Vísir - 30.08.1975, Blaðsíða 6

Vísir - 30.08.1975, Blaðsíða 6
6 Visir. Laugardagur 30. ágúst 1975 VÍSIR Útgefandi: Reykjaprent hf. Ritstjóri: Þorsteinn Pálsson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Afgreiösla: Hverfisgötu 44. Simi 86611 ' Ritstjórn: Síöumúla 14. Simi 86611. 7 linur Askriftargjald 800 kr. á mánuöi innaniands. i lausasölu 40 kr. eintakið. Blaðaprent h.f. Upplýsingaskylda Hér á landi hafa ekki verið i gildi neinar réttar- reglur um upplýsingaskyldu stjórnvalda. í krafti þess, að engin lagaskylda hvilir á stjórnvöldum um þessi efni hafa embættismenn oft á tiðum til- hneigingu til þess að sitja á upplýsingum. Það væri þvi að ýmsu leyti æskilegt að kveðið yrði upp úr um rétt almennings og fjölmiðla til upp- lýsingaöflunar hjá opinberum aðilum. Þó að samstarf fjölmiðla og stjórnsýslukerfis- ins sé yfirleitt gott, er þvi ekki að leyna, að emb- ættismenn eru gjarnir á að varpa huliðshjálmi yfir atriði, er þeir hafa til meðferðar eða geta veitt upplýsingar um. 1 þessu sambandi er þó rétt að hafa i huga, að oft fylgir þvi nokkur fyrirhöfn og vinna að veita upplýsingar. Það væri ósann- girni að taka ekki tillit til slikra aðstæðna. Hitt gerist þó allt of oft, að beinlinis er reynt að halda staðreyndum um einstök mál leyndum. Hér getur verið um að ræða stór málefni jafnt sem smá. Þannig getur t.d. verið verulegum vandkvæðum bundið að fá upplýsingar hjá opin- berum aðilum um jafn-einfalda hluti og hversu margir menn eru sendir á tilteknar ráðstefnur erlendis og hversu miklu fé er varið til þessháttar ferða. Innheimtumenn rikisins, eins og t.d. sýslu- menn, bæjarfógetar og tollstjóri, fá auk fastra embættistekna sérstök innheimtulaun, sem i nokkrum tilvikum eru margföld á við grunnlaun- in. Hér um mjög sérstæðar launagreiðslur að ræða. En það er ekki unnt að fá upplýst, hvað ein- stakir embættismenn hafa fengið i innheimtu- laun. Af opinberri hálfu er litið svo á, að birting slikra talna sé árás á viðkomandi embættismenn. f fljótu bragði verður þó ekki séð, að það sé at- laga að viðkomandi mönnum þó að greint sé frá hverjar tekjur þeirra eru lögum samkvæmt. Þetta er litið dæmi um það, hversu embættis- mannakerfið getur verið lokað. Hér er þó ein- vörðungu um að ræða lögmæltar launagreiðslur, og þær ætti ekki að þurfa að fela. Ýmiss konar tilvik af þessu tagi sýna nauðsyn þess, að settar verði ákveðnar reglur um upplýs- ingaskyldu. Á Alþingi hefur verið til meðferðar frumvarp til laga um þessi efni. Það var þó þeim annmörkum háð, að það festi leyndarstarfsemina i sessi miklu fremur en hitt, enda náði það ekki fram að ganga. Það er afar þýðingarmikið að vinna nýtt frum- varp, er raunverulega tryggði almenningi og fjöl- miðlum rýmri aðgang að opinberum gögnum. Réttar upplýsingar eru forsenda heilbrigðra þjóðmálaumræðna. Þess vegna er afar brýnt að tryggja fjölmiðlum greiðari aðgang að upplýs- ingum um opinber málefni. Miklu erfiðara er að þvinga stjórnmálaflokka með löggjöf til upplýsingaskyldu. En eigi að siður er ástæða til þess að gagnrýna, hversu lokaðir stjórnmálaflokkarnir eru i raun og veru. I þvi sambandi má til að mynda minna á fjármál þeirra. Hvaða skýringar eru t.d. á hinum miklu byggingarframkvæmdum flokkanna á þrenging- artimum eins og nú eru? Slikum spurningum þarf að svara. Konur lóto meira að sér kveða ó glœpa- braut Konur hafa veriö meöal flugræningja, og vitaö er meö vissuumeina arabiska konu, sem stjórnaöi flugránsflokki Svarta september. Sérfræöingar Sameinuöu þjóöanna segja að aukning af- brota, sem stúlkur eða konur hafa framið, sé