Vísir - 30.08.1975, Blaðsíða 7

Vísir - 30.08.1975, Blaðsíða 7
Visir. Laugardagur 30. ágúst 1975 7 ÚTVARP OG MÖGULEIKAR ÞESS SEM FJÖLMKMLS rœtt við Ingólf Margeirsson og Lórus Óskarsson sem hafa haft umsjón með „Hólftímanum" í sumar og vakið athygli fyrir skemmtilegar nýjungar Lárus: Hér á landi hefur sú skoðun rikt, að gott útvarpsefni væri gott ljóð, lesið upp af góð- um upplesara. Þannig hefur miðillinn verið nýttur til skamms tima, að yfirbragð dagskrárinnar hefur verið allt of þungt og hátiðlegt. Þó hafa komið fram tveir eða þrir menn sem hafa bryddað upp á ýmsum nýjungum. Má þar nefna menn eins og Pál Heiðar Jónsson og Gylfa Gislason. Ingólfur: Einnig hefur útvarpið verið notað allt of mikið sem miðill, sem sendir út alls konar upplýsingar og fróðleik, án þess að fólk hafi tækifæri á að svara á móti. Þó hafa verið reyndar hér „beinar linur”, þannig að fólk hefur haft möguleika á að tjá sig um hin ýmsu málefni. 1 leiöinni hafa stjórnendur við- komandi þáttar fengið gagn- rýni, sem er nauðsynleg öðru hverju, svo að útvarpsfólk fari ekki að slá slöku við. Útvarp þarf að vera — eins og allir fjölmiðlar — opið i báða enda, þ.e. það þarf að endur- spegla skoðanir dagskrár- gerðarmanna jafnt sem hlust enda. 011 fjölmiðlun þarf þvi að hafa tveggja átta samband (two way communication) ef svo má segja, til þess að auka áhuga almennings á þessum fjölmiðli. Dagblöðin eiga lika sök á áhugaleysi og aðhalds- leysi útvarps- og sjónvarps- manna. Þau þyrftu að hafa fast- an dálk, sem gagnrýndi efni rikisfjölmiðlanna. Slikt eflir metnað dagskrárgerðarmanna og vekur áhuga almennings á þessum miðlum. Menntað og betur launað dagskrárgerðarfólk Lárus: Það, sem vantar á út- varpið, er menntað dagskrár- gerðarfólk, sem vinnur dag- skrána. Útvarpsráð ætti hvergi að koma þar nærri, þvi að i ýmsum tilfellum geta þeir, sem sitja i útvarpsráði, virkað sem allsherjar dragbitur á dag- skrárgerðarfólk. Þennan mögu- leika finnst mér verði að útiloka eins og gert hefur verið viðast erlendis. Þar er útvarpsráð aðili, sem veitir aðhald þannig, að dagskrárgerðarfólk veit, að það eru einhverjir aðilar, sem geta fellt áfellisdóm, ef það ger- ir sig brotlegt um fádæma hlut drægni eða þvi' um likt. Ingólfur: Hér á landi er mikið af ágætu útvarpsfólki, sem gæti gert góðar dagskrár, en þetta fólk hefur ekki efni á þvi að vinna fyrir útvarpið, þvi að launin eru svo lág. Vissir hópar eru reyndar sæmilega launaðir, það er fólk, sem er i stéttar- félögum eins og leikarar óg rit- höfundar. En lausráðið fólk, sem vill gera skemmtilega hluti, er yfirleitt fremur illa borgað. Tekjuskiptingin milli hópa,sem vinna við útvarpið, er þvi mjög óréttlát. Þetta þýðir, aö lausráðið fólk verður aö hafa aöra vinnu sam- tlmis. Getur það haft þær af- leiðingar, að menn kasti til höndunum við dagskrárgerðina, ef hún er aðeins Ihlaupavinna. Lárus: Niðri i útvarpi er mikið af umfram-fólki, sem ekki er nógu vel nýtt að okkar mati. Auk þess elur stofnunin hjá sér menn, sem helzt vilja engu breyta. Það er mjög hættulegt, að menn sitji of lengi I sömu stöðu. Þetta á sérstaklega við um ýmsa