Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1946, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1946, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 521 FAÐIR MINN á 16 KONUR Höfundur þessarar greinar, Ikejiani prins, hefur stundað nám við háskólana í Cambridge, New Brunswick, Chica- go, Ann Arbor og Toronto. Hann leggur stund á lækna- vísindi og er orðinn hámenntaður maður. — Nigeria er í Vestur-Afríku, um 870 þús. ferkílómetrar og eru þar um 18 milljónir íbúa. Landið skiftist í Norður-Nigeriu, sem er 13 fylki, og Suður-Nigeriu, sem er 3 fylki. Eftir fyrra heimsstríð var nokkur hluti af þýska Kameron (90,000 ferkm.) sameinað Nigeriu. Landið er í uppgangi og það- an er útflutt mikið af palmaolíu, togleðri, sykri og fíla- beini. VIÐ erum 39 systkynin. Móðir mín er ein af 16 konum föður míns. Aldrei hefir orðið hjónaskiinaður nje alvarlegar deilur á heimilinu. Um nokkur ár hefi jeg nú kynt mjer ástandið í Ameríku um ástir, hjúskap og hjónaskilnaði. og jeg er viss um að Nigeriumenn, sem eiga margar konur, geta ekki iært neitt af Ameríkumönnum «m friðsælt heimilisiíf. Og hversu mikla andúð sem Aineríkumenn kunna að hafa á fjölkvæni. þá hefir það þó þenn- an kost, að það blessast. Þeir, sem eru vantrúaðir á þetta, hafa spurt mig: „Hvernig finst yð- ur það sjálfum, að móðir yðar skuli þurfa að deila ástum mannsins síns við aðrar konur? Leiðir það ekki til þess að faðir yðar sje sem framandi maður hjá fjölskyldu sinni?“ Seinni spumingunni svara jeg neitandi, faðir minn er ekki sem framandi maður í fjölskyldunni. En fyrri spurningunni get jeg svarað á þá leið, að mjer þykir vænt um það, að faðir minn skuli eiga fleiri konur en móður mína. Hvers vegna? Nákvæmlega af sömu ástæðu og amerískum piltum þykir vænt um það, að faðir sinn sje ríkur, áhrifamikill, eigi fallegt hús, sje forystumaður og hafi þjóna til að stjana við sig. Samlíkingin er fullnægjandi. Það eru margar -ástæður til þess, að menn í þessu stærsta skjólstæð- ingsríki Breta, eiga margar konur. En veigamesta ástæðan er sú að í þessum hluta Afriku er það tákn um auð og völd að eiga margar kon ur og mörg börn. Og er það í sjálfu sjer ékki miklu eðlilegra að státa af siíkri eign, heldur en af dýrum höllum, bifreið- um og hlutabrjefum? Okkur finst það. ★ Þegar jeg var seinast heima í Nigeriu reyndi jeg að útskýra heim ilislíf Ameríkumanna fyrir Okafo bróður mínum, sem er fjelagsmála- fræðingur. Hann hristi höfuðið og sagði: „Jeg er viss um að ein- kvæni er til ófarnaðar“. Og jeg verð að taka undir þetta með hon- um, enda þótt jeg sje orðinn hálf- gerður Ameríkumaður eftir langt nám í Ameríku. Vjer skulum bera saman tvó heimili. Amerískur piltur verður þess fljótt var, að faðir hans er ískyggilega oft að heiman á kvöldin. Hann spyr móður sína: „Hvað er pabbi að gera á hverju kvöldi?“ Og hún svarar með tárin í augunum: „Þú ert of ungur til að skilja það. Jeg skal segja þjer frá því seinna.“ Og þegar sonurinn er orðinn nógu þroskaður, þá segir móðirin honum þá sorgarsögu að fabir hans sje teygður frá heimilinu af öðrum konum. Þetta verður oft til þess, þegar um viðkvæma og geðríka pilta er að ræða, að viðhorf þeirra til heimilislífs, ásta og um- gengni umhverfist algjörlega, 'og þeir bíða þess ekki bætur alt sitt líf. Og þó er þetta ekki „eyðilagt heimili“. Ef piltur í Nigeriu legði hina sömu spurningu fyrir móður sína, mundi hún svara af stærilæti: „Son ur minn, faðir þinn er voldugur og mikils virtur. Fjölskylda okkar er stór — þú átt margar mæður og jeg á margar systur“. Þannig er þetta — hinar mörgu konur eru ekki keppinautar í ást- um; þær eru systur og hafa sam- eiginlega heiður af því að vera í stórri fjölskyldu: Hið fyrsta, sem jeg man eftir er það, að jeg átti mörg leiksystkini. Og alt voru þetta bræður mínir og systur. Við ljekum.okkur í hinum mikla húsagarði, þar sem voru hús kvenna föður míns. Við hlupum og stukkum og’flugumst á, alveg eins og börn í Ameríku. En þó var stór munur þar á, því að á milli okkar var aldrei fjandskapur, enginn flokkadráttur þar sem flokkarnir börðust í illu hvor við annan, og aldrei var sest að neinum sjerstak- lega og enginn gerður homreka. Það er alveg satt, að þótt mjer fynd ist eitthvert systkiria minna gera mjer rangt til, þá hvarflaði það aldrei að mjer að hefna mín með því að lúskra þeim. En ef jeg gerði eitthvað af mjer, svo að mjer þurfti að refsa, þá gat hver sem var af konum föður míns refsað mjer, og mjer hefði ekki komið til hugar að hlaupa inn til mömmu minnar og kæra það fyrir henni. Og þótt jeg hefði gert það,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.