Alþýðublaðið - 17.12.1983, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 17.12.1983, Blaðsíða 4
4 Laugardagur 17. desember 1983 Hugvekja eftir Gunnlaug Stefánsson Vakið, gcetið að, tíminn er í nánd Texti Mark 13.32-37 Predikun í brauðmessu HK í út- varpi sunnudaginn 4.12 ’83 Texti Mark. 13.32-37 „Vaknið, gætið að, tíminn er í nánd, uppgjörið er á næsta leiti, við vitum ekki hvenær sú úrslitastund rennur upp. Verum því í viðbragðs- stöðu, höldum vöku á vaktinni" — Á þessi boðskapur eitthvert erindi við okkur nú. Eru þetta einhver orð í tíma töluð. Vitum við ekki mæta vel að senn líður að jólum, Kristur er að koma í heiminn. Ber nokkra þörf til að hafa áhyggjur af að ekki sé vel á málefnum vakningarinnar haldið. Þó þeir þarna í Betlehem forðum hafi ekki skynjað fyllingu tímans, þá vitum við betur og undirbúum dýrðlegan fagnað okkur til handa, til heiðurs frelsar- anum, ekki með fjárhússbrag, heldur með þeim veglegustu háttum sem konungi sæmir. Það eru óvænt tíðindi í nánd. Eða er það svo. Segir ekki almanak- ið að þann 24. desember skuli undirbúningi komunnar Iokið, því þann dag muni opinber heimsókn konungsins hefjast og standa að minnsta kosti í þrjá daga. Mun þessi heimsókn konungsins á árinu 1983 marka einhver sérstök tíma- mót. Bindum við einhverjar vonir við þessa heimsókn nú fremur en áður. Og hver verður dagskrá heim- sóknarinnar? Hvað ætluðum við að ræða við konunginn meðan á heimsókninni stendur.? Hvað ætlum við að sýna honum? T.d. nýjustu framfarirnar í öryggis- og tryggingarmálunum, kjarnorku- vopnin sem tryggja líf í stað dauða? Kannski við bjóðum honum að vera viðstaddan vígsluhátíðina í tilefni af uppsetningu kjarnaflauganna í Evrópu nú fyrir jólin. Eða munum við horfa okkur nær. Sýna honum alla þá skuttogara okkar sem bundnir eru við bryggju og hættir eru veiðum eða frystihúsin, sem bú- ið er að loka, eða þessi gjöfulu fiskimið sem okkur var trúað fyrir en höfum ofveitt. Eða munum við fara með konunginn í stóru birgða- geymslurnar þar sem ofveiðin liggur, fiskurinn maturinn, sem þeir þarna úti í hinum fjarlægu iöndum hafa ekki efni á að kaupa. Eða munum við fara með konung- inn á Þjóðhagsstofnunina til að gera honum grein fyrir dugnaði þjóðarinnar í skuldasláttu, að skuldir þjóðarinnar nemi nú yfir 50% af þjóðarframleiðslu. Ég var hungraður og fáklæddur En ef konungurinn spyr, ég var hungraður og fáklæddur, hafið þið gefið mér aö borða og föt til að klæðast ’’ Hverju er til að svara? Auðvitað sýnúm við honum jóla- borðið okkar, krásirnar og veislu- föngin. Nog fyrir þig að eta og drekka auk dýrindis veiðsluklæða sem konungi einum hæfir. En ef hann spyr, hafið þið gert þetta einum minna minnstu bræðra? Hverju er þá til að svara. Að tuttugu börn deyi úr hungri á hverri mínútu sem líður. Eða eigum við að segja honum hug okkar. Það þýði ekkert að hjálpa þessum fátæku aum- ingjum af því að þeir hafi ekki vit á að hjálpa sér sjálfir. Þetta hjálpar- starf er gagnslaust, hjálpin kemst ekki til skila, eða það er svo mikil fólksfjölgun í heiminum að jörðin getur tæpast brauðfætt svo marga. Mun konungurinn þá svara. Var jörðin of lítil og auðlindirnar of rýrar sem ég fól ykkur til umsjár. Nei, hér verðum við að breyta um umræðuefni