Vísir - 30.08.1975, Blaðsíða 20

Vísir - 30.08.1975, Blaðsíða 20
Haukur Helga- son lœtur af starfi rilstjórn- arfulltrúa Haukur Hclgason ritstjórnar- fulltrúi viö dagblaöiö Visi lætur af þvi starfi nú um mánaða- mótin. Haukur hefur starfað á ritstjórn Visis frá 1968 og siöustu tvö árin sem rit- stjórnarfulltrúi. Ritstjórn VIsis færir Hauki Helgasyni þakkir fyrir vel unnin störf i þágu blaðsins. -ÞP. Búið að blanda „Blöndun á staðnum”.er nú lokið i bili. Sverrir Runólfsson lauk við að blanda vegarkafla sinn uppi á Kjalarnesi á fimmtu- dagskvöldið. Þann dag voru 1600 metrar blandaðir og náði vélin að blanda 10 metra á minútu. Að sögn Sverris tókst blöndunin vel. Nú þarf vegurinn að biða i viku áður en hægt verður að leggja á hann þunnt slitlag. Að þvi loknu mun Sverrir skila kafla sinum til Vegagerðarinnar. Ekki hefur verið tekið saman enn hversu endanlegur kostnaður við þennan spotta er orðinn hár. — JB Umsókn Iscargo er enn í rannsókn — Umsókn Iscargo um að fá að yfirtaka vöru- flutninga til varnarliðs- ins er enn í rannsókn, sagði Einar Ágústsson utanríkisráðherra við Vísi í gær. — Ég get ekki sagt hvenær niðurstöðu er að vænta. Jscargo hf. sendi ráðuneyt- inu umsókn sina i fyrra og byggir hana á þeirri stefnu stjórnvalda að islenzkir aðilar skuli annast öll þau störf á vegum varnarliösins sem fært er. Fyrir nokkuð mörgum árum tók Eimskipafélag tslands við vöruflutningum til varnarliðs- ins sjóleiðina, en þeir voru áð- ur i höndum bandarisks skipa- félags. — OT Veiðiþjófar á ferð er dimma tekur: Drógu á í Brynjudalsá — höfðu 40-50 laxa upp úr krafsinu "Á því er enginn vafi, að dregið var fyrir í ánni aðfaranótt 15. ágúst", sagði Baldvin Júliusson, eftirlitsmaður Brynju- dalsár i Kjós. Sagði hann að grunur léki á að einir 40-50 laxar hefðu verið veiddir. Verksummerki voru augljós. Veiðiþjófarnir skildu eftir sig kaðla beggja megin hylsins rétt við Bárðarfoss í ánni og þar að auki tvo þorskanetasteina með nælonstroffu úti i hylnum. Baldvin sagði, að siðan hann byrjaði eftirlit með ánni fyrir fjórum árum hefði það verið ár- viss atburður að veiðiþjófar kæmu og drægju fyrir einu sinm á sumri. Virtust þjófarnir fylgj- ast vel með hvenær hentugast væri að fara i ána og færu eftir að byrjað er að dimma og i leiö- indaveðri. Veiðin verður auðvitað treg eftir svona, en laxinn er alltaf að ganga i ána allt fram i september, svo aö veiðin hefur glæðzt aftur,” sagði Baldvin. Við höfðum samband við Svein Björnsson rannsóknarlög- reglumann og sagði hann að þeir hefðu i sinum fórum sönnunargögn, en rannsókn hefði ekkert miðað áfram. -EVI Það er nóg aö gera i Breiðholtinu, eins og tiökast i hverfum sem eru aö byggjast. Ljósmyndari Visis átti i gær leiö um þar sem veriö var aö ganga frá ræsum og tók þá þessa skemmtilegu mynd af vinnu- vélunum aö störfum. Ljósm. JIM fimmsm AÐ FRJÁLSU DÁGBLABI Þetta er fimm milljón króna hausinn. 5 milljóna króna trygging fyrir Vísis-lögbanni Lögbann var I dag sett á aö Jónas Kristjánsson noti nafniö Nýr Visir I sambandi viö rekstur fyrirtækis eöa útgáfu dagblaös i Reykjavik. Til aö lögbanniö næöi fram setti Reykjaprent hf. fimm milljón króna tryggingu. Staö- festingarmál veröur að höföa inn- an einnar viku. í úrskurði Þorsteins Thoraren- sen borgarfógeta lýsti fógeti þvi yfir, að hann legði lögbann við þvi að Jónas Kristjánsson reki fyrir- tæki hér i Reykjavik undir nafn- inu Nýr Visir, að hann gefi út dag- blað hér i borg undir nafninu Nýr Visir og við þvi að hann noti orðin Nýr Visir i