Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1946, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1946, Blaðsíða 6
522 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS þá er engin hætta á því að mamma hefði dregið minn taum. ★ ' Jeg átti heima í húsi mömmu þangað til jeg var 12 ára. Vegna þess að hún var fyrsta kona föður míns, hafði hún verið húsfreyja lengur en nokkur hinna. En venjan er sú, að nýasta konan býr fyrst í hiisi hjá manni sínum, eða þangað til önnur nýrri kemur. Þegar þær flytjast úr því húsi, vex virðing þeirra, því að þá fá þær sjálfar hús til forráða og máske þjónustufólk Elsti sonur móður minnar var sjálfkjörinn arftaki föður míns, en jeg og yngri börnin höfðum engan rjett fram yfir börn hinna kvenn- anna. Þegar jeg var 12 ára fluttist jeg * inn í annað hús og þangað var safn að öllum systkinum mínum, sem höfðu náð þeim aldri. Við átum við sama borð, sváfum í sama herbergi og stunduðum nám í fjelagi. Og enda þótt jeg bæri sjerstaka virð- ingu fyrlr móður minni, þá hafði hún nú ekkert lengur að segja um uppeldi mitt. Okkur var fengið þjónustufólk til að sjá um okkur og þarna lærði jeg að þekkja hina sönnu merkingu í jafnrjetti allra í fjölskyldunni. Til dæmis þá hafði jeg verið mjög sólginn í sætindi og mamma hafði máske verið mjer of eftirlát í því efni. Eftir fyrstu nóttina í fjelagsskálanum hljóp jeg heim til mömmu. „Hvernig líkar þjer?“ spurði hún. „Ágætlega“, sagði jeg. „Við skemtum okkur prýðilega. Viltu gefa mjer kökur og sælgæti?“ — Hún hristi höfuðið: „Nei, nú ertu orðinn einn af fjölskyldunni, og ef mig langar til að gefa þjer eitthvað, þá verð jeg fyrst að fá leyfi föður þíns til þess.“ Hún skýrði mjer frá því að ekki ínætti taka eitt barnið fram yfir annað, og ef eitt ætti að fá gjafir, þá yrði pabbi að gera öll- um jafn hátt undir höfði. Sama regla gilti um konurnar. Ef pabbi ætlaði að gefa einni fatn- að, skrautgrip eða saumavjel, þá varð hann að gefa öllum hinum ná- kvæmlega hið^sama. ★ Um eiginkonuskyldurnar skift- ust þær á eftir röð. Hver kona er í hálfan mánuð „einkakona“ manns- ins. Aldrei hvarflaði það að mjer að neitt væri athugavert við þessi skifti á konum, en það var vegna þess að við vorum alin upp í sak- leysi. Á þessum hálfum mánuði mat- reiðir konan handa manni sínum, skemtir honum á kvöldin og gegnir yfirleitt öllum húsmóðurskyldum og eiginkonuskyldum. Það getur vel verið að hún matreiði h.eima hjá honum og sje þar fram á kvöld, en fer þá heim í sitt hús. En yngsta konan er altaf eins og gestur á heim ilinu þangað til röðin kemur að henni. Mjer kemur ekki til hugar að halda því fram, að allar konur í Nigeriu sje fyrirmyndir um heim- ilisháttu og þeim verði aldrei sund- urorða. Um það skal jeg segja sögu sem gerðist þegar jeg var lítill. Við Disu, eldri bróðir minn, vor- um einu sinni að leika okkur í húsa garðinum. Þá' opnaðist hliðið skyndilega og inn ruddist fjöldi kvenna. Þetta voru systur og frænkur allra kvenna pabba. Og all ar konurnar komu út úr húsum sín- um og slógust í hópinn og svo helt allur skarinn til húss pabba. Disu glotti og hvíslaði að mjer: „Þetta þýðir það að við fáum meira sælgæti í uppskerugjöldin.“ Jeg skildi ekkert. „Þær ætla að halda málstefnu út af Mgbeke, nýjustu konu föður okkar“, sagði hann. „Og ef þær dæma hana til að borga sekt þá verður sektarfjenu varið til þess að kaupa sælgæti handa okkur krökk unum í uppskerugjöldin.“ Við læddumst heim að stóra hús- inu þegar allar konurnar voru komnar þar inn, og gægðumst í gegn um rifur milli stafanna. Þarna sátu þær í hring umhverfis Mgbeke sem pkki var nema 17 eða 18 ára. Hún virtist ekki taka sjer það næra að vera sakborningur. . Remi, ein af fyrstu konum föður míns, var að tala: „Okkur þykir það mjög leiðinlegt að hafa neyðst til að kalla saman þetta fjölskyldu- ráð, en það er nauðsynlegt vegna heiðurs fjölkskyldunnar. Mgbeke hefir orðið uppvís að því, að gefa gestum manns okkar hýrt auga, þegar hún hefir gengið um beina. Það er ósæmandi.“ Nú byrjuðu þær alla að tala í einu, en mamma, sem var helsta konan, stöðvaði það með því að rjetta upp hönd. Hún sagði svo: „Við skulum Jilusta á hvað Mnea- maka systir okkar leggur til mál- anna.“ • Mneamaka hafði orðið systir mömmu og allra hinna kvennanna, vegna þess að hún var skyld móður Mgbeke. Svo langt ná fjölskyldu- böndin í Nigeriu. „Það er satt“, sagði Mneamaka, „að það er ósæmilegt að gefa gest- um manns síns hýrt auga. En mun- ið eftir því að Mgbeke er ung, og að hún er ágæt húsmóðir þótt hún sje ung. Auk þess skuluð þið minn- ast þess, að hún hefir aukið mjög á virðingu f jölskyldunnar vegna þess hvað hún á marga ættingja. Okeke faðir hennar á sjö bræður og fimm systur og Modukue móðir hennar á sex bræður og sex systur.“ Þessi röksemdarfærsla virtist hafa mikil áhrif og Mgbeke slapp með lítilsháttar sekt og áminningu. Og þá forðuðum við okkur, bræð- urnir. i

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.