Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1946, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1946, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 529 maóacjci: MANNÝGUR TARFUR Hefurðu nökkurn tíma heyrt get- ið um Enock Skinner, sem hafði naut til að ráðast á fólk. Ónei, þá skal jeg segja þjer söguna af því. Enock átti jörð skamt frá Pike. Jeg hugsa að landið hafi verið súrt eins og Enock sjálfur, því að mjólkin, sem hann seldi var grá og blá landalaus mjólk, eins og- þeir segja. Fólk helt áfram að kaupa mjólk af honum, vegna þess að það hafði keypt mjóik af gamla Skinn- er, og gamli Elias var ágætis karl og öllum þótti vænt um hann. En þegar hann dó þá breyttist alt. Gamla konan fór þó í hornið til þeirra Enocks og konunnar hans, og menn sögðu að unga konan gerði alt sem hún gæti til að halda í horf- inu, en Rnock var mesti þrjótur, það má hann eiga. Það lá gata þvert yfir landið hans Enocks og fólk, sem kom neðan úr dalnum og ætlaði til þorpsins, fór hana vanaiega til að stytta sjer leið Það munaði hálfri mílu eða að fara þjóðveginn. „Jeg vil ekki hafa að fólk sje að troða niður landið mitt“, sagði Enock. „Þú mátt ekki loka götunni“, vegis. Auk þess fjekk Ilyusckin 000.000 rúblur hjá stjórninni sem við- urkenningu fyrir að finna upp hina frægu Stormovik-flugvjel. Eins og á þessu má sjá, geta menn fengið stórtekjur fyrir unnin afrek, alveg eins og í auðvaldslöndunum, en auk þess stórkostleg verðlaun. Það er einn þátturinn í uppbyggingu Sovjet-ríkjanna. (Eftir „Die Weltwoche" í Ziirich). sagði móðir hans. „Þetta hefir verið alfaraleið síðan jeg man fyrst eftir mjer.“ „Jeg ætla ekki að loka götunni“, sagði Enock. „En jeg ætla að hleypa Towler út á blettinn.11 Towler'var stór, svartur boli og mannýgur. Það var ekkert undir honum að eiga, og það var slympi- lukka ef maður komst undan hon- um. „Þú mátt ekki setja Towler út á blettinn“, sagði móðir Enocks. „Hann getur orðið einhverjum að skaða.“ „Þeir um það“, sagði Enock. „Það kemur ekki mjer við“. Pósturinn, hann Jói Battersby, var sá fyrs,ti sem fór götuna, því að hann ætlaði að stytta sjer leið. Og þó að hann væri ekki lengur góður að hlaupa, þá fór hann í ein- um spretti yfir blettinn og stökk yfir garðinn með póstpokann á bak inu eins og ekkert væri. Svo ætlaði Tom Withers að fá sjer morgun- göngu áður en hann færi til vinnu, af því að veðrið var gott. Og hann fór götuna. Towler var þar á beit, ósköp sakleysislegur, en það hefir víst hlaupið einhver skrattinn í hann þegar hann sá hattinn hans Toms, því að hann var með hattinn á öðru horninu það sem eftir var dagsins. Nú frjettist þetta um alt þorpið og þeir kölluðu saman mótmæla- fund. Konurnar voru miklu æstari en karlmennirnir, því að börnin voru vön að fara þessa götu í skólann. Sumir sögðu að það væri best að stefna Enock, aðrir sögðu að það væri rjettast að kaffæra hann í tjörninni, en að lokum var sam- þykt að senda nefnd manna á fund hans. Enock var að moka mykju á vagn með kvísl þegar þeir komu. o:» hann helt áfram að moka þótt þeir kæmu. „Sjáðu nú, Enock“, sagði Paisen gamli, sem var orðinn fulltíða mað- ur þegar Enock fæddist, „þessi nefnd er komin til að segja þjer, að ef þú tekur ekki^ nautið burtu og lofar heiðvirðu fólki að ganga um götuna, þá verður það verst fyrir þig sjálfan.“ „Farðu heim, Paisen, og -sestu í eldhúshornið11, sagði Enock. „Jeg á þetta land og jeg á nautið og jeg er sjálfráður að því hvað jeg geri með hvort tveggja. Menn geta farið eftir þjóðveginum ef þeir eru hrædd ir við bola. Það kemur mjer ekkert við.“ Nefndin fór og reyndi að bera sig vel og svo heldu þeir raðstefnu í veitingahúsinu. Þeir sátu þar þang að til lokað var og veltu málinu fyrir sjer frá öllum hliðum. En þegar Tom Withers kom heim, þá sagði kella hans við hann: „Það er ekkert gagn í þessari nefnd. Láttu mig fást við þrælinn og við skulum sjá hvernig fer.“ Hún var uppi fyrir allar aldir næsta morgun og gekk hús úr húsi og talaði við allar konurnar eins

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.