Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1946, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1946, Blaðsíða 2
518 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS siglingaleið hans alla leið frá Njörva- snndi norður með Englandi, Skot- landi, Hjaltlandi, til íslands og ]>að- an norður til Scoresbysunds á Gr.cn- landi (Vilhj. Stefánsson). Þá var ís-. land nefnt *l'hule, og virðast lýsingar hans á landinu bera hess vitni, að hann hafi hafst við um tíma á Norð- urlandi: „Á því landi eru sumarnæt- urnar bjartar, vegna þess að á þeim tíma gengur sólin hærra, og þótt hún sjáist ekki sjálf. þá leg'gur nóga birtu af henni. En um sólstöður er þar nátt- leysa, því að þá er sólin vfir sjón- deildarhring“. • Næstu fregnir, sem menn hafa svo af lslandi. eru allar frá Irum. Er þar fyrst' getið um St. Brendan eða „Brendan sæfara", j'rskan munk. sem fór rannsóknaför norður í hiif ein- hverntíma á árunum .565—573 e. Kr. Hann var á ..curragh", skipi. sem var þannig, að nautshúðir voru strengdar á innviðu í stað byrðings. Hafði hann með sjer vistir til 40 daga og smjör til þess að bera á Ieðrið. Skipið var með siglutrje, segli og stýri. Á slíkum skipum er talið að verið hafi 20—30 manna áhöfn. Á ferðasögu Brendans má sjá að þeir komu til Islands, sigldu fyrir sunnan landið og vestur til Grænlands, en þaðan fyrir norðan ts- land og kornu þá til Jan Mayen. Ilinn heilagi Columba kom til Iona á slíku skinnskipi árið 563 og voru. þeir 9 saman. Ilann sendi mann að nafni Cormac norður í höf að leita að óbygðu landi. Fór hann þrjár ferðir, eftir því. sem Adamnav ábóti í Iona segir í ævisögu Columba. Er talið að hjer sje átt við ísland, menn hafi vitað að það var til og óbygt. Beda prestur, sem uppi var 674 — 735, segist hafa talað við menn ,sem verið höfðu á Thule og þeir hefði sagt sjer, að þar settist ekki sól á sumrin. írskur munkur, Dicuil, skrifaði bók á latínu, sem nefnist „De Monsura Orbis Terrae". Lauk hann’ því verki árið 825 eða 50 árum áður ert Ingólf- ur Arnarson settist að á íslandi. Þetta cr landafræði. Hann segir þar frá Fær- eyjum og lýsir þeim mjög rjett. Segir hann að helgur maður, sem ekki sje hægt að rengja. hafi sagt sjer, að hann haíi siglt þangað á þremur dægrum (fra Irlandi eðg Skotlandi). Þar luifi ein etumenn frá írlandi hafst við í heila öld, en hafi nú flúið þaðan und- an norrænum, víkingum og nú sje ey-jarnar í evði og ekkert kvikt þar nema fjöldi saifðfjár og ótal tegundir sjófugla. Svo minnist hann á Thule, sem sje lengra burtu, landið, þar sem ckki sest sól á sumrin. Og svo segir hr.nn: , Það eru nú 30 ár siðan að nokkrir munkar. sem dvöldust á þeirri ey. frá því í febn'iar og þangað til í ágúst, skýrðu mier frá ])ví, að eigi aðerns um sólstöður, heldur bæði fyr- ir og eftir hyrfi sólin eins og bak við lága hæð, svo að þar sje þá altaf bjart; þá er hægt að vinna hvað sem er á nóttunni. meira að segjavað leita sjer lúsa eiris og um bjartan dag. Og ef þeir (mtinkarnir) hefði verið uppi á fjalli, hefði sólin sennilega aldrei gengið undir. Um vetrarsólhvörf er sfuttur dagur á Thule. Þess vegna er það augljóst að það er ósatt sem sumir segja. að sjórinn unihverfis Thule sje frosinn, að þar sje sífeldur dagur frá jaindægrum á vori til haust- jafndægra, en sífeld nótt frá hausti til vors. Þéssir munkar sem sigldu þangað á kaldasta tíma ársins, segja að altaf hafi verið skil dags og nætur eftir sólstöður. En þeir komust að því, að dægursiglingu norður frá landinu var sjórinn fro.srnn". ÞESSAR eru þær sagnir, sem vjer verðum að byggja á. Þær sýna, að Irar hafa siglt hingað 300 árum áður en N^rðmenn komu. Þær sýna það, að írskir munkar höfðu sest hjer að 100 —150 árum á undan Ingólfi Arnar- syni. Þær sýna það líka að írskir munkar höfðu verið í Færeyjum áður en Norðmenn tóktt að byggja þær, og höfðu stundað þar sauðfjárrækt, en flýðu undan víkingum og skildu sauðfjeð eftir. (Af þesstt fje draga evj- arnar nafn). Sama hefir sagan sjálf- sagt orðið hjer á landi. Á þessu sjest líka, að írskir munkar sóttust eftir því að búa á eyðieyjum. Þess vegna eru landleitar leiðangrar Cormacs gerðir út. Þess vegna byggja þeir Færeyjar og ísland. En um reglu- legt landnám var ékki að ræða. Þeir juku ekki kyn sitt. Fólksfjölgun varð því ekki nema að fleiri flyttist inn, en fellu frá. Hin ntikla sauðfjármergð, sent þeir skildtt eftir í Færeyjum, virð- ist benda til þess að þeir hafi verið nokkuð margir þar. Og það þarf ekk^ svo ýkja margar skipshafnir til þess, að þær geti dreift sjer hjer um alt Suðurlandsundirlendið, éf 30 hafa verið á hverju skipi og flestir ge’rast einsetumenn. Og hafi nokkur skip komið hingað á hverju ári, þá hefir getað safnast hjer saman álitlegur mannfjöldi á einni öld. Hvað er og líklegra en að þeir, sem flýðu úr Fær- eyjum, hafi leitað hingað? BÚSTAÐIR Papanna i heimalandi þeirra, írlandi, voru með tvennu móti: Jarðhús (hellar) og byrgi hlaðin sam- an í mæni. Sú byggingarlist, að hlaða veggi á sig þangað til þeir mættust í mæni, er talin írsk að uppruna. Hjer á landi hefir ])essi by^gingaraðferð verið vel kunn, eins og sjá má á forn- ttm grjótbyrgjum fyrir fje, einkum á Suðnrlandi, og eins voru torfkofar hlaðnir þannig. A Hháðum í Eyja- firði var 6 nautgripa fjós þannig hlað- ið, enn við líði 1898. (Sjá Jónas Jón- asson: Þjóðhættir). Skoskur fornfræð- ingur, sem hingað kom fyrir nokkrum árum og skoðaði nokkur grjótbyrgi, var ekki í neinum vafa um það, að sá byggingarstíll væri frá írum kom- inn. Þrátt fyrir það þarf hann ekki að vera frá Pöpum kominn. Hingað var upphaflega fluttur fjöldi verk- manna (þræla) frá írlandi og Suður- eyjum, og þeir hafa auðvitað haft sín vinnubrögð hjer. Það mætti líka segja, að þeir hefði fyrstir byrjað á hella-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.