Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1946, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1946, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 523 Vestrænum þjóðum munu þykja það hlægilega litlar sakargiftir að kalla konu fyrir dóm fyrir það eitt að gefa hýrt auga. En jeg hefi hlust að á aðrar málstefnur og aldrei heyrt þyngri sakargiftir bornar á konu en það að henni sje ósýnt um heimilisstörf, að hún sje of mál- skrafsmikil og kærulaus. Því að það er óhugsandi að nokkur kona brjóti alvarlega af sjer gagnvart manni sínum og fjölskyldu. Það er óhugsandi að að þær sjeu manni sínum ótrúar. Slíkt gæti þeim aldrei komið komið til hugar. Það má líka teljast óhugsandi að ungj stúlka hrasi. Og það er enn fjöl- skyidulífinu að þakka. Því að það er eigi aðeins að lauslát stúlka hafi fyrirgert allri von um að eignast mann, heldur mundu allar systur hennar verða teknar úr hópi þeirra sem taldar eru gott kvonfang. Þess vegna gætir hver ung stúlka heið- urs síns. ★ Einu sinni varð uppi fótur og fit, venju fremur, heima hjá okkur, og innan skamms höfðu allir fengið að vita hvernig á því stóð. Idiong, eldri bróðir minn, vildi fá sjer konu. Hann var þá 17 ára. Hann hafði blátt áfram farið til mömmu og sagt við hana: „Jeg ætla að taka mjer konu, ef þú vilt velja hana handa mjer.“ í hálfan mánuð höfðu svo farið fram ráðagerðir á bak við tjöldin, án þess að við krakkarnir vissum af. Allar konurnar, mágkonur, frænkur og frænku frænkur, höfðu setið á ráðstefnum til að ræða um hvert konuefnið mundi best. Ungu stúlkurnar höfðu verið bornar sam an rækilega og alt metið: fjölskyldu líf þeirra (og stærð fjölskyldu auð- vitað líka) heilsufar ættanna og fortíð þeirra. Að lokum var ákveð- ið að tala við Chukwuemaka og konu hans og biðja dóttur þeirra, sem hjet Oyilinni. Nú var farið í heimsókn til þeirra og fór öll fjölskyldan og jeg auð- vitað með. Við fórum méð gjafir, pálmavín, og var sest að drykkju undir eins og við vorum komin inn í hús Chukwuemaka. • Talað var um alt milli himins og jarðar, nema erindið —- um veðrið,' uppskeruna og stjórnmál. Idióng sagði ekki eitt einasta orð. En stúlk an gekk um beina og var altaf á ferðinni milli eldhús og setuskála. Að lokum helt faðir minn stutta ræðu: „Vinir mínir“, sagði hann, „þið munuð fara nærri' um það hvert erindi við eigum. Elsti sonur minn óskar að fá Oyilinni fyrir konu. Við mundum telja okkur það mikinn heiður ef þið samþyktuð þann ráðahag.“ Húsfreyja reis á fætur til að segja Oyilinni tíðindin, en hún hafði gætt þess að vera frammi í eldhúsi þegar bónorðið var borið upp. Oyilinni varð niðurlút en sagði ekkert. Það þýddi ,.já“. Að vísu hefði ekki skift neinu máli þótt hún hefði sagt nei. Því að hjer var ckki um að ræða giftingu ungrar stúlku og pilts, iíeldur tengdir milli ætta. Eftir þetta fórum við öll heim. Næst var að ákveða mund konunn- ar. En það var engum vandkvæðum bundið> því að faðir minn var höfð- ingi eða kóngur, ef þið viljið kalla hann svo, og stórríkur. En 'hefði hann verið fátækur maður, þá hefði sonur hans ekki fengið kon- una fyr æn mundurinn var að fullu greiddur foreldrum hennar. Að þessu sinni samsvaraði mund urinn 2£)0 dollurum. Upphæðin er mismunandi, 100-300 dollarar, eftir því hvar er í Nigeriu. Fer það mjög eftir venjum á hverjum stað, en alls ekki eftir efnahag þeirra, sem hlut eiga að máli. Meðan á festum stóð hittust þau hjónaleysin mjög sjaldan, voru aldrei tvö saman, áttu engar laun- stefnur með sjer, kystust ekki nje sýndu hvort öðru nein ástaratlot. í okkar tungumáli er ekkert nafn á ást, við tölum aðeins um „að lítast á“. Meifa að segja, það eru mjög fá orð í málinu ef þau eru þá nokkur, Sem eiga við ástalíf karls og konu, nje heldur ástarorð. ★ Nú kom að giftingardeginum, og þá var mikið um að vera. Heima í húsi bróður míns söfnuðust saman allir vinir hans og ættingjar og þar var etið og drukkið, sungið og daná að. Eins var á heimili brúðurinnar, þar voru allar vinkonur hennas og ættingjar. Klukkan níu um kvöldið hófst svo aðal athöfnin. Oyilinni, vinstúlkur hennar og fjölskylda helt á stað í stórri fylkingu heim til okkar. Ovilinni var í sínum bqstu skartklæðum með alt skraut sitt, hálsfestar og armhringa. Við hlið hennar gengu bestu vinstúlkur hennar og á eftir komu svo hinar vinstúlkurnar og fjölskyidan. Frændur liennar báru allar eigur hennar og brúðargjafir — miklu meira en 200 dóllara virði. Einn var með nýja saumavjel. Tveir roguðust með stóra kistu á milli sín. Aðrir voru með kassa, fatabögla, búsáhöld, potta og pönn- ur og mat. Og hjer, eins og í Ameríku, stóð fjöldi fólks við veginn til að horfa á, og konurnar hrópuðu: „Er hún ekki fögur?“ eða „Hvílíkar dýrindis gjafir!“ Þegar fylkingin var komin inn í húsagarð okkar, var öllum farangr- inum raðað fyrir utan hús bróður míns, svo að aílir úr báðum fjöl- skyldun;im gæti skoðað hann og dást að honum. Svo var slegið upp veislu og

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.