Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1946, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1946, Blaðsíða 4
520 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS EINN slíkur hellir er í túninu á Ægissíðu, í bre.kkunni við Rangá. Sá hellir hefir verið notaður að undan- förnu til að hýsa í honum lömb. Hafa verið höggvin útskot meðfram báð- um veggjum til þess að auka gólf- rúm. En ennþá sjest hvernig hellirinn mun hafa verið upphaflega. Hann er 0x/-2 m. á lengd og 2 m. undir loft og er gólfið sljett við innganginn. Loftið hefir verið reglulega hvelft og fallið við veggina þannig, að þverskurður yrði eins og skeifa í laginu. Sljettur gafl er fvrir enda.'og er alveg eins og þilveggur og fellur við veggi óg loft í svo skörpu horni, a§ það er eins og hann hefði ver'.ð steyptur. íl'er kem- ur býkúpulagið glögglega fram, og vinnubrögðin þannig. að hjer hefir ekki upphaflega verið fjárhe!!ir„ enda hellirinn alt of lítill til þess. Eða eru nokkrar líkur til þess að menn hefði dundað við að gera þarna línur eftir listarinnar reglum og fága bæði hvelf- ingu (og veggi) og gafi, ef þetta hefði átt að vera fjárhús eða gripahús? Connolly sagði líka þegar er hann sá hellinn að hann líktist mjög einsetu- mannshelli r.ærri Dublin á írlandi. Annan helli, líkan þessum, hefi jeg sjeð hjá Traðarholti í Flóa. Hefir honum þó verið breytt meira. Hellir- inn hefir verið lítill upphaflega, og í þeim hluta hans fanst gólfskán neðst, með 'Sterkri lykt, og bendir hún til þess að búið hafi verið í þeim helli. ENGAR sagnir fara af því, að fólk hafi búið hjer í hellum á fyrri öldum. En getið er í Biskupasögum um nautahelli í Odda, vegna þess að hann hrundi* ofan á gripina. Þetta skeði á 12. öld og sýnir að þá hafa menn þeg- ar notað hella til að hýsa í þeim gripi. A tveimur stiiðum í þjóðsögum (og máske víðar) eru þó frásagnir, sem benda til þess að í hellum hafi vefið búið. Annað er sagan af Gilitrutt. Uppistaða þeirrar sögu er sú, að ein- setukona bjó í hól, og var gluggi uppi á hólnum, alveg eins og á hinum manngerðu hellum. Hin sagan er um mann á Eyrarbakka, sem varð fyrir reiði erlends skipherra. Hótaði skip- herrann >að senda honum sendingu. En fjölkunnugur maður rjeði piltin- um til þess að búa „í steini“ og bendir það ótvírætt til þess, að maðurinn hafi hafst við í helli (máske Traðarholts- helli). Það er oft meira í slíkum fra- söignum, en menn grunar í fljótu bragði, og þessar gömlu sögur finst m jer sýni það. að til hafa verið hellar, sem þóttu íbúðarhæfir. Og þótt ekki sje beinlínis sagt frá því, að menn hafi búið í hellum fyr á öldum, þá sannar það ekki að það hafi ekki verið gert. Vitað er. að á seinni öldum hafa menn búið í hellum, og hjer I Reykja- vík munu nú vera þrjár manneskjur, sem fæddar eru í hellum. ÞEIR „forninannahel!ar“, sem nú þekkjast, gefa litlar bendingar um þarð hvað þeir sje gamlir, nje heldur af hverjum þeir eru gerðir. Ep margir hellar munu enn finnast víðsvegar, sem enginn hefir rannsakað. Hafa þeir ýmist hrunið eða týnst. En koma mundu nokkrir í leitirnar ef vel væri að gáð, og nokkrar líkur til þess að sumir þeirra sje með upphaflegum ummerkjum, hafi ekki verið víkkaðir, nje þeim breytt. Eins og áður er getið eru hellarnir elstu hús.á íslandi. Og það getur ver- ið að á sumum þeirra sje elstu handa- verk, sem finnast hjer á landi. Mjer finst því að gefa þurfi þeim nánari gætur, en gert hefir verið, og þetta þurfi að gera: Leita uppi týnda hella og grafa þá upp. Rannsaka hella, sem hrunið hafa.. Skylda menn að tilkynna, ef hellar finnast, svo að hægt sje að athuga þá undir eins. Varðveita alla „fornmannahella“. Með þessu móti gætum vjer máske fengið einhverja vitneskju um aldur hellanna — hvort það getur ekki átt sjer stað að þeir sje eldri en landnám- ið, og þvá elstu fornminjar hjer á landi. Er hjer um mjög merkilegt rannsóknarefni að ræða, hvað sem uppi verður á teningnum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.