Alþýðublaðið - 17.12.1983, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 17.12.1983, Blaðsíða 10
10. Laugardagur 17. desember 1983 KOPAVOGUR:_________ Kveikt á jólatré kl. 16 í dag HAFNARFJÖRÐUR:_____ Kveikt á jóla- trénu á laugardag Laugardaginn 17. des. ki. 16.00 verður kveikt á jólatrénu í Kópa- vogi. Dr. Esbjörn Rosenblad sendiráðu- nautur mun afhenda tréð sem er gjöf frá vinabæ Kópavogs í Sví- þjóð, Norrköping. Björn Ólafsson forseti bæjarstjórn- ar mun veita trénu viðtöku fyrir hönd bæjarbúa. Þá mun Skólahljómsveit Kópavogs leika og Samkór Kópavogs syngur nokkur lög. Jólasveinar koma í heimsókn. Jólatrénu hefur verið valinn staður á Borgarholtinu, þar sem það hefur verið nokkur undanfarið ár. Börnin í Reykjavík fengu jólasvein- ana í heimsókn á dögunum þegar kveikt var ájólatrénu á Austurvelli. Þá var þessi mynd tekin. Nú fá börnin í Hafnarfirði og Kópavogi vonandi að sjá þá fallgarpa í dag..... mynd: Jim Smart Frederiksberg, vinabær Hafnar- fjarðar í Danmörku, hefur fyrir hver jól í rúman aldarfjóröung sent Hafnfirðingum veglegt jóla- tré. Jólatrénu frá Frederiksberg hefur verið komið upp á Thorsplani við Strandgötu og Ijós verða kveikt á því n.k. laugardag, þann 17. des- ember, kl. 16.00. Við athöfnina leikur Lúðrasveit Hafnarfjarðar og Karlakórinn Þrestir syngur jólalög. Sendifulltrúi Danmerkur, frú Kersti Marcus, afhendir tréð og ung stúlka af dönskum og íslensk- um ættum tendrar Ijósin á jóla- trénu. Einar I. Halldórsson, bæjarstjóri, veitir trénu viðtöku fyrir hönd Hafnfirðinga. Jólasveinar verða á ferð um bæ- inn á laugardaginn frá kl. 13.00 og enda ferð sína við jólatréð á Thorsplani um kl. 16.20, þar sem þeir hoppa og dansa kringum tréð með börnum og fullorðnum. VISA JAFNTINNANIANDS SEM UTAN! Nú eru VISA-kortin gild í innlendum viðskiptum. Eitt og sama kortið er gjaldgengt hjá 4 milljónum verslunar- og þjónustu- fyrirtækjum um allan heim. Úttektir í reiðufé Unnt er, gegn framvísun VISA-kortsins, að fá sérprentað tékkaeyðublað til úttektcir á reiðufé af tékkareikningi korthafa í öllum VISA-bönkum og sparisjóðum hér innanlands. JÓLAUMFERÐ: Laugavegi lokað í dag og á Þorláksmennu Laugavegi verður lokað fyrir um- ferð annarra ökutækja en strætis- vaigna laugardaginn 17. des. kl. 13—22 og á Þorláksmennu kl. 13—22, þó með þeirri undantekn- ingu að öll umferð er heimiluö þessa tvo daga á tímabilinu miili kl. 19 og 20 vegna vörudreifingar í verslanir. Sömu undanþágu og strætis- vagnar njóta leigubifreiðar sem pantaðar hafa verið að húsum við Laugaveg, enda hafi þeir uppi laus- merki eða taxtaljósmerki. Enn- fremur njóta undanþágu bifreiðar með merki fatlaðra. Gjaldskylda verður í stöðumæla fyrrgreinda tvo daga á meðan versl- anir eru opnar. Þá verða bifreiða- stæði í Tollhúsinu við Tryggvagötu og bifreiðageymsla við Kalkofnsveg opin á sama tíma, án gjaldskyldu. Starfsmenn verslana og annarra fyrirtækja í miðborginni er hvattir til að leggja bifreiðum sínum fjær vinnustað en venjulega fram að jól- um. Er þá sérstaklega bent á bif- reiðastæði milli Vatnsstígs og Frakkastígs á lóð Eimskips, sem Reykjavíkurborg hefur á leigu. Vakin er athygli á því að vinstri beygja af Barónsstíg og hægri beygja af Vitastíg inn á Laugaveg eru bannaðar á mánudögum og föstudögum á milli kl. 16 og 18 til að greiða fyrir akstri strætisvagna á Laugaveginum. Lögreglan verður með aukna löggæslu, þar sem þess er mest þörf í borginni fram að jólum, og þannig greiða fyrir og aðstoða fólk í þeirri miklu umferð sem fram undan er. Fólk er almennt hvatt til að not- færa sér strætisvagnana sérstaklega dagana fram að jólum til að létta á umferð og spara sér tíma og erfið- Jeika við leit að bifreiðastæðum. • „Krossgátu- bók ársins“ komin út Út er komin „Krossgátubók ársins“. í bókinni eru eins og nafnið gefur til kynna, krossgátur og annað efni tengt þeim. Gáturn- ar hafa ekki birst áður enda gerð- ar sérstaklega fyrir bók þessa. Höfundur er Hjörtur Gunnars- son, íslenskukennari og hefur hann langa reynslu af að semja krossgátur fyrir ýms blöð og tímarit. Hjörtur hefur hlotið við- urkenningu sem einn besti kross- gátuhöfundur landsins. Krossgát- ur hans eru vandaðar og hvergi slegið af með kröfur um „móður- málið klárt og kvitt“. 1 bókinni eru bæði krossgátur með því gamla góða sniði, sem all- ir þekkja og einnig nýjungar sem höfundur kom fyrst fram með hérlendis. Bókin er 68 síður prentuð í Off- setprent. Bókband annaðist Arn- ar-Berg hf. Útlit kápu annaðist Jens Kr. Guðmundson. Útgefandi er Ó.Prútgáfan. Uttektartímabil VISA er frá 18. hvers mánaðar til 17. næsta mánaðar, með eindaga 15 dögum síðar, þ.e. 2. hvers mánaðar. VERIÐ VELKOMIN IVISA-VIÐSKIPTI Alþýðubankinn hf. Búnaðarbanki íslands iðnaðarbanki íslands hf. Landsbanki Islands Samvinnubanki Islands hf. Eyrasparisjóður, Patreksfirði Sparisjóður Bolungarvíkur Sparisjóður Hafnarfjarðar Sparisjóðurinn í Keflavík Sparisjóður Kópavogs Sparisjóður Mýrasýslu Sparisjóður Norðfjarðar Sparisjóður Ólafsfjarðar Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis Sparisjóður Siglufjarðar Sparisjóður Svarfdæla Sparisjóður Vestmannaeyja Sparisjóður V-Húnavatnssýslu VISA VISA ÍSLAN H - Eitt kort um allan heim.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.