Vísir - 30.08.1975, Blaðsíða 3

Vísir - 30.08.1975, Blaðsíða 3
Vísir. Laugardagur 30. ágúst 1975 3 Hermann Hermannsson Fórst í Meðal- fellsvatni Maðurinn, sem drukknaði i Meðalfellsvatni i fyrrakvöld, var Hermann Hermannsson, til heimilis að Sjafnargötu 7. Her- mann var einn af þekktustu knattspyrnumönnum, sem Is- land hefur átt, og tók þátt I mörgum leikjum fyrir lið sitt Val og með landsliðinu. Hermann Hermannsson var sextugur og lætur eftir konu og eina dóttur. Hermann var for- stjóri Sundhallar Reykjavikur frá árinu 1967 en starfaði áður á skrifstofum borgarinnar. — JB Prakkarastrik hjó stráknum Strákurinn sex ára, sem týndist i fyrradag, fór aldrei til mömmu sinnar að biðja um leyfi til að dvelja hjá ná- grönnunum eins og haldið var. Nágrannakonan ætlaði að leyfa strák að dvelja hjá sér um nóttina, ef hann fengi leyfi hjá mömmu sinni, sem býr alveg i næsta húsi. Strákur fór bara aldrei til mömmu sinnar til að fá leyfi en prakkarinn sagði þó, að slikt hefði hann gert. Það var af þessum mis- skilningi sem ekki spurðist til stráksins i fyrrinótt. Móöir stráksins fór strax að óttast um hann, sem á það til að stelast frá henni, þegar hann sér færi gefast. Klukk- an þrjú, er hún hafði leitaö á öllum þeim stöðum, sem henni hugkvæmdist, fékk hún lögregluna til aðstoðar. Lögreglan fann svo strákinn snemma i gærmorgun. Kon- an sem haföi hýst dreng var ekki siöur miður sin yfir þessum mistökum en móðir- in. — JB OPNAR VINNUSTOFU FYRIR KVIKMYNDA- GERÐARMENN Vinnustofa fyrir þá, sem áhuga hafa á að vinna að kvik- myndagerð, verður opnuð i Brautarholti 18 eftir helgina. Þangað hefur Vilhjálmur Knud- sen kvikmyndasmiður nýlega flutt tæki sin og hefur hann hug á að lána þau áhugamönnum sem skortir tæki til að vinna myndir sfnar. Fyrst um sinn er áætlað aö vinnustofan verði opin á mánudagskvöldum frá kl. 8-11 A vinnustofunni verða tæki til tónsetningar, yfirfærslu, klipp- inga og sýningar. Eins verður þar að finna fjölda bóka um kvikmyndagerð og aðstöðu til að vinna að gerð teiknimynda. Vilhjálmur sagði i viðtali við Vísi að aðaltilgangur þessarar vinnustofu væri að kanna hvort áhugi sé mikill á kvikmynda- gerð hér á landi og ryðja úr vegi þeim hindrunum, sem byrjend- ur i þeirri iðju ættu við að striða. —JB Hlutu 50 þúsund króna sekt fyrir að falsa nafnskírteini Tvær ungar konur hlutu sam- tals 50 þúsund króna sekt fyrir að hafa staðið saman að föisun nafn- skfrteinis i sumar. Mál þetta var afgreitt frá Sakadómi Reykjavik- ur þann 22. júli og er fyrsta mál af þessu tagi, sem þar er afgreitt. önnur þeirra, sem sek var fundin, er fædd árið 1955. Hún var kærð fyrir aö hafa undirritað beiðni um útgáfu nafnskirteinis með eigin mynd en nafni annarr- ar stúlku, sem var hvorki meira né minna en 6 árum eldri en hún. Hin konan, systir þeirrar, sem fékk nafnskirteiniö, er 32 ára og var sek fundin fyrir að hafa staö- fest það I vottoröi, að systir henn- ar væri önnur en hún er. Fimm daga gæzluvaröhald áttu konurnar hvor um sig að afplána ef sektin yrði ekki greidd næsta dag. Sá, sem yngri er en 26 ára, get- ur ekki fengið nýtt nafnsklrteini I stað glataðs nema ábyrgöarmað- ur eldri en 30 ára votti að hann sé sá sem hann segist vera. Nýtt nafnskirteini er slöan af- greitt degi slðar, þegar Hagstofan hefur gengið úr skugga um að þessar staðreyndir séu réttar. Ekki er hins vegar hægt að kanna hvort hlutaðeigandi mynd eigi I rauninni viö nafnið I þjóðskránni, þar sem engar myndir af ibúun- um er þar aö finna. — JB Gangandi og akandi vegfarendum laust saman: Réðust ó bíl sem ekki VUhjálmur Knudsen og blaðamaður skoða nokkur af tckjunum, sem verða til afnota fyrir áhugamenn I nýju vinnustofunnl. _______________________ Ljósm.Jim ENDURBÆTT SPÁ UM NEMENDA- FJÖLDA HÍ 1975-80 Dr. Oddur Benediktsson hefur nú endurskoðað spá þá sem nýlega birtist um nemendafjölda við H1 fram til 1980. Hafa tölur yfir lyfja- fræði, guðfræöi- og þjóðfélagsfræðideild breytzt. Var spáin byggð á tilfærslu stúdenta frá 1. desember 1973 til 1. desember 1974. Ljóst er, að i þeim tilvikum, sem um er að ræða mjög fáa nemendur eða þá nýjar námsbrautir, getur tiltekið ár gefið óraunhæfa mynd. Hefur það gerzt með fyrrnefndar deildir. Endurbætt spá yfir stúdentafjölda I des. ár hvert: Spá Spá Spá Spá Spá Spá Deild 1975 1976 1977 1978 1979 1980 Guðfræði 59 65 68 72 76 76 Lyf jafræði......................62 57 57 57 57 57 Þjóðfélagsfr................... 