Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1946, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1946, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 525 ingu í Waldorf-Astoria hótelinu í New York. Þangað er venjulega boð- ið um 4000 manns. Blómin eru flutt þangað með flugvjelum og á hverju ári kemur Burpee með eitthvað nýtt, sem keppinautar hans hafa ekki. Og á sýningunni skýrir hann frá því hvernig hann hafi farið að því að framleiða hinar nýju blómategundir. Eru frásagnir hans annálaðar, og verða í hans munni að hreinustu æv- intýrum og furðusögum, því að hann kann vel að færa í stílinn. Skal hjer nú sogð sagan af „Morgunfrúnni“ þótt hún sje ekki jafn „spennandi11 eins og þegar Burpee segir hana sjálf- ur. / HANN hafði snemma komið auga á það að „Morgunfrú“ væri likleg til þess að verða mjög cftirsótt blóm, ef hægt væri að losa hana við galla hennar. En hann var sá, að á blöð- unum voru smá olíusepar, sem fram- leiddu vondan þef. Með þessum þef varði blómið sig fyrir skorkvikindgm, en hajjn varð aftur til þess að fólk hafði ýmugust á því. Væri nú hægt að framleiða „Morgunfrú“, sem var laus við þennan galla, var enginn efi á því, að fólk mundi sækjast mjög eftir henni. Svo hugsaði Burpee. ög hann hófst þegar handa. Hann þóttist vita með vissu að einhvers staðar sprytti „Morgunfrú“ sem væri laus við þennan óþef. Og nú ljet hann safna tegundum af þessu blómi víðs vegar um heim, í Norður-Ameríku, Suður-Ameríku, Evrópu, Asíu, Afríku og Astralíu. Hann fjekk 642 tegundir. Hann ræktaði hverja út af fyrir sig, en allar höfðu þær hinn sama ókost, það var vond lykt af þeim. I>Á var það einn góðan veðurdag að hann fjekk brjef frá trúboða, sem hafði bækistöð sína á landamærum Tibet. Trúboðinn skrifaði: „Hjer vex „Morgunfrú“ sem Kínverjar nefna „Stóru gullstjörnuna". Ef þjer send- ið mjer 25 dollara, þá skal jeg senda BLÓMAKÓNGURINN BURPEE MARGIR kannast við hinn mikla garðyrkjufrömuð Luther Burbank, sem varð fyrstur manna til þess að gera tilraunir með kynbætur á jarð- argróðri. Hann andaðist árið 1926 og ekkja hans seldi þá uppgötvanir hans á þessu sviði, ásamt ótal tegundum af allskonar fræi. Stark Brothers Nurseries keyptu. Þetta firma hefir fengist við kynbætur á alls konar aldintrjám, og var í mun að tryggja sjer reynslu Burbanks. En blóma- fræin og leiðbeiningar um blómarækt, seldi það svo aftur David Burpee, sem þá þegar var orðinn einn af hélstu forvígismönnum á sviði blóm- jurta og nytjajurta. Faðir Burpee hafði byrjað garð- rækt er hann var 18 ára gamall. Hann hafði þó fleira í takinu fyrst í stað, en um 1880 sneri hann sjer aðallega að blómarækt. Vakti hann þá athygii á sjer með því, að lofa nýrri Singer saumavjel í sölulaun hverjum þeim, sem gæti selt 300 pakka af fræi. David gekk á Cornell háskólann. Hann kom heim í jólafríi sínu 1914, en á meðan hann var heima veiktist faðir hans. David ákvað þá að hætta námi og taka við af föður sínum, og er nú orðinn frægastur aMa garð- yrkjumanna í Bandaríkjunum fjrrir tilraunir sýnar og auglýsingar. Á hverju ári heldur hann blómasýn-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.