Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1946, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1946, Blaðsíða 12
I MILJÓNAM/ERINGAR (RÚSSLANDI 528 forvitni minni í skefjum. Jeg sagði því aðeins og hálf-vandræðalega: „Nú er mjög kalt“. Hann svaraði kurteislega: „Þó ekki jafn kalt og verið hefir í vetur“. Þá varð þögn. Mjer varð litið á litlu stúlkuna. Hún starði altaf á okkur bláu augunum sínum. „Striðið?“ sagði jeg og leit ekki af henni. „Já, stríðið“, sagði hann. „Sama sprengjan drap bæði móður hennar og föður". Aftur varð þögn. „Komið þjer oft hingað?“ spurði jeg svo, en iðraðist þess samstundis. En hann þyktist ekki af spurning- unni. ,,Já, jeg fer hingað á hverjum degi — til þess að biðjast fyrir“. Svo brosti hann lítið eitt. ,.Og jeg fer hingað líka til þess að láta guð vita að við erum ekki reið við hann". Þessu gat jeg ekki svarað. Og á meðan jeg stóð þarna þögull, hnepti hann að sjer jakkanum, greip vagn- kjálkana, broMi ofurlítið og laut höfði kurteislega til kveðju. Svo ók hann barninu út í myrkrið. Um leið og þau voru farin greip mig innileg löngun til þess að veita þeim eftirför. Mig langaði til þess að hjáfþa þeim, gefa j>eim peninga, klæða mig úr hlýja frakkanum mínurrt úti á götu og fá þeim hann; gefa þeim til þess að sýna hvað jcg gæti. En það var sem jeg væri negldur niður. Jeg vissi að þau voru ekki hin einu, sem ekki er hægt að hjálpa með venjulegri góðgerðasemi, og að þau mundu neita áð þiggja það. sím-jeg gæti boðið þeim. Þetta var líka á hinn veginn, því að þau höfðu gefið mjer. Þau, sem höfðu mist alt, Ijetu ekki bugast, og þau heldu trú sinni. Mjer varð undarlega í skapi. En nú var það hvorki gremja, nje áhyggjur út af þeim smámunum, sem jeg varð að fara á mis. Nú var það meðaumkun, sem hafði gripið mig og svo minkaðist •jeg mín niður fyrir allar hellur. Rigningunni var lokið. En jeg stóð LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Það er ekki rjett, sem ýmsir halda, að engir auðkýfingar sje til í Sovjet- ríkjunum, og að tekjur manna sje þar yfirleitt eins. Tekjur seni nema 100.000 rúblum á ári og jafnvel yfir miljón, eru alls ekki óalgengar. Sam- kvæmt skýrslum, sem gefnar voru út fyrir stríðið, voru rúmlega 30 mil- jónamæringar í Moskvu einni (og þá er miðað við rúblur, sem jafngilda rúmlega 1 shilling enskum). Fyrir stríðið var Alexei Tolstoi, frændi skáldsins Leo Tolstoi, auðug- asti maður í Sovjetríkjunum. Hann er nú nýlátinn. Hann varð heims- frægur fyrir sögur sínar um Pjetur mikla. Fyrir einkarjettinn að kvik- mynda þær sögur, mun stjórnin hafa greitt honum 3 miljónir rúbla. Bækur hans voru gefnar út í miljónum eint., og auk þess fjekk hann tvisvar sinn- um bókmenritaverðlaun, 200.000 nibl- ur í hvort skifti. Þessi Sovjet-Krösus átti skrautlegar hallir með bílum og þjónustufólki í Leningrad, Moskva, Krím og í Kákasus. Veislur j)ær, sem hann hélt, voru frægar um öll Sovjet- ríkin. Annar margra miljónari, er rit- höfundurinn ðlichael Sholokhov. Af bók hans „Lygn streymir Don“ seld- ust 10 miljónir eintaka í líússlandi, en auk þess hefir hún verið þýdd á mörg önnur tungumál. Hann er ólíkur Tolstoi í því, að hann berst injög kyr nokkra stund. Svo sneri jeg við og gekk inn í kirkjuna aftur og að litla kertaljósinu, sem logaði glatt hjá hliðaraltarinu. Nú var kirkjan ekki lengur tóm. Hjer var ljós í borg, sem lögð var í auðn. En á meðan það logaði fanst mjer að heimurinn. ætti viðreisnarvon. lítt á, og hefst mest við í heimaþorpi sínu, Vesjenskaia hjá Don. Þá hafa kvikmyndamenn eins og Eisenstein og Pudovkin engar smá- ræðis tekjur. Söngvarinn Koslovski fær stundum 15.000 rúblur fyrir að syngja eitt kvöld í ríkisóperunni í Moskva. Einu sinni hóf Pravda árás á hann fyrir það hvað hann tæki mikil laun. En þá hætti hann að syngja og sat heima þangað til hann var beðinn að koma ^ftur að óper- unni. Varð stjórnin nú að borga hon- um hvað sem hann setti upp, því að hún gat engan fengið, er komið gæti í hans stað. Fyrir 1934 höfðu iðjuhöldarnir ekki mikil völd nj'e miklar tekjur, því að }>eir voru þá aðeins formenn í hinum margumtöluðu verklýðsráðum. (En þegar Stalin stofnsetti „eins manns framkvæmdarstjórn“, og ákvað að á- byrgðin skyldi hvíla á herðum for- stjóranna, þá gerðust iðjuhöldarnir miklir valdamenii. Tekjur þeirra eru að vísu ákveðnar aðelns 5000 rúblur á ári, en svo fá þeir þóknun, ákveðinn hundraðshluta af öllu því, sem fram- leitt er undir þeirra umsjá. Eigi má heldur gleyma því, að hátt- settir herforingjar hafa stórtekjur. Og í stríðinu hafa þeir komist svo langt, að jafna iná þeim við marskálka Napoleons. Heiðursmerkjum, heiðurs- gjöfum og alls konar gjöfum ringdi yfir þá. Og nú hafa,þeir 3000—5000 rúblur í laun á mánuði hverjum. Vjelfræðingar og vísindamenn eru ekki heldur á flæðiskeri staddir. Má þar t. d. nefna flugvjelasjerfræðing- ana Ilyusckin, Lavoshkin og Yakov- lev. Og þá ekki síður Degtyarev, sem fann upp „málpípu Stalins“, nýa teg- und af vjelbyssu. Allir þessir menn hafa fengið Stalins-verðlaunin tví- «

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.