Vísir - 30.08.1975, Blaðsíða 5

Vísir - 30.08.1975, Blaðsíða 5
Visir. Laugardagur 30. ágúst 1975 5 ERLEND MYNDSJÁ umsjon GP Frost °9 Nixon Það vakti athygli á dögun- um, þegar spurðist, að sjón- varpsmaðurinn David Frost hefði gert samning við Rich- ard Nixon um gerð viðtals- þátta, þar sem þeir koma báðir fram, þessir margfrægu menn. Myndin hér fyrir ofan var tekin, þegar þessir tveir sam- ræðusnillingar voru að koma sér saman um hvað fjallað skuli í þáttunum — og svo auðvitað, hvað teljast mætti sanngjörn þóknun til handa Nixon, en það mun hiaupa á nokkrum milljónum .doll- ara. Með mótorinn utonborðs Christopher Wall, sem sést liggjandi á beði sinum i barna- spitala i Filadelfiu, var með þeim ósköpum fæddur, að hjart- að I honum var útvortis. En læknar tóku drenginn 16 daga gamian, skáru hann upp og komu hjartanu á sinn stað. Hann er sagður á góðum bata- vegi og má vænta þess, að hann reynist með gott hjartaiag, þeg- ar hann sprettur úr grasi. I02652120A HE 02¥* •-U,i JU i*np niNlMi ll\llii' TH£ PRICE FOR DALA- SEÐILL- INN uwnöOfT-nni>pf Ef menn rekast á svona 100 doilara seðil, þá skyldu þeir varast aö láta glepjast af honum. Ekki svo að skilja, aö mikil hætta sé á þvi, að Kissinger verði tekinn I misgripum fyrir Benjamin Franklin, en svona til vonar og vara verður að brýna þetta fyrir mönnum. Þennan seðil gerðu Israelskir stúdentar, sem eru I hópi ungmenna þar syðra, er með mótmælum hafa látið I ljós andúð sina á milli- göngu Kissingers og þvi, sem þeir kalla landsölustefnu tsraels- stjórnar. Á bakhliö seðilsins er uppdráttur og benda örvarnar á gömlu landamæri israels, eins og þau voru fyrir landvinningana I Sinaieyðimörkinni og verða I framtfðinni, ef ísraelsmenn skila henni aftur. Á kvennaórinu A þvi Drottins kvennaári, þegar konur hasla sér I æ meiri mæli völl Istörfum, sem karlar voru einir um áður, afréð Danny Zezzo að spyrna við fæti og reyna helzt að snúa þróuninni við. Hann leggur nú stund á þá iöju að stökkva kviknakinn út úr tert- um I kvennasamsætum og ásamt tveim vinum sinum, sem veita þessa þjónustu með honum, hefur honum tekizt að gera úr þessu blómlega atvinnugrein. Þarna i Amerikunni hefur það hingað til fallið i hlut fegurðardisa að gieðja karlmannsaugun I veizlum sterkara kynsins. Frost á kaffiekrum i Parana I Brazilíu gerði á dögunum skyndilega frost, þeg- ar menn áttu þess sizt von. Eyðileggingaráhrif þess á kaffi- ekrur Braziliumanna voru geig- vænleg. Parana er eitt mesta kaffi- ræktarhérað Braziliu og ætla menn, að frostið leiði til meira en 50% samdráttar á kaffiupp- skerunni 1976-77, að ekki sé minnzt á hættuna á spjöllum á ekrunum, sem leiði til erfiðleika enn lengur. — Hafa þessi tiðindi leitt til verðhækkunar á kaffi á alþjóðlegum mörkuðum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.