við konunginn, tala um annáð, vekja athygli hans á því sem við höfum gert vel, gleðja kon- unginn, sýna honum hvað við ís- lendingar höfum lagt á okkur sér- staklega vegna þriggja daga opin- berrar heimsóknar hans til lands- ins. Og þar er af nógu að taka. Fjórar milljónir á dag Varstu ekki að biðja okkur að vaka, vera vel vakandi á verðinum, undirbúa heimsóknina gaumgæfi- lega. Enginn getur ásakað okkur um, að málefni vakningarinnar hafi ekki verið í góðum höndum nú fyrir þessi jól. Við lögðum það á okkur að eyða fjórum milljónum á dag í auglýsingar í fjölmiðlum vegna komu þinnar í heiminn. Fjórar milljónir á dag í fjórar vikur þér til heiðurs, vörðum við, ískensk þjóð, í auglýsingar í stærstu fjöl- miðlunum. Þetta er kostnaður er nemur fimmhundruð krónum á hvert íslenskt mannsbarn, eða tvö þúsund krónum á hverja fjögurra manna fjölskyldu í fjórar vikur fyrir jól. Og þetta leggjum við á okkur þín vegna, kóngur klár, með bros á vör, þrátt fyrir allar þessar þrengingar sem við ræddum áðan. Hundrað og tuttugu milljónir í aug- lýsingar fyrir jólin. Er það ekki tí- föld ársaðstoð íslenska ríkisvalds- ins til þróunarmála, til hjálpar hungruðum og þjáðum. Jú, mál- efni vakningarinnar hafa verið í góðum höndum, við höfum undir- búið heimsókn þína með kostum og kynjum. Vöknum, það er kallað. Konung- urinn er að koma. Flýtum okkur, það dugar ekki að sofa á verðinum þegar konungurinn er að koma. Nei, þetta var plat, það var ekki konungurinn sem var að koma, það er ekki nema 4. desember í dag, hann kemur ekki fyrr en 24. desem- ber. Þetta var bara einhver sending frá Hjálparstofnun kirkjunnar, ein- hver söfnunarbaukur og fréttabréf, þú veist, alltaf þetta venjulega fyrir jólin, safna peningum fyrir þessa hungruðu, þú veist, eitthvað hjálp- arstarf. Það væri nær að við færum að hjálpa okkur sjálfum en að vera senda alltaf þessa hjálp eitthvað út í heim. Já, og ekki vanþörf á þegar við þurf um að eyða fjórum milljón- um á dag í auglýsingar til þess að við skynjum örugglega hvar þörfin er brýnust, hverju við þurfum að bæta við. Og almanakið segir, að konung- urinn komi 24. desember. Það dregur nær jólum og fjörið að auk- ast í jólaundirbúningnum. Ekkert má á vanta svo fagna megi kon- ungnum á dýrðlegan hátt. Það hefur verið fastur þáttur í starfi kirkjunnar fyrir jólin að reyna að vekja fólk til umhugsunar og þátttöku í kjörum þess fjölda fólks sem þekkir ekki önnur kjör en þau sem tengjast hungri, þjáning- um og dauða. Fyrir þessi jól mun Hjálparstofnun kirkjunnar gangast fyrir landssöfnun. „Brauð handa hungruðum heimií' Gefum þjáðum von. Hjálparstofnunin mun senda inn á hvert heimili litla sendingu. Innihald sendingarinnar er lítill söfnunarbaukur ásamt stuttu fréttabréfi sem fjallar um verkefni hjálparstarfs kirkjunnar. Með þess- ari sendingu vill kirkjan minna okkur á að gleyma ekki hinum minnstu bræðrum og systrum í jólaundrrbúningnum. Þessi rödd kirkjunnar á jólaföstu, sem vill vekja fólk til umhugsunar og þátt- töku í kjörum milljóna manna sem þola hungur og þjáningar, er hún ekki dæmd til þess að verða hjá- róma í samanburði við 120 milljón króna auglýsingaþörf þjóðarinnar. Er það ekki einber óskhyggja og draumsýn að ætla að þjóðin sé af- lögufær um