Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1946, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1946, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ■ R jf > 531 JffUf Hann var kryplingur og hjet Kórraákur. Hann átti heima í Tipperary-hjeraði, skamt frá einum álfhólnum (eða dún). Einu sinni var hann seint á ferð |>ar og )>á heyrði hann að álfarnir voru að syngja. Söngurinn var ein- kennilegur: Mánudagur. Þriðjudagur, Mánudagur, Þriðjudagur, hvað eftir annað. Eftir nokkra stund var Kór- mákur orðinn )>reytlur að hlusta á livað ]>etta var einhæft, svo að hann tók undir og söng: ..Miðvikudagur“ á eftir hverri hendingu. Þá heyrði hann að miirg hundruð litlir álfar hróp- uðu af fögnuði: hann er dásamlegt skáld !Hann hefir gert sönginn okkar fegurri!“ Og svo komu )>eir út og drógu hann inn í hólinn, og )>ar var slegið upp veislu fvrir hann. Þegar hann hafði etið sig saddan, sagði álfakóngur- inn við hann: ,.Þú hefir gert sönginn okkar fegurri. Að lannum fyrir )>að skaltu fá eina ósk uppfylta. Hvers viltu óska ]>jer?“ En Kórmákur svaraði: „Jeg óska f>ess heitast af öllu að losna við þetta*ljóta æxli, sem jeg hefi á bdkinu '. Þá snart konungur hann með veldissprota sínum, og í sama hili hvarf æxlið af honum og hann varð beinn og gjörfulegur^ maður. Svo hófust veisluhöldin aftur með söng og dansi og hljóðfæraslætti og Kórmákur drakk svo inikiö að hann sofnaði. Þegar hann vaknaði lá hanfi un<nr hólnum og helt að Jætta hefði alt verið draumur. En )>egar hann ætlaði að )>reifa um æxlið, ]>á var ]>að farið! Og hann fór lieim, glaðari en frá verði sagt, og allir urðu forviða á ]>eirri breytingu, sem á honum var orðin. Og sagan um það góðverk, sem álfarnir höfðu gert á honum, barst út um alt landið, norður, suður, austur og vestur. Svo var það einn dag, að giimul kona kom til Tipperary og spurði hvar Kórmákur ætti heima. Henni var fylgt ]>ang- að og þá sagði hún: , Jeg er að austgn og jeg á son sem Diarmuid heitir. Hann er með Ijótt æxli eins og þú hafðir. Segðu injer nú hvernig þú fórst að því að fá álfana til þess að losa ]>ig við ]>að“. Kórmákur sagði lienni nú frá því hvernig hann hefði endurbætt söng álfanna, og að kóngurinn hefði í þakklætisskyni losað sig við æxlið. Síðan fór gamla konan og þóttist hafa fengið góð erindislok. Svo sendi hún son sinn til álfhólsins. Diarmuid var bæði uppstökkur og geðillur. Hann settist undir hólinn og beið ]>angað til hann heyrði álfana fara að svngja: Mánudagur, Þriðjudagur, Miðvikudagur, Mánudagur, Þriðjudagur, Miðvikudagur.... Þá kallaði hann: „Og Fimtudagur, asnarnir ykkar“, án þess að bíða eftir að það ætti við. Þá þustu allir álfarnir út úr hólnum og köll- uðu: „Grípið hann! Hann hefir spilt söngnum okkar!‘ Og þeir gripu hann, drógu hann inn í hólinn'og leiddu hann fram fvrir kónginn. En hann sagði: „Ur því að þú varst svona vond- ur. Diarmuid, ]>á skaltu hafa tvær kryppurnar eftir þetta“. Og konungurinn snart hann með veldisprota sínum. og upp frá því var Diar- muid með tvö æxli á bakinu.---- V ^ ^ ^ ^ JEG var á ferð í New York. — Einhvern daginn kom jeg þar að, sem lítill flutningabíll, fermdur glervöru, ók aftur á bak út úr húsa sundi, en þegar hann kom út á göt- una lenti hann í árekstri við ann- an miklu stærri bíl. Við árekstur- inn brotnaði öll glervaran og bíl- stjórinn var svo aumingjalegur, að jeg helt að hann mundi fara að gráta. Fjöldi fólks safnaðist þegar sam an þarna til að horfa á. Allt í einu gekk góðlegur og roskinn maður út úr hópnum og ávarpaði bíl- stjórann: — Verður þú sjálfur að borga þetta tjón? — Jeg er hræddur um það, svaraði bílstjórinn. — Veslingur, sagði góðlegi mað- urinn. Hjerna er dollar handa þjer. Og jeg er viss um að fleiri vilja hjálpast að því að bæta þjer tjón- ið. Komdu með hattinn þinn. Rúmlega hundrað manns kast- aði seðlum í hattinn. Svo tvístrað- ist hópurinn og góðlegi maðurinn fór líka. Bílstjórinn stóð með hattinn fullan af seðlum og horfði á eftir gþðlega míanninum. Svo sagði hann: — Þetta er maður,- sem kann að grípa tækifærið þegar það gefst. Hann er húsbóndi minn. 'ocýur ófon OLÍUFJELAG í Ameríku gerði mann út af örkinni til þess að reyna að kaupa .^af bónda nokkrum í Texas landspildu, þar sem olíu- námur voru. Bóndi stóð úti og horfði út yfir grænar grundir þar sem kýr hans voru á beit, og hverju tilboði sendimannsin^ svar- aði hann neitandi. Þegar bóndi enn neitar hæsta boði sendimannsins, var sendi- maður svo sem ekki af baki dott- inn. — Hugsið um það, mælti hann, hvað þjer getið gert mikið fyrir þessa peninga. Þjer getið látið yður og fjölskyldu yðar líða miklu betur en áður, þjer getið^byggt- yður nýít hús og fengið rafmagn í það, og þjer getið keypt yður allskopar vinnuvjelar, til þess að ljetta störfin. Finnst yður það ekki freistandi? — Nei, sagði bóndi. — Hugsið yður það að hjer úti á grundunum væri kominn nokk- urs konar skógur af dæluturnum, þar sem olíunni er ausið upp, þar sem gullið streymir upp úr jörð- inni nótt og dag. Hugsið yður hve dásamlegt yrði yfir þetta að líta í rökkrinu, þegar allt er uppljómað og dæluturnarnir eru eins og ótal jólatrje. Getið þjer ímyndað yður nokkra fegurri sjón? — Já, sagði bóndinn og benti út í hagann, grænar grundir með rauðum kúm á beit. ^ ^ LEIÐRJETTING. í skýringum með myndinni frá Möðruvöllum í seinustu Lesbók varð meinleg villa. Guðmundur Hávarsson sá sem þar er fór til Ameríku og ílendist þar, og var alt annar en Guðmundur kóngsekill. Þá stóð og að Stórulaugar væri í Báfðar- dal, átti að vera Reykjadal.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.