Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1946, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1946, Blaðsíða 14
530 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS og herforingi, sem er að gefa skip- anir í stríði. Enock kom með mjólkina um morguninn eins og hann var vanur Hann kom fyrst til ekkju Bennetts, sem altaf keypti pela af mjólk handa köttunum sínum. Húsið var lokað, en hún opnaði glugga: „Jeg kæri mig ekki um mjólk í dag Enock“, sagði hún og skelti svo aft- ur glugganum. „Það gerir ekkert til“, sagði Enock, „því meiri mjólk geta hinar fengið“. En það var sama sagan í næsta húsi og í því þriðja. Og þeg- ar hann kom til frú Tom Withers þá sagði hún upp í opið geðið á honum: „Jeg ætla ekki að kaupa neina mjólk af þjer Enock, þú, sem etur mannýgu nauti á fólk.“ Og svo fór um sjóferð þá, að Enock varð að fara með alla mjólk- ina heim aftur. Hann kom við í pósthúsinu til að vita hvort hann ætti þar ekki brjef. En konan þar sagði við hann: „Jeg vildi helst að þú ljetir senda brjefin þín annað en hingað, þú, sem etur mannýgu nauti á fólk.“ Enock fór heim og konan og móð- ir hans hömuðust við það allan dag inn að reyna að gera ost úr mjólk- inni, en mjólkin var svo ljeleg að þær fengu sama sem engan ost úr henni. Svo frjetti Enock það að Tom Withers hefði fengið ljeðan vagn og farið til borgarinnar að sækja mjólk. Og næsta sunnudag talaði prestur þar í stólnum um villi- nautið, sem gengi grenjandi eins og ljón, og þær móðir og kona Enocks skömmuðust sín báðar fyrir hann og voru ekki mönnum sinn- andi þegar þær komu heim. Og það varð enginn heimilisfriði^r þar fyr en Enock tók nautið af blettinum. En fólk er langrækið á þessum slóðum og það fyrirgaf ekki Enock fyr en hann kom og gekk á milli húsmæðranna og bað þær að fyrir- gefa sjer og kaupa af sjer mjólk- ina. Og þá heimtuðu þæ^ að mjólk- in yrði betri. Það var óhappadagur fyrir Enock þegar hann Ijet Towler út á blett- inn, en það varð happadagur fyrir alla þá, sem keyptu mjólk af hon- um, og síðan.hefir sá dagur verið barnahátíðardagur. Og bömin tóku upp þann sið á hverjum sunnudegi að fara út á blettinn hans Enocks, þar sem Towler hafði verið og leika sjer þar, og Enock varð að senda þeim m'jólk. Samt var hann súr, hann var súr alla ævi. Jeg held að hon- um hafi ekki orðið gott af mjólk- inni sinni. íw fm mni f-ruannnar Gæfa heitir fögur frú, flestir hana þekkja, öllum föl, en engum trú, ávalt slyng að blekkja. Heitorð æ er auðfengið — á efndir er hún tregust —. Þegar hún brosir þýðast við, þá er hún hættulegust. Hún hefir aldrei lýði latt til leiks á hálu svelli; þar hefir margur faiið flatt og fengið Ijóta skelli. Þó — um lífsins þyrniveg — það er margreynd saga — þú eltir hana, eins og jeg, alla þína daga. Einar Sveinn Frímanns. V V V -w Á ÞESSU ÁRI eru G.» ár liðin siðan að Markús F. Bjarna- son lauk nieira skipstjóraprófi á sjómauna- skóla í Kaupmauuahöfn. Þegar hann koni heim tók Iiann að veita nokkrum ungum mönnuin tilsögn í stýrimaunafræði, og var það fyrsti skóli íslenskra sjómanna, og undanfari Stvri- mannaskólans. «>—--------------------------& Barnahjal Mamma er að baka, og Lóa litla, 4 ára, þykist vera að hjálpa henni. — Mamma, bakaðu handa mjer karl. — Jeg má ekki vera að því, og svo má ekki baka karla í steikarofninum. Þeir verða þá svo vondir og ljótir. Lóa þegir fyrst, en segir svo: — Mamma, var pabbi bak- aður í steikarofni. Lína litla heyrði á tal pabba og mömmu. Þau voru að tala um góðan vin, sem hafði verið hættulega veikur, en væri nú á betra vegi. Eftir nokkra stund spyr Lóa: — Mamma, hvar ef Betri- vegur? Börnin spyrja frænku sína: — Hefur guð skapað öll dýr. — Já. Svo telja þau upp ótal dýr, að lokum fer frænku að lerð- ast þetta svo að hún segir: — Guð hefur skapað allt. Sigga litla hugsar sig um stundarkorn og segir síðan: — En hvað hann var heimsk ur að skapa lúsina! Mamma bað Óla að sjá um að ekki syði út úr pottinum á meðan hún brá sjer frá. Rjett á eftir kallar Óli: — Mamma, mamma, mjólk- in ec orðin stærri en pottur- inn. <4--------------------——-----<s,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.