Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1946, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1946, Blaðsíða 1
41. tölublad Gamlársdagur 1946 XXI. árg. Iaaiold»rpr«DUinlðJ»4kA Arni Óla: ELSTU MANNYIRKI Á ÍSLANDI -----------------------------------------------------------------------+ í sumar var hjer um tíma írskur stúdent James Connolly. Hann langaði mjög til að skoða hina fornu hella hjer á Suðurlandi, vegna þess að ýmsir hafa giskað á að á þeim myndi vera handaverk Papa. Fýsti hann að bera þá saman við hella þá í írlandi, sem vitað er að írskir munkar höfðust við í fyr á öldum. Það varð úr að jeg skrapp með honum austur í Holt og skoðuðum við ýmsa hella þar. A leiðinni benti jeg honum á nokkur staðanöfn aí írskum uppruna hjer á landi og sagði hann mjer þá að Bjóla (Beol) þýddi einmitt hellir eða skúti. • +------------------—---------------------------------------------------+ ÞEIR Brynjólfur Jónsson á Minna- Núpi og Einar Benediktsson skáld komu fyrstir manna fram með þá skoðun, að sumir hellarnir, sem gerðir hafa verið af mannahöndum hjer á Suðurlandi, gætu verið eldri en land- námið, og gerðir af Pöpum, sem hjer voru fyrir þcgar ' landnámsmenn komu. En J>að var íangt frá því að ]>eir gæti fært sönnur á J>essa tilgátu sína, eins og Matthías Þórðarson þj»>ðminjavörður hefir sýnt fram á i ritgerð í Arbók Fornlgifafjelagsins 19Ö0—31. En J>að er þó ýmislegt kitlandi við ]>essa hugmynd, og finst mjer að mætti Jíta betur á hana áður cn hún er alveg fyrir borð borin. Hellarnir eru margir og dreifðir um stórt svæði. Vitað er, að nokkrir nýir liellar hafa verið gerðir á seinustu hundrað árunum, svo sem á Syðri- Rauðalæk, hjá Djúpadal, í Þjóðólfs- haga og Arbæ, og í Gaulverjabæjar- sókn. En það breytir ekki hinu, að sumir hellar eru ákaflega gamlir. I sóknarlýsinguin presta, sem nú eru rúmlega 100 ára gamlar, er þess getið að fornmannaverk sje á hellum í Litlu-Tungu, Brekkum, Moldartungu, Árbæ, Skammbeinsstöðum. Getið er um tvo forna hella viðgerða í Þjóð- ólfshaga, og helli á Berustöðum og í „honum móberg grátt af elli“. Þar er og getið uni hruninn helli, sein sagt er að hafi vcrið fjós fornmanna. Enn fremur er minst á forna hella hjá Ægissíðu. Iljer er því talað uin þrenns konar hella gerða af manna höndum: nýa hella, viðggrða gamla hella og forn- mannahella. í LANDNÁMU er sagt frá því að Papar hafi verið hjer fyrir er land- námsmenn koinu, og menn liafi vitað að þeir voru írskir: „Fundust eftir þeim bækur írskar, bjöllur og baglar og enn fleiri hlutir“. Af orðalaginu má ráða, að þeir liafi flúið land, þeg- ar hinir heiðnu menn komu. Ekkert er vitað um það hve margir ]>eir hafa vcrið. En væri allir „fornmannahell- arnir“ eftir ]>á, hljóta þeir að hafa verið nokkuð margir eða hafa dvalist hjer lengi og skal nú fyrst athuga hvort nokkrar líkur eru til þess. Ber þá fyrst að athuga hve löngu fyrir landnámstíð þeir gátu hafa komið hingað. Fyrsta frásagnir, sem menn hafa um það, að siglt hafi verið til Islands, eru nú orðnar 2270 ára gamlar. Grísk- ur maður, Pytheas að nafni, fór í rannsókiiaför norður í höf árið 325 f. Krist. Ferðasaga hans er týnd, en af frásögnum annara er hægt að rekja

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.