Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1946, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1946, Blaðsíða 10
526 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS yður eina únsu af fræi hennar. llún er ættuð frá Tíbet og er lyktarlaus“. Burpee svaraði um hæl og fjekk út- sæðið. En hann varð fyrir vonbrigð- um fyrst í stað, því að þessi tíbet- anska „Morgunfrú" var bæði lítil og ósjáleg, en að vísu lyktarlaus. llanii þóttist vita að það mundi þurfa margra ára kynbætur til þess að gera þessa tegund að verslunarvöru. En ]>á kom happið upp í henduruar á honuni. í sáðreitnum fannst eitt af- brigði undur fagurt og stórt. Iljer kom fram ein af kenjum náttúrunn- ar, sem ekki skeður nema í einu til- felli af 900.000 segir Burpee. Ilann skírði þetta afbrigði „Gullkrónu“ og sendi trúboðanum 100 dollara í þakk- lætisskyni, og 125 dollara tveimur ár- um seinna, sem gjöf. — Trúboðinn er nú orðinn einn af starfsmönnujn hans. Og hann hefir skýrt svo frá, að hann hafi samtíinis skrifað 25 helstu blómakóngunum, en enginn þeirra þorði að hætta 25 .dollurum, nema Burpee. Og hann hefir grætt vel á því. Þegar þetta happ henti BTirpce, hugsaði hann scm svo: „Úr þvi að þetta afbrigði hefir komið fram lijer, því skyldi þá ekki önnur afbrigði geta komið fram líka“. Og svo fyrir- skipaði hann það að alt starfsfólk sitt skyldi hætta vinnu og allir fara i það að athuga hverja einustu „'Morgun- frú“ á akri hans, en þær voru 550.000 talsins. 1 tvo daga var alt starfs- 'fólk hans á höndum og knjám við það að þefa að þessum blómum. Og árangurinn varð sá, að þar fannst ein „Morgunfrú“, sem engan óþef lagði af. Út af þcssu blómi og tíbet- anska afbrigðinu hefir svo Burpee kómið upp stórkostlegri „Morgun- frúa“ ræktun. A þessu sumri sáði hann í 125 ekrur, ogier talið að upp- skeran verði 5 biljónir sáðkorna, sem send verða á markaðinn næsta ár (1947). EINIIVERJU sinni liafði einum af keppinautum Bunpee tekist að framleiða nýja gerð af einhverju blómi, sem hann kallaði „Gullgeisla“. Komust nú allir garðræktarmenn á loft og vildu freista þess að víxlæxla þetta blóm, svo að fleiri litbrigði kæmi fram í því. En slík víxlæxlun tók þrjú ár, áður en árangurs mætti vænta. Burpee dó þó ekki ráðalaus. llann ljek á sjálfa náttúruna. Hann sáði fræinu þegar um haustið í gróð- urhúsum sínum í Eordhook Farm. Um miðjan vetur báru þau fræ. Þá sendi hann flugvjelar með fræin til Florida, Californíu, Puerto Rico og Chile og eftir 11 mánuði hafði hann ræktað hin marglitu afbrigði og átti 50.000 útsæðiskorn. GARÐYRKJUMENN liafa ýmis ráð til þe^ að leika ofurlítið á nátt- úruna. Algengasta aðferðin er sú, að taka eitthveí-t afbrigði og rækta það í marga liðu, þangað til kominn er út af því nýr stofn, sem menn eru ánægðir með. Víxlæxlun er önnur að- ferð, og hana hafa margir stundað árum saman. En árið 1940 má segja að Burpee hafi farið alveg á bak við náttúruna. Tildrögin voru þau, að vísindamaður við Carnegie-stofnun- ina, dr. Albert þ'rancis Blakeslee, hafði verið að gera tilraunir á jurta- frumum með legi nokkrum, sem kall- aður er Colchicinc. Lögur þessi er unninn úr crocus-rótum. iMeð því að nota hann sem áburð jókst gróður- magn ýmissa jurta mjög mikið, svo sem tóbaksjurtar og lauka, en sumar jurtir brevttust algerlega við það. Burpee fauði sjer.þetta í nyt og not- aði eolchicine við ræktun „Morgun- frúar" en það hafði þau áhrif að hún varð þrisvar sinnum stærri en' áður. Seinna komst hann upp á það að nota X-geisla í sama skvni, beindi þeim á fræin. Og hann sagði að það hefði þau áhrif, að upp af sæði þeirra plantna kæmi hreinn og beinn ofvöxt- ur. Nú seinustu árin hefir Burpee unn- ið að því að kynbæta fómata og gúrkur. Hann hafði sjeð hve geisi- lega þýðingu kynbætur á kornteg- undum höfðu haft fyrir landbúnað- inn. Þær höfðu gefið bændum marg- falda uppskeru með minni fyrirhöfn og kostnaði. Þær höfðu meirá að segja hjálpað bandaniönnum til að vinna stríðið, því að vegna hinnar miklu aukningar uppskerunnar, höfðu bandamenn nóg lcorn á stríðsárunum. Það er tiltölulega auðvelt að kynbæta korntegundir, því að vindurinn sjer um frjógvunina. Oðru máli er aðgegna um tómata og gúrkur, þar verður mannshöndin að koma til hjálpar við frjógvunina í hverju einstöku tilfelli, eigi aðeins einu sinni heldur ár eftir ár, því að t. d. kynblandnir tómatar úrkynjast fljótt ef ekki er að gert. En þessar kynbætur töldu flestir að yrði of dýrar, nema Burpee. Hann fjekk 60 stúlkur til þess að vinna að þeim fyrir sig. Og nú hefir hann fengið gott útsæði, en selur það dýrt, nærri citt cent hvert korn, og þó er rifist um að fá það, því að garðyrkjumenn eru nú farnir að sjá, að mest er’komið undir útsæðinu. A hverju ári sendir Burpee út J—1 milljónir verðlista um fræ. Hann seg- ist vera ánægður ef pantanirnar nema að meðaltali 2—3 dollurum. gftaP í*(ÍbP réef — Hjerna pabbi, viltu ekki fá eina krónu fyrir bíó?

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.