Alþýðublaðið - 17.12.1983, Blaðsíða 23

Alþýðublaðið - 17.12.1983, Blaðsíða 23
Laugardagur 17. desember 1983 23 Draumurinn 1 Þjófar — hugsaði ég eldsnöggt. Jafnvel þó ég væri í léttum svefni, mundi ég eftir byssunni, sem lá ætíð undir koddanum. Án þess að nokk- uð heyrðist tókst mér að koma hönd á hana. Þá heyrði ég hávaða frá glugganum. — Sss, þú vekur hann! Og þá verðum við að gefa honum einn.. Mig dreymdi áfram. Mér fannst ég reka upp óp og við óhljóðin í sjálfum mér hentist ég upp af flet- inu. Bæði gamli maðurinn og sá ungi köstuðu sér yfir mig, en þegar þeir komu auga á byssuna, véku þeir undan. Ég man, hvernig þeir fáum augnablikum síðar stóðu frammi fyrir mér, náfölir með tár- vot augu. Þeir grátbændu mig um að fá að fara. Vindurinn nauðaði í gegn um brotið glerið í glugganum. Hann lék við logann, sem þjófarnir höfðu kveikt. — Yðar náð, heyrði ég hrópað við gluggann. Þér eruð velgerðar- maður okkar, lausnarengill okkar! Ég leit út um gluggann og kom auga á andlit gamallar konu. Það var rennblautt, tekið og náfölt. — Snertu ekki við þeim. Leyfðu þeim að fara sína Ieið, sagði hún biðjandi. Nauðin rak þá til þessa verks! — Já, neyðin, endurtók hún. — Neyðin, söng í vindinum. Hjarta mitt tók sársaukakipp. Ég kleip mig í handlegginn til að vakna. En í stað þess að vakna fann ég, að ég stóð við gluggann og allt í einu var ég farinn að deila út pant- gripunum. — Takið þá, sagði ég við menn- ina tvo. Á morgun er hátíð. Og þið eruð fátækir. Takið þá. Þegar ég hafði fyllt vasa þeirra, vafði ég nokkrum öðrum gripum inn í poka og kastaði honum til gömlu konunnar. Ég rétti henni pels út um gluggann, pakka með stórri drakt, náttkjóla með knipplingum og einnig gítarinn. Hvernig mann getur dreymt! Svo man ég að allt í einu var dyrunum hrundið upp. Eigandinn stóð eins og hann hefði skotist upp úr gólfinu fyrir framan mig. Með honum voru sýslumaður og lögregluþjónar. Eigandinn stendur við hlið mér, en ég held áfram að hnýta saman poka eins og ég hafi ekki séð hann... — Hvað ert þú að gera, afglap- inn þinn? — Á morgun er hátíð og þau verða að hafa mat á borðum, segi ég. — 0 — Og hér ligg ég að leikslokum. Mig hafa þeir fært úr stað. Ég bý ekki lengur í geymsluherbergi veðlánar- ans. Fram hjá gengur varðmaður og stillir vatnskrús fyrir framan mig: — Þarna sérðu, hvað varstu eigin- lega að hugsa? Og það á sjálfri jóla- hátíðinni. Þegar ég vaknaði var hætt að rigna. Vindurinn nauðaði ekki lengur á þakinu. Sólargeislarnir léku sér á veggnum. Sá sem fyrstur kom til að óska mér gleðilegra jóla var elsti lögregluþjónninn. — Og til hamingju með nýja hús- næðið! Bætti hann við. Mánuði seinna fékk ég dóminn. Fyrir hvað? Ég reyndi að koma dómaranum í skilning um, að þetta hefði allt verið draumur, að það væri ekki réttlátt að dæma mann fyrir martröð. En dómarinn var ekki á sama máli. Hann tók martröð mína sem raunveruleika og dæmdi mig til refsivistar. Kannske gætir þú, velviljaði lesandi minn, lagt inn gott orð fyrir mig á réttum stað. Það veit Guð, að ég er saklaus maður.. Bíllinn í lagi — beltin spennt bömin í aftursæti. GÓÐAFERÐ! Vandaðar íslenskar hljómplötur til jólagjafa ÚRVALSSÖNGLÖG M.A.