svo mikil, að löggjafar, dómarar og lögregla víða um heim verði senn að grlpa til sérstakra ráðstafana til að mæta henni. Fáir hafa hegningarhús eða endur- hæfingarhæli til að hýsa þennan aukna fjölda afbrotakvenna, sem lögin hafa haft hendur i hárinu á. Þetta vandamál verður eitt aðalmálið á dagskrá þessarar tveggja vikna glæparáðstefnu, sem hefst núna á mánudaginn. Meðal annarra mála verða svo alþjóðleg hryðjuverkastarf- semi, listaverkaþjófnaðir, skipulögð glæpasamtök, aukið ofbeldi og endurskipulagning hegningarlaga. Eftir því sem höfundar skýrslunnar ofannefndu segja, þá kom þessi aukning afbrota , kvenna ekki á óvart. Eftir þvi sem bilið hefur minnkað milli hlutverkaskipta kynjanna „ætti mönnum að vera ljóst, að konur öðlast um leið þá möguleika, sem karlar sátu áður einir að, og á það jafnt við á refilstigum sem I öðru dagfari,” segja þeir. Skýrslur alrikislögreglu Bandarikjanna (FBI) hafa sýnt, að á tólf ára timabili fram til ársins 1972, hefur fjölgað mjög konum, sem komizt hafa I kast við lögin. Handtökur á konum hafa þrefaldazt miðað við f jölg- un á handtökum karla. A þessu tímabili jókst tiðni þess, að konur væru handteknar vegna rána um 277%, meðan handtökur ræningja af sterkara kyninu jukustuml69%. Svipaðan mun er svo að finna i skýrslum yfir aukningu fjársvika (280% méðal kvenna, en 50% meðal karla), þjófnaða (allt að 303% hjá konum en 82% hjá körlum) eða innbrota (allt að 168% hjá konum miðað við 63% hjá körl- um). Þessi reynsla Bandarikja- manna hefur svo speglazt i þjóðlifi annarra landa. Japan hefur til dæmis upplýst, að af heildarfjöldí: afbrotafólks hafi hlutur kvenr a aukizt úr 9,8%, sem var árið 1962, upp I 13,6%, sem var 1972. 1 Vestur-Þýzkalandi hefur hlutur afbrotakvenna aukizt úr 15,4% afbrotamanna árið 1963 i 17,1% árið 1970. 1 Kanada tvö- faldaðist þetta hlutfall á árun- um frá 1960 til 1969, og I Noregi, bar semkonur höfðu aldrei farið upp fyrir 4% af öllu afbrotafólki fram til ársins 1958, eru konur nú orðnar 10% afbrotamanna. Þótt þessar tölur séu byggðar á þeim fjölda, sem refsivöndur laganna kemst i tæri við, og þvi eðlilega háðar þvi, að löggæzlan hefur ef til vill hert eftirlit sitt með kvenfólki, þá gefa þær vis- bendingu um, hver þróunin er. Samkvæmt skýrslunni, sem er rætt um, þá hafa sérfræðing- ar S.þ. fundið áberandi mikla aukningu á afbrotum unglings- stúlkna. I sumum löndum þykir það naumast lengur tiðindum sæta, þótt stúlkur hafi tekið þátt I innbrotum, bilþjófnuðum eða jafnvel fjárþvingun. Á ráðstefnu Sameinuðu þjóð- anna um glæpamál, sem hefst I Genf I næstu viku, mun bera á góma éinn kaflinn i þróun jafn- réttinda konunnar, og sennilega sá óæskilegasti. Nefnilega aukin hlutdeild veikara kynsins I af- 1 brotum. i skýrslu, sem gerð hefur ver- ið fyrir ráðstefnuna, er fjallað um sivaxandi þátt konunnar i glæpum, sem sagður er áber- andi um heim allan. Er þar bent á, að glæpaheimurinn sé ekki lengur einkavettvangur karl- kynsins. Á þessu yfirstandandi alþjóða kvennaári rennur það upp fyrir mönnum, að konur slást, stela, svikja og neyta eiturlyfja meir en nokkru sinni fyrr. I skýrsl- unni, sem lögð verður fyrir ráð- stefnuna, er vakin athygli á þvi, aö jafnhliða þvi sem konur leit- ast við að ryðja sér rúm við hlið karlmannsins réttu megin við lögin, hafa sumar þeirra haslað sér völl við hlið afbrotamann- anna röngu megin við lög og rétt. Konur hafa jafnvel gengið I lið með bankareningjum og hasla sér völl núna á kvennaárinu á hinum óliklegasta vettvangi. m mm Umsjón: GP

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.