Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1946, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1946, Blaðsíða 8
524 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS dansað. En dansinn er ekki eins og í Ameríku. Piltarnir og stúlkurnar snerta ekki hvert annað, þaðan af síður að piltarnir leggi handleggina um mitti stúlknanna. Og engum datt í hug að draga sig út úr til að tala saman í hljóði. Hófinu lauk undir morgun. Svo hiðu nú allar konurnar í f jölskyldunni með óþreyju eftir því að Oyilinni uppfylti skvldu sína við ættina, að ala barn. Og þær voru orðnar sorgmæddar þegar árið leið svo, að engar líkur voru til að f jölg- aðí hjá henni. Að lokum kom Oyilinni til móð- ur minnar og sagði: „Jeg er hrædd um að sonur þinn, maðurinn minn, sje orðinn óþolinmóður. Hann er farinn að vera úti á kvöldin og drekka með fjelögum sínum. Mjer þykir fyrir því að jeg hefi ekki get- að alið honum erfingja. Og jeg held að hann þurfi að fá sjer aðra konu“. Svo benti hún á stúlku, sem hún taldi æskilegt konuefni handa hon- um, og brátt var haldin ný brúð- kaupsveisla. ★ Það getur verið að jeg hafi öf- undað bróðir minn ofurlítið þegar hann gifti sig svona hvað eftir ann- að, en það var þá af því, að alt snerist um hann þær stundirnar, en ekki af því að hann var einka- erfingi. Því að slíkir menn hafa meiri skyldur en rjettindi í Nigeriu. Jeg gæti farið heim til Nigeriu þegar á morgun, sest upp hjá fjöl- skyldunni og lifað þar kóngalífi til æviloka, án þess að gera eitt einasta handarvik. Bróðir minn mundi ala önn fyrir mjer. Hann gerði þeð hvorki í gustukaskyni nje af bróð- urást, hgldur mundi hann telja það sjálfsögð og eðlileg forrjettinli sín og telja það heiður fyrir sig. DÝRT HANDRIT ía~y ~tó ~th-t.n. I U. cjo y~ou..n cL tunjL qeJr tn. j rt a£ tJie, w iruíovJ. "Tkat yo ’t wo'n.t ! -/K lttt, , cltlcLj oJ-~bcr voa.iti.'fLtf &/?« JancLtJL ‘shc kta.y'tL -ike, ra.bkií- justr CLTzJ.tr- LJit wcnoLovo^ sU SutLUnly SfircU Ow.tt Jltnr h-an-J, O.M rruuie. cl Sn atcA Ltl -Jkt. aj,r. t * JúJ. nat ytL’ Áold oj- asi-t , Irut. L+rJ. Ol U*tL i -’aU a. crajsh. ‘ í o krcakiny qLaSS) w/iitA ske. Co rt c-L íl d,t J- t~ !lat~ OoStikU i/r ftaJ. ftdltn. inii 0. CtuLu-mlreT - fro-irze, or so m.t.th-t-n^ of fhe. sovb. ^ JVexf c.a,~rfLM. eun. Art-yry -yclcc.------------------ ToJrirLV.* —- ’Pa.tr, To-b / n/A.er'e are. jou. ? And. -fJLCn fl- Voict, sflA, heucL xtvfr' kc.a,r'cL Ircf-oTe, Shu-re 'tfi.-t.'n- 1 m hcrt. ! cLun oi-riq fvr a/oples, HJER að ofan birtist mynd af einni blaðsíðu úr handritinu „Lísa í Undralandi“, sem háskólakenn- ari við Oxford, Charles L. Dodgon, skrifaði fyrir rúmum 85 árum síð- an, undir nafninu Lewis Carrol. Hann skrifaði söguna fyrir dóttur vinar síns, hún hjet Alice Liddel; en Alice Liddel seldi handritið 1928, þá háöldruð kona, fyrir mikla fjárupphæð. Nokkrum árum seinna var handritið, ásamt handritinu að „För Lísu í gegnum spegilinn“, selt fyrir 150,000,00 dollara, á uppboði. Og nú fyrir nokkrum mánuðum var handritið að „Lísu í Undra- landi“ selt aftur á uppboði, fyrir 50,000,00 dollara, sem eru 325,000,00 ísl. kr. „Ævintýri Lísu í Undra- landi“ og „För Lísu í gegnum speg- ilinn“ eru einhverjar frægustu barnasögur í veröldinni og perlur í heimsbókmentunum. „För Lísu í gegn um spegilinn“ hefur verið les- in upp í barnatímum útvarpsins. Frú Herdís Þorvaldsdóttir, leik- kona, hefur þýtt og lesið hana upp. íW V 5W V V

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.