sambandi við aug- lýsingar eða hverskonar aðra út- breiðslustarfsemi fyrir dagblað með þessu nafni. Ekki er gott að segja hvort þeir Jónas og Sveinn R. Eyjólfsson gera fleiri tilraunir til að hengja sig á Visis-nafnið. Þeir skráðu 3 nöfn i firmaskrá Reykjavikur. Eitt var „Nýr visir að frjálsu dagblaði” og var visir þar með litlum staf. Annað var einfaldlega „Nýr Visir” en hið þriðja „Dag- blaðið”. Ekkieróliklegtað „Dagblaðið” verði endanlegt nafn nýja blaðs- ins. Jónas Kristjánsson sagði i viðtali við Visi fyrir nokkru, að hann byggist við lögbönnum á fyrstu tilraunirnar til að gefa blaðinu nafn, og átti þar augljós- lega við Visis-nöfnin. Sveinn R. Eyjólfsson sagði i Morgunblaðinu i gær að þeir væru nú að hugsa um að nota „Dag- blaðið”. Það má þvi lita á þetta, eins og raunar var vitað i upphafi, sem nokkuð vel heppnaða aug- lýsingabrellu. — ÓT Fastagjald hœkkar í kr. 2.820 Frá mánudeginum næsta veröa simnotendur aö borga 2.820 krón- ur I fastagjald af sima á ársfjórö- ungi, I staö 2.448 króna eins og veriö hefur þaö sem af er árinu. Þetta er 15,20% hækkun. Heimild hefur verið gefin til þess að hækka gjöld fyrir sima- þjónustu frá fyrsta september, og er hækkunin yfirleitt nálægt 15 af Formaður Verkalýðs- félags Akraness um samkomulagið: „Miklu betra" „Bættur verður aöbúnaður þeirra, sem þarna gista. Svæöiö verður lýst upp. Þetta er auðvitaö miklu betra en það hefði veriö ella,” sagði Skúli Þórðarson, for- maður Verkalýösfélags Akra- ness, i gær um samkomulagiö, sem gert var I fyrradag um starf á Grundartanga. Þetta er bráðabirgðasam- komulag, enda er þarna um stutta framkvæmd að ræða,” sagði Skúli, „en siðan munum við taka upp viðræður við aðra verk- taka eða stjórn félagsins um framhaldið. Það er frihelgi núna þarna upp frá, svo að samningarnir verða ekki teknir fyrir fyrr en á mánudag.” hundraði. Þannig hækkar greiðsla fyrir hvert teljaraskref I simtali úr kr. 6.36 i kr. 7.32, eða um 15,09%, en fjöldi þeirra telj- araskrefa, sem er innifalinn i fastagjaldinu, breytist ekki. Greiðsla fyrir flutning á sima hækkar úr kr. 8.160,- i kr. 9.360,-, 14,71%. Stofngjald fyrir sima, sem tengdur er við sjálfvirka kerfið, hækkar úr kr. 16.320 i kr. 18.960,-, eða um 16,18%. í hand- virka simakerfinu hækkar af- notagjaldið úr kr. 13.320,- i 15.240,- eða 14.42%. Afnotagjöld á sim- stöð, sem opin er tólf tima á dag, hækka úr kr. 2.136,- i kr. 2.448,- á ársfjórðungi. Þetta er 14,61% hækkun. Greiðsla fyrir simskeyti innan- lands hækkar úr kr. 7,20 i kr. 8,40 fyrir orðið, eða um 16,67%, en til viðbótar koma kr. 69,60 i grunn- gjald fyrir hvert simskeyti. Upphæðir þessar eru allar til- greindar hér eins og neytandinn verður að borga þær, en þar af fær rlkið 20% i söluskatt. —SHH Fyrsta myndlistarsýningin ó Korpúlfsstöðum Fyrsta sýningin, sem haldin er á Korpúlfsstöðum, verður opnuð i dag. Það er Hallsteinn Sigurðsson, sem sýnir þar járn- skúlptúr i vinnustofu sinni og kallar sýninguna „Vinnustofu- sýningu”. Hann hefur þó fengið húspláss til viðbótar fyrir verk sin, en þau eru 18 að tölu. Myndlistarfélagið gerði á sin- um tima samning um að fá hlöðu og súrheysturna á Korpúlfsstöðum til afnota. Enn er það þó ekki byrjað að nota húsnæðið, en kannski sýning Hallsteins breyti einhverju þar um. Sýningin verður opin klukkan 2-10 alla daga til 14. september. Verkin eru öll gerð á árunum 1973 til 1975 og fer ekkert þeirra yfir 100 þúsund i verði, en þau eru öll til sölu. — EA H.H.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.