Vísir - 30.08.1975, Blaðsíða 8

Vísir - 30.08.1975, Blaðsíða 8
8 Vísir. Laugardagur 30. ágúst 1975 Dagskrá Unnar Guðjónsdóttur um íslenzka þjóðtrú með dans, upplestri og söng verður i fundarsalnum laugardag og sunnudag kl. 16 :-00. Aðgangur ókeypis. Sýningunum HOSVERND i kjallaranum og „KLUDEBILLEDER” i anddyrinu lýkur báðum á sunnudag kl. 19:00. NORRÆNA hCjsið A Fró barnaskólum Kópavogs Barnaskólarnir i Kópavogi, Kársnesskóli, Kópavogsskóli, Digranesskóli og Snæ- landsskóli, verða settir með kennarafund- um i skólunum kl. 14, mánudaginn 1. sept. Börn, sem eiga að sækja skólana i vetur, en hafa ekki enn verið innrituð, komi til innritunar, eða einhver i þeirra stað, kl. 16—17 mánudaginn 1. sept. Tilkynningar um brottflutning barna berist fyrir sama tima. Nemendur komi siðan i skólana föstu- daginn 5. sept, sem hér segir Börn fædd 1963 (12 ára) kl. 9 ” ” 1964 (11 ára) kl. 10 ” ” 1965 (10 ára) kl. 11 ” ” 1966 ( 9 ára) kl. 13 ” ” 1967 ( 8 ára) kl. 14 ” ” 1968 ( 7 ára) kl. 15 Vegna viðgerða og lagningar hitaveitu getur kennsla ekki hafist i Digranesskóla fyrr en nokkrum dögum siðar og verður það tilkynnt með annarri auglýsingu. Sex ára börn, fædd 1969, verða kvödd i skólana með simtali eða bréfi nokkrum dögum siðar en hin. Gagnfræðaskólar Kópavogs verða settir 10. sept. en nemendur eiga að koma til náms i skólana 15. sept. bæði i skyldunámi og framhaldsdeildum. Fræðslustjórinn i Kópavogi. ÚTBOÐ Hitaveita Suðurnesja óskar eftir tilboðum i lagningu dreifikerfis i Grindavik 1. áfanga. útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Hitaveitu Suðurnesja, Vesturbraut 10 A Keflavik (opið mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 9-12) og á verk- fræðistofunni Fjarhitun h.f. Álftamýri 9 Reykjavik, gegn 7000 kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á skrifstofu Hita- veitu Suðurnesja föstudaginn 18. septem- ber kl. 14.00. 4ra-5 herbergja íbúð óskast strax til leigu, helzt i vesturbænum. Upplýsingar gefnar i sima 14566 eftir kl. 1 næstu daga. cTVIenningannál HUGANS ÞJÓNN Umsjón: Aðalsteinn Ingólfsson í hvert sinn sem Al- freð Flóki heldur sýn- ingu á verkum sinum I musteri islenskrar menningar, Bogasal Þjóðminjasafnsins, virðast menn eins og fyrir galdur gleyma allri hefðbundinni myndrýni og fjalla um verk hans með draumórakenndu orða- lagi, — eða þá að þeir láta sér nægja að segja sögur af listamannin- um sjálfum. Þetta er sama vandamálið og það sem blasti við gagnrýnend- um á blómaskeiði súrrealism- ans IParis, þ.e. hvernig er hægt að gagnrýna undirvitund og draumsýnir listamanna? Stund- um má sjá að „draumsýnir” þeirra virðast komnar beinustu leið úr „draumum” annarra listamanna og jafnvel sú stað- reynd þarf ekki að vera sem vöndur á.verk þeirra. Þeir geta sagt, eins og Dali karlinn sagði, þegar menn neru honum um nasir nazistahneigð hans á árunum 1935-40, að hann gæti ekkert við þessu gert, — hann dreymdi Hitler i sifellu og sem sannur súrrealisti væri hann skyldugur til að tjá drauma slna á trúverðugan hátt. Alfreð Flóki hefur verið kölL- un sinni með afbrigðum trúr þessi 20 ár sem hann hefur hald- ið um penna. Frá 1959, er hann hélt sina fyrstu