja LP- plata Arna Johnsen, en áöur hafa komið út plöturnar „Milli lands og Eyja” og „Þú veizt hvað ég meina”, auk litillar gosplötu, sem kom út i fyrra. Ámundi Amundason gefur plötuna út. Af ferðalögum En Arni kunni frá fleiru aö segja en hljómplötumálum, er Tónhornið ræddi við hann um daginn. Hann hefur gert vlöreist um heiminn i sumar og fór m.a. til Eþiópíu I maimánuði. Viö spurðum hann, hvort hann heföi sungið nokkuð fyrir halanegr- ana, og kvað hann svo vera. „Ég spilaði til dæmis fyrir villimennina syðst i Eþiöpiu, og þeir tóku músikinni mjög vel, og þá sérstaklega „A Sprengi- sandi”. Þeir hlógu og skræktu og fóru allir á ið, allt frá enni niðrá kvið! ” Einnig brá Arni sér með nor- rænum blaðamönnum og rit-. höfundum til Grænlands I sumar. Er þeir voru í Holsteins- borg; var hringt I Arna frá sjén- varpinu þar, og hann beðinn um að taka upp fáein lög af pró- gramminu sinu, einhvern tlma áður en hann færi. „Ég gaf að sjálfsögðu sam- þykki mitt fyrir þvi. En nokkru slðar hringdu þeir svo aftur og sögðu, að það hefði bilað þyrla, sem átti aö koma með laugar- dagsbíómyndina þeirra frá ann- arri sjónvarpsstöð, og nú var 1 1/2 tima gat i dagskránni. „Þeir spuröi mig, hvort ég væri til i að mæta og ég sló til. Þarna söng ég svo og spilaði i klukkutima og danska söngkon- an Trille, sem þarna var stödd tróð upp I hálftima. „Þaö var grænlenzk stelpa, sem kynnti lögin og efni þeirra jafnóðum og ég flutti þau, svo að áhorfendur gætu fylgzt með þvl, sem ég var að syngja um. Og þegar ég var búinn að spila góða stund, hringdi siminn allt i einu og þar var Dani, sem vildi endi- lega að efnið yrði lika þýtt á dönsku. Þaö var gert, og vorum við þvf þrjú á skerminum i einu.” Sigrún Haröardóttir, Maggi Kjartans, Engilbert Jensen, Lorenza Johnson og Stellina Macarthy fremja bakraddir. Ef mann vantar frétt til að fylla upp i Tón- hornið fyrir einhvern laugardaginn, þá fer maður bara i stúdió Hljóðritunar, — þar er alltaf eitthvað að ger- ast. Er við renndum þar viö á fimmtudaginn var, voru þeir i Júdas I óðaönn að éta hádegis- matinn, en þegar þeirri athöfn var lokið, tóku þeir aftur til viö vinnuna. Aöur en allt var sett i fullan gang, tókst okkur þó að ná tali af Magnúsi Kjartanssyni og spyrja hann um gang mála. Hann sagði, að málin væru nú farin að taka skemmtilega stefnu, Karl Sighvatsson væri mættur til leiks og einnig Þórir Baldursson, en þeir eru báðir i sumarfrii hér á landi. Ég spurði, hvort ekki væri komið fullmikið af hljómborðaleikur- um I slaginn. „Alls ekki,” svaraði Magnús, „Þórir leikur reyndar litið, er aðallega iútsetningum, og Kalli heldur sig við orgelið. Ég ætla meira aö segja að bæta einum hljómborðsmanni inn I til við- bótar, en það er Jakob Magnús- son. Þessir menn ættu allavega að geta falið allar feilnóturnar minar með sinu framlagi.” En númátti Magnús ekki vera aðþvl aö ræða við okkur lengur, þvi að vinnan kallaði. Okkur tókst þó svona i lokin að fá þá frétt, að nú væri lokið við að taka grunnana á sem svarar eina og hálfa LP-plötu, en biða yrði ^neð að ljúka upptökunum þangað til eftir að þeir i Júdas kæmu aftur frá Spáni i seinni hluta september.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.