yfirmenn, þvi að þess- ir menn verða að vera móttæki- legir fyrir nýjungum og koma sjálfir fram meö eitthvað nýtt af nálinni. Það er auðvitað alltaf auð- veldast að láta hlutina rúlla áfram eins og þeir hafa gert hingað til, i stað þess að fitja upp á nýjungum, sem gætu haft I för með sér gagnrýni og aukn- ingu á vinnuálagi. Við teljum það spor i rétta átt, að tónlistarstjóri og leiklistar- stjóri eru aðeins ráðnir til fjög- urra ára i senn. Ingólfur: Það er engin sam- vinna milli þeirra aðila, sem sjá um dagskrárgerð. Til dæmis væri æskilegt að hafa vikulega fundi, þar sem rætt er um það, sem efster á baugi hverju sinni og hvaða efni væri athyglisvert viöfangsefni. Einnig gæti fólk gagnrýnt dagskrárgerð, hvert hjá öðru. Lárus: Það virðist vera mjög erfitt að koma hugmyndum sin- um um breytingar á dagskrár- forminu i gegn. Til dæmis kom- um við með þá uppástungu að skjóta inn auglýsingum i hina ýmsu útvarpsþætti, einkum þá, sem eru á sama tima og sjón- varpið. Þessar auglýsingar gætu verið á undan tilkynning- um eða fréttum — eða milli þátta. Sllk kynning gæti vakið áhuga fólks á viðkomandi þætti. Ekki var tekið undir þessa til- lögu okkar. Hefur okkur verið tjáð af ýmsum aðilum, sem vinna innan útvarps og sjón- varps, að til þess að einhverjar breytingar geti átt sér stað, veröi nýjar hugmyndir að hafa komið fram innan stofnunarinn- ar en ekki utan hennar. Er hægt að vera hlutlaus við gerð dagskrár i útvarpinu? Lárus: Sérhver þáttur verður að okkar mati að hafa einhvern tilgang. Spurning er, hver sá til- gangur á að vera. Til dæmis getur tilgangurinn verið sá að vekja umræðu, skemmta fólki o.s.frv. Góður þáttur er sá, sem nær markmiði sinu. Það er einnig sama, hvaða markmið þáttur hefur. Hann hefur alltaf einhvem boðskap. Ingólfur: Þegar við gerum þætti, tökum við alltaf afstöðu til verkefnisins, sem við erum að fást við — og reynum að láta þessa afstöðu koma fram i þættinum. Lárus: Tökum dæmi. Ef við ætluðum að gera þátt um her- stöövamálið og hefðum þá af- stöðu að vera á móti her i land- inu, þá mundum við gera þátt, þar sem öll sjónarmið kæmu fram. En eins og eðlilegt er, þá erum við næmari fyrir þvi, að ekki sé hallað á okkar skoðun á málinu. Þó að við séum ekki að gera beinan áróðursþátt, þá getum við aldrei útilokaö, að þátturinn verði dálitið jákvæðari fyrir þannmálstað, sem við trúum á. Ég sé ekkert athugavert við þetta. Það á ekki að vera þannig, að hver einasti þáttur sé hlutlaus, heldur á millinn sem slikur að vera hlutlaus. Það er ekki hægt að biðja alla, sem starfa við útvarp, að segja ekki neitt. Ingólfur: 1 þriðju grein útvarps- laganna kemur fram, að út- varpið á að vera hlutlaust og virða tjáningarfrelsi. Það er i þessari grein, sem kemur fram augljós þversögn. Það má ekki segja of mikið, en samtimis verður útvarpið að virða tján- ingarfrelsi einstaklinganna, sem vinna við þaö. Lengi framan af, þá hefur tiðkazt ritskoðun, og þættir klipptir til að vinza úr það, sem má heyrast og ekki heyrast. Þættir hafa einnig verið bannaðir. Þetta er orðið mjög sjaldgæft núna. Við höfum ekki yfir neinu að kvarta i þessum efnum' Þegar