Alþýðublaðið - 17.12.1983, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 17.12.1983, Blaðsíða 2
2 Laugardagur 17. desember 1983 p—RITSTJÓRNARGREIN Réttum þeim hjálparhönd Hjálparstofnun kirkjunnar safnar um þessar mundir fé handa sveltandi fólki í Afrlku. Jóla- söfnun Hjálparstofnunar er að verða sjálfsagð- ur hluti af jólaundirbúningi íslendinga, sem annarra norrænna þjóða. Að þessu sinni fer þó söfnunin fram við alvarlegri bakgrunn en oft áður. Þurrkarnir, sem gengið hafa yfir Mið— Afrikurlkin á undanförnum misserum hafa skapað áður óþekkta eymd á þessum slóðum. Þar sem áður voru akrar, sést nú víða ekki stingandi strá. Þar sem nautpeningur var á beit, má nú sjá bein stórgripa sem nakin tré í eyðimörkinni. Þar sem áður var vatn og brauð, er nú sandur og steinn. Kurrkar og önnur óáran hefur áður geisað á þessum slóðum í Afríku, en sérfræðingar eru sammála um, að ekki hafi eins alvarlegt fæðu- ástand ríkt í þessum hluta heims um áratuga- skeið. Það er við þessar aðstæður, sem Hjálpar- stofnun knýr dyra hjá íslendingum. Á okkar mælikvarða er ekki beðið um mikið. Tuttugu krónur á mann. Það breytir engu fyrir fslenska fimm manna fjölskyldu að sjá af eitt hundraö krónum, en þessi upphæð nægir til að metta fjölda hugrandi fjölskyldna sem lifa á mörkum lífs og dauða í Afríku. Eins og oft þar sem neyð ríkir er dapurlegast að ho'rfa upp á deyjandi ungviði; Fjölmiðlar hafa undanfarið sýnt myndir af ástandinu á sjúkrahúsum t.d. í Súdan og Suður—Afrlku. Fjöldi barna deyr á þessum slóðum af næring- arskorti á hverri viku. Aöeins brot af þeirri fæðu, sem liggur vannýtt hér innan lands, nægir til að metta þúsundir sjúkra barna. Þess vegna var það lofsvert framtak hjá að- standendum Hjálparstofnunar að láta vinna næringarrfkan mat úr fslensku hráefni. Reynd- ar er það mikil hneisa, að við höfum árlega kastað miklum mat f formi úrgangs f fiskiðn- aði, meöan milljónir manna svelta. Við ættum sem matvælaframleiðenduraðsetjaokkurþað markmið að henda aldrei matvælum, heldur reyna að vinna mat úr öllu þvf, sem unnt er að nota við fæðuframleiðslu. Alþýðublaðið vill nota þetta tækifæri til að hvetjafólk til að leggja sitt af mörkum í söfnun Hjálparstofnunar að þessu sinni. í heimi, þar sem matvæli eru af skornum skammti, berokk- ur bókstaflega skylda til að huga að þörfum meðbræðra okkar. Á þvf sviði erum við aflögu- fær. Jólahátíöin mun einnig fá nýtt inntak fyrir þá, sem leggja sitt af mörkum. Hálp við bág- stadda, hvort sem er innanlands eða utan, á að vera óaðskiljanlegur hluti jólahaldsins. Þess vegna skulum við gera jólasöfnun Hjálpar- stofnunar sem árangursríkasta að þessu sinni, því þörfin er brýnni en oftast áður. -þh. Vonin Horfurog spár (efnahags og atvinnumálum okkar íslend- inga eru ekki bjartar um þess- ar mundir. Hvert mannsbarn veit á hvern hátt óstjórn og fyrirhyggjuleysi hefur nagaö Iffstré okkar inn að rót á und- anförnum árum. í mesta góð- æri íslandssögunnar slðast- liðin ár höfum við ekki safnað einni krónu til mögru áranna, heldur hlaðið upp skuldum í erlendum bönkum svo að til vandræða horfir. Hrunadans- 'JtrUm) •uirm \3Jinmm\ OG YMSUM FYLGIHLUTUM uuurM*)?, LEIKFANGAVERSLUNIN AUSTURSTRÆTI 8 SÍM113707. -AfriMS^ ítSMB* IACIS '(STUST fBJtSt iai&«ge«£iai^ GLÆSILEGT ÚRVAL AF SINDY DÚKKUM - FÖTUM inn i Islenskum efnahagsmál- um á undanförnum árum minnirokkuráhið fornkveðna, að hverersinnargæfu smiður. Það á ekki síður við um þjóðir en einstaklinga. Fregnir slðustu vikna eru ekki til að auka vonir um batn- andi hag á næstu missserum. Svo virðist, sem við höfum arðrænt hafiö, mestu og dýr- mætustu auðlind okkarað því marki, að mörg ár taki að vinna upp það, sem glatast hefur. Sjávarafurðir eru líftaug okkar