sömu upphæð til hjálparstarfs og hún ver til að aug- lýsa þarfir jólanna á einum mán- uði. Kannski er kirkjan að bera í bakkafullan lækinn, að tala um hjálp til hungraðra og þjáðra við þjóð sem virðist í þann mund að lýsa yfir efnahagslegu kreppuást- andi. Það saxast fljótt á kröfuna um 15 þúsund króna lágmarkslaun ef greiða þarf fyrst 500 krónur í auglýsingatoll og aðrar 500 krónur til hjálparstarfsins. Og þá eru allar persónulegu þarfirnar eftir. Að lifa velmegun af Það er eins o'g það sé ekki síður vandi að lifa velmegun af eins og skortinn. Samt er eins og stór hluti allrar efnahags- og félagslegrar um- ræðu í landinu miðist við að hér ríki skortur og neyð, þó ekki væri annað en vitna til allra tilboða auglýsinga- iðnaðarins um allt það sem mig vantar og get ekki án verið. Hvað myndi gerast í þessu þjóð- félagi ef þjóðin hætti að trúa aug- Iýsingunum, tæki upp á því að eyða tímanum til þess að njóta þess sem hún á í stað þess að hugsa um það helst hverju bæta má við. Myndi kerfið hrynja, allt fara í.rúst? Kann að vera að óánægjan sé orðin að hornsteini velferðarþjóðfélagsins. Líkist þjóðin í heild manninum sem hafði peninga handbæra til að kaupa sér fullkomnari eldavél í stað þeirrar gömlu, en af því að eldavélin var uppseld í versluninni, þá keypti hann sér gúmmíbát í staðinn og var sæll um stund með sína gömlu elda- vél og nýjan gúmmíbát. Fyrir síð- ustu jól komumst við að þeirri niðurstöðu að tæpast væri hægt að halda gleðileg jól öðruvísi en að sitja með fæturna ofan í fótanudd- tæki fyrir framan sjónvarpsskjá- inn. Og nú eru þarfirnar einhverjar aðrar. Islensk þjóð hefur bæði tíma og bolmagn til að íhuga háleitar neysluþarfir. Hún hefur ekki áhyggjur af því að kalda vatnið kynni að hætta að renna úr kran- ánum, heita vatnið hætta að hita upp hýbýlin, að húsið sé ekki á traustum grunni reist, að rafmagnið hætti að streyma úr veggnum, sjálf- sagðar og uppfylltar þarfir sem óhætt er að gleyma, en njótum samt og hugsum ekki um að vera án. Enn sem komið er.er hjálparstarfið ekki komið á það stig að fjalla um rafmagn og kranavatn.. Það eru frumþarfirnar sem sitja í fyrirrúmi. Að rétta hungruðum daglegt brauð, bora holu eftir köldu vatni og setja upp vatnsdælu, miðla frumþekk- ingu til aðstoðar í atvinnulífi og kenna fólki lestur og skrift. Verk- efnin eru óþrjótandi og þörfin brýn. En til þess að verkefnin megi framkvæma, til þess að kirkjan geti rétt íslenska hjálparhönd, þá þarf hún að safna fjármunum, treysta á skilning þjóðarinnar, að þjóðin taki málefni hungraðra og þjáðra alvar- lega og styðji þá vonarleið sem kirkjan vill vísa með hjálpgrstarf- inu. Hungurdauði og skortur er ekki óleysanlegt lögmál. Guð hefur lagt að fótum okkar jörð sem er svo full af daglegu brauði að fæða má þrefaldan þann mannfjölda er nú byggir jörðina. Guð hefur gefið okkur vilja og hendur til þess að ákvarða og skapa. Það er um þennan vilja og þessar hendur sem málið fjallar. Kirkjan skilur að með hjálparstarfi einu sér tekst ekki að koma endanlegu réttlæti á í heim- inum né bjarga heiminum frá hungri og dauða, þar þarf meira að koma til. Hjálparstarfið er samt hvorttveggja í senn krafa um rétt- læti og bein hjálp til nokkurra sem þjást, tjáning vonar sem við