sýningu, hefur myndveröld hans mótast af 19aldar bókmenntum, Poe, Baudelaire, De Sade, Lautréa- montog Strindberg. Gegnum þá hafa svo opnast aðrir heimar, mystlk, galdur, músik og gaml- ar goðsagnir. Gegnum kynni sln við öll þessi fyrirbæri hefur Flóki þróað með sér lifsskoðun sem er bölsýn en samt munaðarfull og ósmeykur hefur hannsetiði filabeinsturni sinum og varist áhlaupum allra isma og þjónað aðeins hugarflugi slnu. Maðurinn er búnt af and- stæöum og fáir islenskir lista- menn hafa opinberað eins margar hliðar mannlegs eðlis eins og Flóki. Hann er sjálfur eins staðfastur fagurkeri og ein uppáhaldssöguhetja hans, Des Esseintes úr ,,A Rebours” eftir Huysmans, en hikar ekki við að leita fegurðarinnar i sorpinu, grimmdinni og niðurlaégingunni I von um að finna þar perlur. Hann segir sjálfur að sig hafi ávallt langað til að mála stór verk, en hafi strandað við dyr teikningarinnar og haldið sig þar slðan, en liklegt er að for- dæmi svartlistarmanna eins og Doré og Redon hafi valdið þar um nokkru, svo ekki sé minnst á hina ákveðnu linu flæmskra málara og bjúglaga teikningu Beardsleys. Fyrstu myndir hans voru einatt smáar i sniðum og þær bestu minntu á fingerðan minatúr, teikningin var að mestu útlinukennd og stundum óstyrk, en 1963 fór að bera meir á vandlegri skyggingu og ljós- dökkum andstæðum. Jafnframt stækka myndir hans og fyllast og er ég ekki frá þvi að árin 1964-70 hafi verið rikulegustu árin á ferli Flóka hvað fjöl- breytileik myndefnis snerti. Jafnframt verður stöðug fram- för i teikningu Flóka og aka- demisminn i honum hvetur hann stöðugt til meiri ná- kvæmni, I þeim tilgangi að verða „Old Master” á 20. öld- inni. Enn stækka svo myndir hans og á sýningu hans 1970 ber mikið á stórum kritarmyndum sem eru nánast svarthvit mál- verk, svo fjölbreytileg voru tón- brigði og skyggingar þeirra. Þess tilhneiging verður rikari þáttur i list Flóka, og á þessari sýningu eru nær helmingur verkanna stórar kritarmyndir, etv. forboði um meiri sviptingar i listhans i framtiðinni. Nú ætti einhver að ganga á lagið og fá honum stórt veggpláss til um- myndunar. En með meiri umsvifum virð- ist myndmál Flóka verða fast- ara i skorðum og „andlitið”, sem ávallt hefur verið honum mikill innblástur, er nú æ stærri hluti af myndfleti hans, en hin fjölskrúðuga barokkskreyting hans I kringum þau virðist vera á undanhaldi. Nú er etv. eins og Flóki leitist við að ná áhrifum sinum gegnum vissa „stemmn- ingu” andlits, svipbrigðum þess, fremur en með beinum andstæðum andlita og kynja- kykvenda, eða afskræmingum þeirra. Eins og svo oft áður er erótik- in burðarásinn i mörgum verk- um hans og erótik Flóka byggist aldrei á beinum og ruddalegum útlistunum, heldur á getgátum, möguleikum og kemur hér aðal- lega fram I einskonar Lólituleik, samspili milli gelgjuskeiðs- stúlkna og nautnalegra þrosk- aðra kvenna, — eða þá i and- stæðum girndarfullrar elli og lostafullrar æsku. A bak við er svo, eins og ávallt, háðfuglinn Flóki sem skemmtir góðborgurum og manar þá jafnframt til að opna augu og huga fyrir þvi hyldýpi sem undirvitundin er og láta grlmuna falla. gPg

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.