-kvartettinn og Smárakvartettinn frá Akureyri. Við þessa hugljúfu hljómplötu eru bundnar margar minningar um liöin ár. Hver man ekki eftir þessum lögum: „Laugar- dagskvöld áGili", „Rokkarnir eru þagnaðir", og „Upp til fjalla“ með M.A.-kvartettinum, og „Manstu ekki viná' með Smárakvartettin- um? Öll helstu lög þeirra eru einnig á þess- ari hljómplötu. Verð kr. 349.00 kr. Fæst einn- ig I fyrsta sinn á snældu. TÓNLIST GUNNARS THORODDSEN Á hljómplötu þessari er að finnasannkallað- arperlurl flutningi fremstu listamannaþjóð- arinnar. Meðal flytjenda ber aö nefna hinn stórkostlega baritonsöngvara Kristin Sig- mundsson sem kemur hér fram I fyrsta skipti á hljómplötu. Vönduð og eiguleg plata. Verð 399.00 kr. EINSÖNGSPERLUR 14 vinsælustu lög Islensku þjóðarinnar I meiren þrjááratugi. Fram komat.d Stefán ís- landi „í dag skein sól“, Einar Kristjánsson „Hamraborgin", Gunnar Pálsson „Sjá dagar koma“, Guðmundur Jónsson „Hraustir menn“, Erling Ólafsson „Mamma", Hreinn Pálsson „Dalakofinn“, Guðrún Á. Slmonar „Jealousy" og fleiri. Verð aðeins 299.99 kr. RÖGNVALDUR SIGURJÓNSSON Á hljómplötu þessari er að finna Sýnishorn af planóleik Rögnvaldar Sigurjónssonar frá ýmsum tlmumálistabraut hans. Erhér bæði um að ræða endurútgáfur fyrri hljóðritana og hljóðritanir sem nú koma I fyrsta sinn á plötu. Verð aöeins 349 kr. GULLNA HLIÐIÐ eftir Davið Stefánsson. Fá eru þau skáldrit sem I llkum mæli og Gullna hliðiö hafa átt þvlllku hlutskipti að fagnaað veraslgild eign allrar þjóðarinnar. Allir helstu leikarar lands- ins á fjórða áratug koma fram I þessu önd- vegisverki. Þrjár hljómplötur I setti, auk leik- skrár. Verð aðeins 990.00 kr. ÍSLANDSKLUKKAN eftir Halldór Laxness. Frumuppfærsla Þjóð- leikhússins, þarsem fram kemurfjöldi þjóð- kunnra leikara, t.d Brynjólfur Jóhannesson, Lárus Pálsson, Valur Glslason og fleiri. Leik- stjóri var Lárus Pálsson. Fjórar plötur I setti, auk leikskrár. Verð aðeins 1250.00 kr. ENDURMINNINGAR ÚR ÓPERUM Guðrún Á. Símonar og Þuriður Pálsdóttir farahérákostum áúrvals safnplötu þarsem fram koma ýmsir gestir. Tvær frábærar plöt- ur á verði einnar. Verð 399.00 kr. EINAR KRISTJÁNSSON 22 ÍSLENSK SÖNGLÖG Plata þessi inniheldur allar þær upptökur sem gefnar voru út á árunum 1933-49. Hér fara saman mikil raddgæði og fáguð túlkun þessa dáða söngvara sem starfaði mest á er- lendri grund. Verð 349.00 kr. SÖNGKIEÐJI rR SÖNGKVEÐJUR 18 sönglög eftir Sigurð Ágústsson frá Birt- ingarholti við Ijóð eftir Davlð Stefánsson, Jó- hannes úr Kötlum, Einar Benediktsson og fleiri I flutningi sex þekktra söngvara. Verö 399.00 kr. FALKIN N Suöurlandsbraut 8. Sími 84670, Laugavegi 24. Sími 18670, Austurveri Háaleitisbraut. Sími 33360.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.