trúum að megi uppfylla. Þetta er mál- staður söfnunarinnar, „Brauð handa hungruðum heimi“ sem Hjálparstofnunin mun standa að nú á jólaföstu, landssöfnun sem felur í sér ákall um vakningu, vekja okkur öll til að skynja raunþarfir lífsins, beina augum okkar að með- bræðrum og systrum í nálægð og fjarlægð, sem heyja þögult hungur- stríð við þjáningar og dauða. Hjálparstarfið er raunhæf von. Um þessar mundir vinnur Hjálparstofnunin að því að fram- leiða hundrað þúsundir taflna úr malaðri skreið fyrir framlögin okkar, en ein tafla fullnægir eggja- hvítuþörf manns í einn sólarhring. Fyrir auglýsingakostnað þjóðar- innar í einn dag mætti gefa 100 þús. manna dagskammt af eggjahvítu- efnum, en skortur á eggjahvítu- efnum er eitt alvarlegasta vanda- málið á þurrkasvæðum Afríku og dregur þúsundir manna til dauða. Fyrir auglýsingakostnað þjóðar- innar í einn dag mætti bora og virkja fjölda neysluvatnshola og setja upp dælubúnað, en ein hola getur tryggt þúsund manns aðgang að hreinu og ómenguðu vatni. Víða í Afríku er það hlutvek kvenna og barna að sækja vatn, oft sex tíma burður af óhreinu og sýktu vatni sem leiðir til marga sjúkdóma. Vaknið íslensk þekking á fiskveiðum, fiskirækt og í iandbúnaði getur ekki aðeins bjargað lífi hungraðra og þjáðra heldur rennt stoðum undir framtíðina fyrir byggðarlög og heil landsvæði. Að þessum verkefnum starfar Hjálparstofnunin fyrir framlögin okkar í söfnuninni. Á dagskrá hjálparstarfsins er einnig þróunar- verkefni í S-Súdan þar sem tveir ís- lendingar starfa, Póllandshjálp og innanlandshjálp. Framlögin kom- ast til skila. Þau renna ekki í gegn- um ríkisstjórnir fjarlægra landa heldur til verkefna sem kirkjan hefur sjálf á hendi í samvinnu við þiggjendur hjálparinnar. Vaknið, skynjið að tíminn er í nánd. Sá sem líknaði og hjúkraði, sem rétti þjáðum virka hjálpar- hönd, þessi sem gaf mér og þér sitt líf með því að deyja á krossi svo við mættum lifa, maðurinn sem tók sér barn í fang og sagði: Hver sem tekur á móti einu slíku barni í mínu nafni, hann tekur á móti mér, hann líknarinn — friðflytjandinn og frelsarinn, hann er að koma í heim- inn og það er honum til heiðurs, sem við undiirbúum jólin, það er sjálfur líknarinn og frelsarinn sem er tilefni jólaundirbúningsins. Eða er það svo, erum við að undirbúa jól þar sem sjálfu tilefninu hefur verið gleymt. Munum við gefa til- efninu, sjálfum frelsaranum hlut- deild í okkar jólaborði, eða verður það fjárhúsið, jatan og krossinn sem enn um sinn verður hans hlut- skipti. Verðum við vakandi, í við- bragðsstöðu, tilbúin þegar konung- urinn kemur. Eða fer fyrir okkur eins og þeim sem voru á vettvangi i Betlehem. Kemur konungurinn kannski okkur að óvörum eða með öðrum hætti en við reiknuðum með. Ekki gerði litla stúlkan hans H.C. Andersen þessi með eldspýt- urnar nein boð á undan sér. Heldur ekki þegar grátandi barnið var lagt í jötuna í fjárhúsinu forðum. Við eigum von. Von sem er koma Krists í heiminn. Látum vonina ekki fara út í veður og vind, drukkna í svefni og doða, koðna í eftirsókn eftir vindi. Tjáum von með því að rétta þjáðum hjálpar- hönd, svara kallinu um vakningu þjónustunnar í nafni réttlætis, friðar og kærleika.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.