I viðskiptum við aðrar þjóðir. Þvl er illt, hvernig komið er. Aðrar auðlindir höfum við fumgengist af litilli tillitsemi. Um iangan aldur hefur Is- lenskt beitarland verið stór- lega ofnýtt til að unnt sé að framleiða dilkakjöt á útsölu- verði til útlanda. Enginn er bættari með þessari fram- leiöslu. Bændur tapa, þjóðin tapar og Islensk mold verður fátækari. Dapurlegt ereinnig til þess að vita, aö á þvi sviði, sem gæti I dag verið vaxtarbroddur (s- lensks nýiönaöar — orkusölu og orkuframleiðslur til marg- víslegranota, hefurokkurmið- að af leiö. Draumurinn um ódýra Islenska orku til iðnaðar og heimilisnota er nú fjarlæg- ari en fyrir tuttugu árum. En við ættum að hafa I huga nú þegar dökkar blikur eru á lofti, að engin ástæða er til að láta hugfallast, þó illa hafi ver- ið staðið að málum á síðustu árum. Margt bendirtil, að ráða- menn okkar sumir hverjir séu að fara á taugum frammi fyrir vanda af mannavölum. Það er ástæöulaust. Spyrja má t.d., hvort einhver ástæða sé til að grípa til neyð- arúrræðaeinsog t.d. formaður fjárveitingarnefndar kynnti á dögunum. Erum við svo illa staddir íslendingar, að við þurfum að skattleggja sjúkl- inga á sjúkrahúsum landsins? Erum við svo illa staddir, að við þurfum að stórhækka verð á lyfjum til almennings? Erum við svo illa staddir, að við höf- um ekki efni á að standa að sómasamlegri heilbrigöis- þjónustu f landinu? Erum við svo illa haldnir fjárhagslega, að við getum t.a.m. ekki boðið upp á viöunandi aðstöðu til krabbameinslækninga eins og allar Norðurlandaþjóðirnar geta gert? Svarið við þessari spurn- ingu ereinfalt: Á samatímaog verið er að draga úr fjárfram- lögum til félagslegrar sam- hjálpar, virðist til nægilegt fé til að byggja óþarfa Seðla- bankahús, nóg er til af pening- um til að þenja út bankakerfið fyrir tugi milljóna á ári og ekki vantar fé til aö byggja hverja verslunarhöliina á fætur ann- arri. ttáðamenn ættu því að llta á það sem sitt meginverkefni á næsta ári, þegar llkur eru á að enn frekar kreppi að okkur I efnahagsmálum, að færa fjár- muni til I nauðsynleg verk, en láta það sem óþarft er sitja á hakanum. Til þess að gera þetta þarf hugrekki og þor, en ekki sýndarmennsku og aug- lýsingaskrum, sem allt of mik- ið hefur einkennt suma ráð- herra I núverandi rlkisstjórn. Hvernig væri t.d. að fella algerlega niður niurgreiðslur og útflutningsuppbætur og greiða fólki peninga beint út I launum. Það mætti hækka drjúgt laun þeirra lægstlaun- uðu með öllum þeim pening- um sem þar koma fram. Viðbúið er aö sú erfiða staða efnahagsmála sem hér hefur verið gerð að umtalsefni, kalli fram vonleysi og kjark- leysi. Síðustu ár sýna svo ekki verður um villst, að við höfum stjórnað málum okkar illa. Við höfum villst af leið. Þvl miður virðist, sem sumir ráðherrar okkar sjái þó ekkert nema svartnættið. Þeir fara á taug- um frammi fyrir aðsteðjandi vanda í stað þess að beina okkur á rétta braut. Þeir vega að samfélagsgerö okkar og velferðarríki I stað þess að byggja okkur upp með nýjum hugmyndum og nýju framtaki. Við skulum minnast þess, að á kreppuárunum tókumst við á við miklu meiri erfiðleika og fórum með sigur. Viðreisnar- stjórnin glímdi einnig við stór- felldari vanda, þegar slldar- stofninn hrundi og verðfall varð á helstu fiskafurðum okk- ar. Engum datt þá ( hug að skattleggja sjúklinga. Og eng- um datt I hug að láta hið erfiða ástand bitna mest á þeim sem voru veikastir fyrir. Þá höfðu menn vonina um betri tlð i veganesti. Menn byggðu upp, en lögðu ekki alla áherslu á að rlfa niður. Sllka menn þurfum við ísleningar í dag til að ryðja okkur braut gegn um þá erfið- leika, sem fyrirsjáanlegireru á næsta ári. -þh.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.