við byrjuðum með okk- ar þætti, þá var Páll Heiðar Jónsson fenginn til að hlusta á fyrsta þáttinn og leggja mat á hann, væntanlega frá gæða- sjónarmiði og fleiru. Eftir þetta vorum við afgreiddir ,,allt i lagi” frá hendi stofnunarinnar. Lárus: t þáttum okkar höfum við ekki gengið fram af fólki al- mennt. Það eru ef til vill minni þrýstihópar, sem hefðu viljað hafa hönd i bagga með þvi, sem sent var út. Það er mjög eðli- legt, að einhver verði óánægður, þegar tekið er á viðkvæmum málum. Ingólfur: Við höfum alltaf þaö „vinnuprinsipp” að klippa aldrei viðtöl þannig, að þau komi brengluð út. Það væri heldur ekki hægt að vinna við gerð útvarpsþáttar nema fram- fylgja þessum „prinsippum”, þvi að það þýddi annars ekki aö biðja fólk að koma i viðtöl. Ingólfur: Það er ekki nóg aö skila frá sér forvitnilegum og greinargóðum þætti, ef enginn nennir að hlusta á hann. Mikil- vægt er, að allar tæknibrellur og „tricks” hafi ákveðinn tilgang. Ekki aðeins þann að æsa fólk upp, heldur til að undirstrika viss atriði og koma hugsuninni á bak við viðfangsefnið skýrt fram. Frjálst útvarp — Landshlutaútvarp Lárus: Ef útvarp yrði gefið frjálst — eins og til dæmis i Bandarikjunum, þá er það vitað mál, að útvarpið yrði eins konar auglýsingastofnun fyrir fjár- sterka aðila. Milli auglýsing- anna yrði leikin létt músik, til að ná til fólksips með hvers kyns áróður. 1 stað þess ætti Rikisútvarpið að beita sér fyrir þvi, að lands- hlutarnir fengju sinar útvarps- stöðvar, til þess að gera útvarp- ið að virkari þátttakanda i lifi fólks. Hægt væri að hafa þriggja tima útsendingu á dag. Efnið gæti verið mjög margvislegt, fréttir úr „plássinu” eða eins konar „hlustendur hafa orðið”. Gæti fólk hringt i útvarpið og rætt um öll möguleg og ómögu- leg vandamál og sagt frá ýms- um merkilegum og skemmti- legum hlutum. Ingólfur: Það er ekki þar með sagt, að við viljum setja upp út- varpsstöði hverju „smáplássi”, heldur yrði ágætt að byrja með eina útvarpsstöð fyrir sérhvern landsfjórðung. Samræma dagskrána betur lifnaðar- háttum fólks Ingólfur: Mér finnst athyglis- vert, að Rikisútvarpið virðist ekki gera sér grein fyrir venju- legum lifnaðarháttum fólks og miöa útsendingar sinar við þá. Til dæmis um miðjan dag og á morgnana dæla þeir yfir lands- lýö klassiskri tónlist, einnig er vafasamt að fólk vilji hlýða á messur á hverjum sunnudags- morgni. Auk þess finnst mér helgardagskráin of þung. það má vel sameina fræðslu og skemmtun. Það hefur oft hvarflað að mér, hvort útvarpiö hafi gefizt upp sem samkeppnisaðili við sjónvarpið. Einnig finnst mér litil sam- ræming i útvarpi og sjónvarpi á flutningi efnis. En samvinna milli þessara aðila um tima- setningu hinna ýmsu þátta þyrfti að vera betri til að koma i veg fyrir, að þeir flytji spenn- andi efni samtimis. Lárus: Að lokum vildum við segja þetta: Það hefur reynzt ýmsum, sem vinna hjá rikisfjöl- miðlunum, erfitt að gagnrýna þessar stofnanir, en það er mjög slæmt. Við treystum þvi, að fólk, sem við höfum unnið með, geti tekið þessari gagnrýni án þess að fyrtast. — HE

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.