Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 18.11.1945, Qupperneq 11

Lesbók Morgunblaðsins - 18.11.1945, Qupperneq 11
r LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 5G9 « *■ ' ^ *53T-y Viðeyjarstofan og kirkjan. rituð var af velvild og skilningi. Kynntust þeir Iíorrebow og Skúli en þeir áttu báðir búsetu á Bessa- stöðum. og tókst með þeim hin á- gætasta vinátta. Ræddu þeir mjög um heill og framtíð íslands, sem einnig var Ilorrebow hið mesta á- hugamál og taldi hann, að Island ætti að geta blómgast eins vel og Noregur. 1 skýrslu sinni til stjórn- arinnar segist Ilorrebo'W: ..Hafa hitt marga skynsama menn á þing- inu og hafi þeir flestir örvænt um hag landsins, en Skúli Magnúss. fó geti hafi þó haft betri vonir“. Segir hann að þeir hafi búið saman á Bessastöðum. Einnig víkur hann að endurbótum á skólamálum, og, telur mikla þörf á að læknaskóla sje komið hjer á fót, því mjög brýn nauðsyn sje á lækningafróðum mönnum. — Tókst Skúla að koma því til leiðar að Bjarni Pálsson var skipaður fyrsti landlæknir hjer árið 1760 og var honum jafnframt falið að reka lyfjaverslun og kenna lækningafræði. Svo einnig á þessu sviði voru upphafssporin stigin fyr- ir atbeína Skúla fógeta. Einn var sá maður, sem ekki gast vel að vináttu þeirra Skúla og HoreboW; var það Pingel amtmað- ur. Nýddi hann Horrebow miskunn- arlaust, enda hafði hann orðið fyrir því óláni að komast í sjóðþurð, og varð af þeim sökum að láta af dóm- ara-embætti í hæstarjetti Kaup- mannahafnar. Ráðguðust þeir Skúli og Horrebow mjög um hugmyndir þær, sem urðu grundvöllur „Innrjettinganna". —■ En Pingel taldi það alt hina mestu fásinnu, og vildi koma öllu þessu ráðabruggi fyrir kattarnef. Einnig ætlaði hann að koma í veg fyrir að Skúli færi utan. málum þessum til framdráttar. En er það tókst ekki, greip hann til þess ráðs, að rita Ochsen greifa, stiftamtmanni, brjef dags. 13. sept. 1751. — Getur Pingel þess í brjefinu, að þeir Skúli og Ilorrebow sjeu orðnir mestu mát ar, enda sje líkt á komið með þeim, þar eð báðir sjeu raupsamir glamr- arar. ’Ætli Skúli nú að f&gla, og bera upp við stjórnina „undarlegar uppástungur". Biður Pingel þess innfjálgur mjög, að stiftamtmaður komi í veg fyrir að Skúla takist að „svíkja“ fje út úr stjórninni. Enda sje það sitt, en ekki þeirra ,fjelaga‘ að bera upp allar framfara uppá- stungur. Segir hann að Ilorrebow hafi stórspilt Skúla: „sem áður hafi verið skynsamur og viðfeldipn mað- ur“ og telur að rjettast muni vera „að fylgja þeirri gomlu reglu, að láta ekki íslendinga komast til hárra metorða eða embætta. Því þessi maður er, síðan hailn varð landfógeti orðinn svo hrokafullur, eins og hann væri orðinn eitthvað ógnarmikið, í stuttu máli hann er orðinn alveg umsnúinn“. Sýnir þetta gjörla hugarfar Ping- els í garð Islendinga. Þó má geta þess, honum til afsökunar að hann var maður illa stæður fjárhags- lega, og var alveg í vasa kaupmanna og háður vilja þeirra. Og gætu þessi „notalegheit“ verið frá þeim runnin. Skúli fer á konungsfund. Urðu þeir Skúli og HorreboW samskipa utan með Eyrarbakks- skipi um haustið 1751, lil að vinna

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.