55 50 52 53 53 54 Fjöldi brautskráðra nemenda frá H1 1975-1980 Miðað er við brautskráningu á almanaksárinu: Endurbætt spá: Spá ^pá Spa Spá Spa Deild 1975 1976 1977 1978 1979 1980 Guðfræði..........'.............3 4 7 6 7 7 Lyfjafræði.....................0 15 10 10 10 10 Þjóðfélagsfr.................. 25 15 7 8 9 9 Týnd frá aðfara- nótt þriðjudags stöðvaði við Blllinn kom akandi nokkuö ógætilega fast upp að þrem ung- um piltum, sem voru að ganga yfir Tryggvagötuna i fyrradag. Þeim þótti þetta hin gróflegasta móögun og gerðu sér lítið fyrir og settust upp á vélarhllf bllsins. Næsti leikur bilstjórans, sem var auk tveggja farþega i bilnum, var að aka af stað með hópinn framan á bilnum. Hann ók dá- góðan spöl, en hemlaði þá snögg- lega svo hópurinn sópaðist af bllnum. Nú þótti hinum gangandi veg- farendum sem einum of gróflega væri farið að ganga á þeirra rétt gangbraut og ákváðu að láta hnefana ráða. Tóku þeir sig til og lömdu og spörkuðu i blikkbeljuna, þannig að þak hennar er allt beyglað á eftir svo og hliðar. Allt þetta gerðist rétt við að- setur miðborgarlögreglunnar og kom hún nú og skakkaði leikinn. Allir aðilar málsins voru færðir inn á lögreglustöð og reynt að sætta þá. Ekki tókst það þó og skildu menn ósáttir. Mega gangandi vegfarendurnir vænta þess að fá bótakröfur vegna tjónsins og bilstjórinn sekt fyrir ógætnina. -JB Lögreglan leitar nú að 36 ára gamalli konu, sem ekkert hefur spurzt til siðan á aðfaranótt þriðjudags. Þá sást hún skömmu eftir miðnætti á gangi á Hverfis- götu. Konan heitir Hrefna Birna Kristinsdóttir til heimilis að Skólavörðustig 29. Hún er feit- lagin, 167 sentímetrar á hæð með fremur sitt ljóst hár. Hún var i ljósdrappri kápu og i bláum siðbuxum er hún sást siðast. Ef enginn getur gefið um hana upplýsingar má búast viö þvi, að hafin verði skipulögð leit um helgina. -JB 1157 vegfarendur í borginni eru 6 ára að aldri Nú, er skólarnir byrja, birtast 1.157 nýir vegfarendur á götum borgarinnar. Lögreglan mun leggja sig i lima við að aðstoða börnin i umferöinni en vill jafn- framt beina þeim vinsamlegu tilmælum til allra vegfarenda að þeir láti sig skipta vandamál barna i umferöinni, taki tillit til þeirra og greiöi götu þeirra eftir föngum. -JB ,Ekki ráðherra, heldur ráðuneyti — segir Hallgrímur 1 Visisfrétt miðvikudaginn 27. ágúst siðastliðinn um byggingar- mál er meðal annars vitnað i ráöuneytisstjóra félagsmála- ráðuneytisins. Hann óskaði af þvi tilefni að koma á framfæri frekari upp- lýsingum og leiðréttingum. „Hér i Reykjavik er unnt aö kæra ályktanir byggingarnefndar Reykjavikur til félagsmálaráöu- neytisins, og er það réttur hvers borgara, sem telur rétti sinum hallað. Ráðuneytií metur siðan hverju sinni hvort þeim verður sinnt,” sagði Hallgrimur Dalberg ráðuneytisstjóri. Akvæöið, sem um þetta fjallar, er að finna I 2. mgr. 3. gr. byggingarsamþykktar Reykja- þykir rétti sinum hallað með áíyktuninni, að skjóta henni til fullnaðarúrskuröar ráðherra inn- an 3ja mánaða frá þvi honum varö um hana kunnugt.” Þetta styðst við ákvæði i 4. vikur nr. 39/1965, en það hljóðar grein laga um byggingarmálefni svo: Reykjavikur nr. 61/1944. Sams „Alyktanir byggingarnefndar konar ákvæði er I þeim skal bera undir borgarstjórn til byggingarsamþykktum annarra samþykktar eða synjunar. Ef sveitarfélaga sem ráöuneytið borgarstjórn samþykkir ályktun hefur staðfest. byggingarnefndar öðlast hún Þá kvað Hallgrimur þaö alger- gildi. Þó er lóðareiganda eða lega ranghermt, aö ráðherra lóðarleigjanda heimilt, ef honum heföi „ritað skipulagsnefnd, áður en hann hefði gefið fyrirmæli sin til ráðuneytisstjóra”. Hið rétta væri, að ráðuneytið hefði sent skipulagsstjóra rikisins til umsagnar erindi það varðandi synjun byggingarnefndar Reykjavikur á umsókn um byggingarleyfi á Hjallavegi nr. 8 hér I borg, sem um er fjallað I fyrrnefndri Visisfrétt. Að fengn- um umsögnum byggingarnefndar Reykjavikur og skipulagsstjóra rikisins hafi ráöuneytiö kveðið upp úrskurö sinn I umræddu máli. — BA —

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.