Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1946, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1946, Blaðsíða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 527 ^4. C4ronin: KERTALJÓS Í VÍN VIKUM saman hafði jeg hlakkað til þess að koma til Vínar, borgarinn- ar, sem jeg þekti svo vel og unni svo heitt. En alt frá þeirri stundu er flug- vjelin lenti breyttist þetta, jeg varð fyrir vonbrigðum og gremjan óx eftir því sem lengur leið. Ekkert herbergi var að fá í Ilotel Bristol. Seinast var mjer útvegað herbergi í skuggalegu húsi í Kárntnerstrasse. Þetta her- bergi var kalt og lítið um húsgögn. Til morgunverðar var grænmetissúpa og dósakjöt. Um kvöldið var hvast og kalt. Jeg fór þá að skoða mig um í borginni. Jeg gekk fram hjá dómkirkjunni, sem var sundur skotin, og söngleikahöll- inni, sem var í rústum. Ekki ljetti mjer í skapi við það. Gat ,það verið að þetta væri hin fagra borg, þar sem jeg hafði heyrt Charlotte Lehmann syngja í Bohéme og síðan ekið í opn- um vagni um göturnar, sem voru krökar af glaðværi> fólki, er helt „Heurigen“ (upþskeruhátíðina)P Jeg hafði að vísu ekki gengið að því grufl- andi, að miklar skemdir höfðu orðið á borginni, að þar væri hrunin hús, haugaT af rusli á götunum. Já, jeg hafði einnig búið mig undir það að sjá sprengdar brýr á Dóná. En jeg hafði ekki búist við þessu kalda, þögla vonleysi, sem næddi eins og nístandi súgur um gráar og óþrifalegar götur, milli húsa með gluggahlerum. Nöturleiki borgarinnar rann mjer í merg og bein, og jeg varð reiður, upp í mjer kom ilska við forsjónina, út af því, að annað eins og þetta gæti átt sjer stað. Og ekki batnaði skapið þeg- ar febrúarmyrkrið skall yfir og hann byrjaði að rigna. Þetta var ískalt regn, blandað hagli og krapi, og lamdi inn í mann, svo að jeg helt að her- mannakápan, sem jeg var í utan yfir vetrarfrakkanum, mundi verða gegn- vot. Jeg var nú kominn í austurhverfi borgarinnar og til þess að standa af mjer regnið, leitaði jeg húsaskjóls í lítilli kirkju, sem enn stóð uppi. Hún var tóm og þar var myrkt inni. Að- eins sást ofurlítil glæta frá lampan- um, sem sífelt logar á. Jeg settist og hugðist bíða þangað til verstu hryðj- unni slotaði. Alt í einu heyrði jeg fótatak. Jeg sneri mjer við og sá að gamall maður kom inn í kirkjuna. Hann var hár og magur, en bar sig vel. Um leið og hann gekk fram hjá mjer sá jeg, mjer til undrunar, að hann var með barn í fanginu, litla stúlku, á að giska sex ára gamla. Hvorugt þeirra var í yfir- höfn og föt þeirra voru slitin og bætt, svo að raun var á að horfa. Hann gekk að hliðaraltari og setti barnið þar gætilega niður. Jeg sá það á tilburðum hennar að hún mundi ekki geta gengið Hann studdi hana, hjálpaði henni til að krjúpa og lagði hendur hennar á gráturnar, svo að hún gæti haldið sjer, og alt þetta gerði hann með ástúðlegri þolinmæði. Svo brosti hann við henni, eins og hann vildi gefa henni viðurkenningu fyrir það hvað hún væri dugleg. Síðan kraup hann á knje við hlið hennar, magur en beinn. Þau krupu þarna í nokkrar mínút- ur. Svo stóð gamli maðurinn á fætur. Jeg heyrði glamra í litlum pening, sem lagður var í guðskistuna. Nú tók hann kerti úr vasa sínum og kveikti á því. Rjetti hann það svo að barn- inu. Hún helt því stundarkorn í hendi, sem var svo mögur, að hún sýndist gagnsæ, en ljóminn af ljósinu ljek um höfuð hennar. Jeg sá að gleðisvipur 1tom á fölt og kinnfiskasogið andlit hennar. Hún setti því næst kertið fyr- ir framan altarið, horfði hugfangin á það um stund og leit svo til himna. A þenna hátt færði hún hinni heilögu mey fórn sína. Gamli maðurinn reis nú á fætur, • tók barnið í fang sjer og gekk út úr kirkjunni. Allan tímann hafði mjer fundist sem jeg. væri að hnýsast í helgasta leyndarmál þeirra, og jeg fyrirvarð mig fyrir það, eins og jeg hefði gert helgispjöll. Samt sem áður rak einhver innri hvöt mig til þess að veita þeim eftirför. Fyrir utan kirkjudyrnar stóð lítill vagn sem einhver viðvaningur hafði klambrað saman. Það var ekki annað en ljelegur kassi, sem tvö sköft höfðu verið negld á, og undir honum voru hjól af aflóga barnavagni, og var tog- leðrið slitið af þeim fyrir löngu. Gamli maðurinn setti barnið í þetta eyki og breiddi gamlan kartöflupoka ofan á hana. Nú var jeg svo nærri þeim, að það, sem mig hafði grunað áður, varð að visíu. Alt útlit gamla mannsins bar þess vitni að hann var höfðingi, einn úr hópi Vínar aðalsins, sem hafði mist alt sitt, án þess að eiga sök á því. Barnið líktist honum svo mjö- auðsjeð var að hann mundi ... ! þess. Þegar hann hafði vafið pokanum vel að fótum hennar, leit hann á mig. Ótal spurningar voru komnar fram á varir mínár. En eitthvað — máske það hafi verið tignarleiki hans — hélt

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.